Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

373. fundur 30. september 2021 kl. 08:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Arngrímur B. Jóhannsson kom á fundinn undir lið 5.

Pétur Þorsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri, Karl Guðmundsson forstöðumaður, Einar Hansen Tómasson fagstjóri orku og grænna lausna og Film in Iceland og Arnar Guðmundsson fagstjóri fjárfestinga hjá Íslandsstofu
sátu fundinn undir lið 6.

Gunnar Gíslason og Sigurður Helgi Ólafsson frá GPG sátu fundinn undir lið 8.

1.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til ágúst ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar til september.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úthlutun á fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ramma sem þegar hafa verið lagðir fram í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði.

3.Uppgjör á útsvari vegna 2020

Málsnúmer 202109128Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppgjör á útsvari vegna ársins 2020 frá Fjársýslu ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

4.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga sveitarstjóra og atvinnu- og samfélagsfulltrúa á Kópaskeri um að sækja um styrk til Vinnumálastofnunar til 6 mánaða vinnu við verkefnisstjórn um þróun samfélags- og menningarhúss á Kópaskeri.
Byggðarráð samþykkir að ráða verkefnisstjóra til þróunar á samfélags- og menningarhúsi á Kópaskeri til 6 mánaða.

5.Kauptilboð í Hafnarstétt 17 - Verbúðir

Málsnúmer 202012096Vakta málsnúmer

Borist hefur tilboð í fasteignina Hafnarstétt 17 fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags frá Pétri Stefánssyni ehf., Steinsteypi ehf. og Dimmuborgum ehf.
Arngrímur B. Jóhannsson kom á fund byggðarráðs undir þessum lið.
Byggðarráð hafnar tilboðinu og felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

6.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Nú nýverið var birt áfangaskýrsla um verkefni Norðurþings, Íslandsstofu, Landsvirkjunar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um græna iðngarða. Til fundar við byggðarráð koma starfsmenn frá Íslandsstofu ásamt verkefnastjóra framangreinds verkefnis.
Á fund byggðarráðs komu frá Íslandsstofu; Pétur Þorsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri, Karl Guðmundsson forstöðumaður, Einar Hansen Tómasson fagstjóri orku og grænna lausna og Film in Iceland og Arnar Guðmundsson fagstjóri fjárfestinga.
Byggðarráð þakkar fyrir samtalið og gott samstarf til þessa.

7.Ósk um samstarf og formun viljayfirlýsingar um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsluvers innan grænna iðngarða á Bakka

Málsnúmer 202109078Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk um formlegt samstarf varðandi uppbyggingu á starfsemi Green Fuel ehf. innan fyrirhugaðs græns iðngarðs á Bakka. Green Fuel stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum sem senn fara í hönd með því að reisa vetnis- og ammóníaksframleiðsluver á Bakka. Er þess farið á leit að undirrituð verði viljayfirlýsing sem sýni áhuga beggja aðila, þ.e. Norðurþings og Green Fuel ehf. til að vinna verkefnið áfram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Á 116. fundi sveitarstjórnar óskað Krisján Þór eftir því að ræða tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn.
Á fundinum var bókað;
Til sveitarfélagsins hafa leitað forsvarsmenn GPG Seafood ehf., og lýst yfir áhuga sínum á að hefja viðræður við sveitarfélagið um framtíð Mjölhússins svokallaða á gömlu SR-lóðinni á Raufarhöfn. Sveitarstjóri leggur til að forsvarsmönnum GPG Seafood ehf. verði boðið á næsta fund byggðarráðs til að ræða mögulega samstarfsfleti fyrirtækisins og sveitarfélagsins um úrlausn brýnna mála hvað varðar umrædda fasteign og svæðið í kring.

Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.
Gunnar Gíslason og Sigurður Helgi Ólafsson frá GPG sátu fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með lögfræðingi sveitarfélagsins.

9.Ósk um kaup eða afnot af Lýsishúsinu á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109087Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Lögís lögmönnum fyrir hönd Guðmunda Árna Ágústssonar sem er fyrirsvarsmaður Norðurhamps ehf. þar sem óskað er eftir afnotum eða kaupum á Lýsishúsinu á Raufarhöfn.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins vegna vinnu sem fyrirhuguð er um afdrif mjölskemmunnar á Raufarhöfn.
Byggðarráð mun boða aðila málsins á fund sinn eftir tvær vikur.

