Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála
Málsnúmer 202107035
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021
Borist hefur erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur þar sem óskað er eftir að samningur um uppbyggingu golfskála sem gerður var 2018 verði virkjaður að nýju. Fyrir liggja teikningar og kostnaðaráætlun við byggingu nýs golfskála sem er nokkuð frábrugðinn þeim skála sem áður var áformað að byggja.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 103. fundur - 10.08.2021
Til kynningar er erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021
Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundum og framgangi formunar nýs uppbyggingar samnings við GH.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og mun leggja fram drög að samningi um uppbyggingu nýs golfskála á næsta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021
Á 372. fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og mun leggja fram drög að samningi um uppbyggingu nýs golfskála á næsta fundi byggðarráðs.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að uppbyggingarsamningi milli Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og mun leggja fram drög að samningi um uppbyggingu nýs golfskála á næsta fundi byggðarráðs.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að uppbyggingarsamningi milli Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi drög að samningi til umfjöllunar innan Golfklúbbsins.
Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021
Fyrir byggðarráði liggja drög að uppbyggingarsamningi Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur vegna nýrrar aðstöðu Golfklúbbsins við Katlavöll.
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Golfklúbbs Húsavíkur á fund ráðsins síðar í mánuðinum.
Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021
Á fund byggðarráðs koma Sigurgeir Höskuldsson og Birna Ásgeirsdóttir frá Golfklúbbi Húsavíkur og ræða uppbyggingarsamning vegna nýs golfskála.
Byggðarráð samþykkir að ganga frá uppbyggingarsamningi, í samræmi við fyrirliggjandi drög, þar sem fjárframlög Norðurþings til byggingar golfskála verða 90 milljónir á næstu árum.
Sveitarstjóra er falið að uppfæra samninginn og leggja fyrir ráðið að nýju miðað við að eignarhald á húsinu verði að fullu hjá Golfklúbbi Húsavíkur.
Sveitarstjóra er falið að uppfæra samninginn og leggja fyrir ráðið að nýju miðað við að eignarhald á húsinu verði að fullu hjá Golfklúbbi Húsavíkur.
Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021
Fyrir byggðarráði liggja drög að uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Húsavíkur vegna nýs golfskála við Katlavöll.
Byggðarráð samþykkir með atkvæðum Helenu og Benónýs að fela sveitarstjóra að ganga frá fyrirliggjandi samningsdrögum og undirrita samninginn.
Bergur Elías situr hjá og óakar bókað;
Undirritaður telur að samningstíminnn eigi að vera lengri og dreifa þannig fjárhagsstreyminu vegna samningsins, sem hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Eftir afgreiðslu þessa máls, kl. 10:05 vék Helena Eydís Ingólfsdóttir af fundi og Birna Ásgeirsdóttir kom inn á fundinn í hennar stað.
Bergur Elías situr hjá og óakar bókað;
Undirritaður telur að samningstíminnn eigi að vera lengri og dreifa þannig fjárhagsstreyminu vegna samningsins, sem hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Eftir afgreiðslu þessa máls, kl. 10:05 vék Helena Eydís Ingólfsdóttir af fundi og Birna Ásgeirsdóttir kom inn á fundinn í hennar stað.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu;
Undirritaður leggur til að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Meirihlutinn stöðvaði málið í upphafi og á sínum tíma vegna nýs vegstæðis og vegar að uppbyggingarsvæði undir nýtt húsnæði klúbbsins.