Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

379. fundur 18. nóvember 2021 kl. 08:30 - 12:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Sigurgeir Höskuldsson og Birna Ásgeirsdóttir frá Golfklúbbi Húsavíkur sátu fundinn undir lið 1.
Garðar Garðarsson lögmaður sat fundinn undir lið 2.
Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG sat fundinn undir lið 3.

1.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma Sigurgeir Höskuldsson og Birna Ásgeirsdóttir frá Golfklúbbi Húsavíkur og ræða uppbyggingarsamning vegna nýs golfskála.
Byggðarráð samþykkir að ganga frá uppbyggingarsamningi, í samræmi við fyrirliggjandi drög, þar sem fjárframlög Norðurþings til byggingar golfskála verða 90 milljónir á næstu árum.
Sveitarstjóra er falið að uppfæra samninginn og leggja fyrir ráðið að nýju miðað við að eignarhald á húsinu verði að fullu hjá Golfklúbbi Húsavíkur.

2.Ósk um undirritun trúnaðaryfirlýsingar vegna mögulegrar fjárfestingar á Bakka

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að trúnaðaryfirlýsingu sem óskað hefur verið eftir að sveitarfélagið undirriti vegna möguleika á frekara samstarfi í tengslum við fjárfestingu á Bakka.

Garðar Garðarsson lögfræðingur kemur á fund byggðarráðs og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar Garðari fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að koma áherslum Norðurþings á framfæri við fyrirspyrjanda.

3.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.

Málsnúmer 202105115Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að útreikningum vatnsgjalds í samræmi við leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í erindi sem barst sveitarfélaginu í maí sl.
Erindinu var svarað í júlí og upplýst að vinnan við útreikninga vatnsgjaldsins yrði kláruð meðfram fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Þorsteini fyrir góða yfirferð.
Lagt fram til kynningar.

4.Frístundastyrkur og -reglur 2022

Málsnúmer 202110132Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og hækkun á frístundastyrk úr 15.000 í 17.500 krónur fyrir árið 2022. Ráðið vísar uppfærðum reglum til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Á 105. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma að upphæð 18.468.214 krónur. Ljóst er að skerðing á lögbundinni þjónustu við skjólstæðinga félagsþjónustunnar er óhjákvæmileg miðað við úthlutaðan fjárhagsramma, því er óskað eftir þessari hækkun. Þrátt fyrir þá hækkun mun koma til skerðingar á þjónustu. Ráðið vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð þakkar greinargott minnisblað félagsmálastjóra vegna fjárhagsáætlunar 2022 og samþykkir að hækka ramma málaflokks 02-félagsþjónustu um 28 milljónir.

6.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022

Málsnúmer 202110100Vakta málsnúmer

Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun hafnasjóðs og vísar henni til kynningar í byggðarráði og til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð áætlun skatttekna vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025, sem og yfirlit yfir rekstur málaflokka og sjóðstreymi fyrir árin 2021 og 2022.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 á næsta fundi sínum.

9.Ráðning fjármálastjóra Norðurþings

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs leggur fram tillögu að auglýsingu vegna starfs fjármálastjóra Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa stöðu fjármálstjóra sveitarfélagsins.

10.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

Málsnúmer 202110036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir þau félög sem til greina koma að verði færð inn í Fjárfestingafélag Þingeyinga samanber bókun á 117. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Einnig liggja fyrir byggðarráði samþykktir umræddra félaga, ásamt ráðleggingum endurskoðanda Deloitte varðandi verðmat eignarhlutanna.
Taka þarf afstöðu til þess hvernig meta eigi verðmæti þessara hluta áður en næstu skref verða tekin.
Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið á næsta fundi sínum.

11.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ályktunar bæjarráðs Árborgar um leikskólamál. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 29. október sl. var eftirfarandi bókað og samþykkt;
"Stjórnin tekur undir bókun bæjarráðs Árborgar og telur hana vera í góðu samræmi við stefnumörkun sambandsins, þar sem kveðið er á um að sambandið beiti sér fyrir því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði án þess að það leiði til skerðingar á greiðslum til foreldra. Teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun leikskóladvalar að fæðingarorlofi loknu. Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði hefur nú tekið gildi. Fyrir liggur skýrsla starfshóps um faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þurfi tillit til, þar á meðal varðandi mannafla og húsnæðisþörf leikskóla miðað við áætlaða fjölgun leikskólabarna á aldrinum eins til tveggja ára, ásamt leiðum til fjármögnunar. Nauðsynleg grunnvinna hefur því þegar farið fram sem flýtt getur fyrir viðræðum um málið milli ríkis og sveitarfélaga. Við umræðu um málið kom fram tillaga um að sambandið standi fyrir málþingi um leikskólamál þar sem rædd verði framtíðarsýn fyrir leikskólastigið. Stjórnin vísar þeirri tillögu til fræðslumálanefndar og sérfræðinga sveitarfélaga í fræðslumálum til nánari útfærslu."
Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

12.Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2021

Málsnúmer 202103192Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fréttapóstur Ríkiskaupa á 4. ársfjórðungi 2021 vegna rammasamninga og frétta af opinberum innkaupamálum.
Lagt fram til kynningar.

13.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta

Málsnúmer 202111057Vakta málsnúmer

Stígamót óska eftir framlagi til starfsemi samtakanna og samstarfi um reksturinn.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Stígamót um 100.000 krónur.

14.Fundargerðir stjórnar Vikur hses. 2021

Málsnúmer 202111103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 2. stjórnarfundar Víkur hses. frá 10. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 31. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 10. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2019-2021

Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar frá 9. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasvið 2022

Málsnúmer 202111048Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir umræðum um framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs 2022.
Byggðarráð fór yfir drög að framkvæmdaáætlun ársins 2022 og áætlun vegna framkvæmda í þriggja ára áætlun 2023-2025 og felur sveitarstjóra að fara yfir áætlunina og mögulega fjármögnun.

18.Breytingar á samþykktum Norðurþings - staða mála

Málsnúmer 202111113Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir yfirferð yfir stöðu mála er varða breytingar á samþykktum Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

19.Umræða um stöðu atvinnumála

Málsnúmer 202111111Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að ræða stöðu atvinnumála.
Lagt fram til kynningar.

20.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202111112Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 12:20.