Umræða um stöðu atvinnumála
Málsnúmer 202111111
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021
Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að ræða stöðu atvinnumála.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021
Bergur Elías óskar eftir umræðu um stöðu atvinnumála.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi tillögu;
Undirritaður gerir það að tillögu sinna að teknar verði saman grunnupplýsingar yfir þá aðila sem lýst hafa yfir áhuga á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og leggi þau gögn fyrir byggðarráð Norðurþings sem fer með atvinnumál, á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð
Nú er sveitarfélagið Norðurþing aðili, með ýmsum hætti, er varðar atvinnuuppbygginu í sveitarfélaginu. Það er gleðilegt ef fjárfestar, fyrirtæki og stofnanir sjái hér möguleika til vaxtar og eflingar innan Norðurþings með nýtingu mannauðs og annarra auðlinda svæðisins. Til að uppbygging skili sér í formi aukinna lífsgæða fyrir íbúa er mikilvægt að vanda til verka að hálfu sveitarfélagsins. Gagnaöflun um viðkomandi aðila og markmið þeirra skiptir lykil máli sem og þær skyldur sem á sveitarfélagið falla verði af framkvæmdum. Gagnaöflun, öguð vinnubrögð og upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa sem og íbúa er augljóslega hægt að gera betur. Vissulega er það þannig að það sem leynt þarf að fara vegna viðskiptahagsmuna skal virða. Engu að síður, ber sveitarfélaginu sem opinberum aðila halda gögnum til haga sem að gangi geta komið við ákvörðunartöku þegar þar að kemur. Í ljósi framangreinds er þess óskað að eftirfarandi upplýsingar verði lagðar fyrir byggðarráð og fyrir hinn almenna íbúa sé samstarfsaðili þess samþykkur og leynt þarf ekki að fara.
Upplýsingarnar sem óskað er eftir eru sem hér segir; -
· Nafn fyrirtækis
· Hverjir eru raunverulegir eigendur
· Í hverju felst fjárfestingin - /framleiðsla/þjónusta/annað
· Félagið og efnahagur þess - burðir/styrkleiki félagsins sem unnið er með
· Áætluð heildar fjárfesting
· Innviðaþörf - lóðarstærð, staðsetning, vegir, fráveita, vatnsveita, hitaveita, hafnaraðstaða, annað
· Raforkuþörf (MW)
· Flutningsmagn inn á framkvæmdatíma - Hafnir Norðurþings
· Flutningsmagn framleiðslu, inn og út - Hafnir Norðurþings
· Mannaflsþörf á uppbyggingartíma og tímalengd framkvæmda
· Mannaflsþörf starfsemi og tegund vinnuafls
· Annað sem máli skiptir
Það er einlæg ósk undirritaðs að framangreindar upplýsingar reynist kjörnum fulltrúum gagnlegar og styrki ákvörðunartöku sem og samheldni sveitarstjórnar og íbúa Norðurþings í þeim ákvörðunum sem staðið er frammi fyrir.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Undirritaður gerir það að tillögu sinna að teknar verði saman grunnupplýsingar yfir þá aðila sem lýst hafa yfir áhuga á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og leggi þau gögn fyrir byggðarráð Norðurþings sem fer með atvinnumál, á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð
Nú er sveitarfélagið Norðurþing aðili, með ýmsum hætti, er varðar atvinnuuppbygginu í sveitarfélaginu. Það er gleðilegt ef fjárfestar, fyrirtæki og stofnanir sjái hér möguleika til vaxtar og eflingar innan Norðurþings með nýtingu mannauðs og annarra auðlinda svæðisins. Til að uppbygging skili sér í formi aukinna lífsgæða fyrir íbúa er mikilvægt að vanda til verka að hálfu sveitarfélagsins. Gagnaöflun um viðkomandi aðila og markmið þeirra skiptir lykil máli sem og þær skyldur sem á sveitarfélagið falla verði af framkvæmdum. Gagnaöflun, öguð vinnubrögð og upplýsingaflæði til kjörinna fulltrúa sem og íbúa er augljóslega hægt að gera betur. Vissulega er það þannig að það sem leynt þarf að fara vegna viðskiptahagsmuna skal virða. Engu að síður, ber sveitarfélaginu sem opinberum aðila halda gögnum til haga sem að gangi geta komið við ákvörðunartöku þegar þar að kemur. Í ljósi framangreinds er þess óskað að eftirfarandi upplýsingar verði lagðar fyrir byggðarráð og fyrir hinn almenna íbúa sé samstarfsaðili þess samþykkur og leynt þarf ekki að fara.
Upplýsingarnar sem óskað er eftir eru sem hér segir; -
· Nafn fyrirtækis
· Hverjir eru raunverulegir eigendur
· Í hverju felst fjárfestingin - /framleiðsla/þjónusta/annað
· Félagið og efnahagur þess - burðir/styrkleiki félagsins sem unnið er með
· Áætluð heildar fjárfesting
· Innviðaþörf - lóðarstærð, staðsetning, vegir, fráveita, vatnsveita, hitaveita, hafnaraðstaða, annað
· Raforkuþörf (MW)
· Flutningsmagn inn á framkvæmdatíma - Hafnir Norðurþings
· Flutningsmagn framleiðslu, inn og út - Hafnir Norðurþings
· Mannaflsþörf á uppbyggingartíma og tímalengd framkvæmda
· Mannaflsþörf starfsemi og tegund vinnuafls
· Annað sem máli skiptir
Það er einlæg ósk undirritaðs að framangreindar upplýsingar reynist kjörnum fulltrúum gagnlegar og styrki ákvörðunartöku sem og samheldni sveitarstjórnar og íbúa Norðurþings í þeim ákvörðunum sem staðið er frammi fyrir.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022
Á 382. fundi byggðarráðs þann 16. desember 2021 var tekin fyrir tillag Bergs Elíasar Ágústssonar um að teknar yrðu saman grunnupplýsingar yfir þá aðila sem lýst hafa yfir áhuga á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og þau gögn lögð fyrir byggðarráð Norðurþings sem fer með atvinnumál, á næsta fundi ráðsins.
Fyrir byggðarráði liggja nú fyrstu drög að yfirliti yfir þá aðila sem sveitarstjóri hefur átt samtal við undanfarna mánuði.
Fyrir byggðarráði liggja nú fyrstu drög að yfirliti yfir þá aðila sem sveitarstjóri hefur átt samtal við undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.