10.Ósk um kaup á eign á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109026Vakta málsnúmer

Á 371. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar vegna SR lóðarinnar.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins vegna vinnu sem fyrirhuguð er um afdrif mjölskemmunnar á Raufarhöfn.

11.Ósk um styrk til að gera hagkvæmnismat fyrir líforkuver.

Málsnúmer 202102129Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá SSNE vegna stofnunar einkahlutafélags til að halda utan um verkefnið “Líforkuver?. Óskað er eftir að Norðurþing leggi til 1.190.000 kr. sem verði hlutafé Norðurþings í félaginu.
Byggðarráð samþykkir að leggja til sem hlutafé Norðurþings í félaginu kr. 1.190.000 með atkvæðum Helenu og Benónýs, Bergur situr hjá við afgreiðslu málsins.

12.Áskorun um að byggðarráð Norðurþings beiti sér gegn heimild til veiða með dragnót í Skjálfanda

Málsnúmer 202108026Vakta málsnúmer

Frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur byggðarráði borist formlegt svar við áskorun Norðurþings um takmörun dragnótaveiða í Skjálfandaflóa.
Lagt fram til kynningar.

Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi bókun;
Uppi er merkileg staða. Svar frá Atvinnuvega- og sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 22. september sl. þar sem lokun Skjálfandaflóa fyrir veiðum með dragnót er hafnað. Fyrsta málsgrein er svohljóðandi. Vísað er til erindis byggðaráðs f.h. smábátasjómanna á Húsavík. Í erindinu var farið á leit að ráðuneytið; að veiðar með dragnót verði óheimilar í Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flateyjar í Tjörnestorfu. Að undanförnu hafa stór dragnótaskip verið að veiðum í Skjálfanda á hefðbundinni veiðislóð smábáta. Einnig segir í erindinu; "Skip að stærðinni 283 brt. með gríðarlega toggetu og veiðarfæri útbúin til botnfiskveiða á ekkert erindi á grunnslóð. Afkastageta þess er í þriðja veldi á við það veiðarfæri sem miðað var við þegar undanþága var gerð fyrir dragnót til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands. Jafnframt var litið til þess að veiðarfærið væri kjörið til veiða á flatfiski þegar undanþágan var veitt."

Afgreiðsla byggðarráðs þann 19. ágúst var sem hér segir; "Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum."

Byggðarráð hefur ALDREI farið fram á það að dragnótaveiðar verið bannaðar í Skjálfanda, eins og sjá má á afgreiðslu ráðsins. Afgreiðslu byggðarráðs Norðurþings er því ekki svarað að mínu mati.

13.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Á 372. fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og mun leggja fram drög að samningi um uppbyggingu nýs golfskála á næsta fundi byggðarráðs.

Fyrir byggðarráði liggja nú drög að uppbyggingarsamningi milli Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda fyrirliggjandi drög að samningi til umfjöllunar innan Golfklúbbsins.

14.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Á 116. fundi sveitarstjórnar var tekin fyrir tillaga Hjálmars Boga Hafliðasonar um endurskoðun samþykkta Norðurþings um stjórn, fundarsköp, nefndaskipan o.fl. er varðar stjórnun sveitarfélagsins. Hvert framboð skipi einn fulltrúa í vinnuhóp sem skilar af sér fyrstu drögum fyrir lok árs 2021.

Á fundinum var bókað;
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Helena Eydís leggur til að hvert framboð tilnefni einn fulltrúa í hóp á næsta fundi ráðsins sem fjalla muni um endurskoðun samþykktanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

15.Mögulegar framkvæmdir í vegagerð - skýrsla gerð af RHA

Málsnúmer 202109097Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um mögulegar framkvæmdir í vegagerð á Norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar.

16.Viðauki við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202109067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna breytinga á starfsmannahaldi hjá Norðurþingi en í stað þess að framkvæmda- og þjónustufulltrúi sinni hlutverki framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf. er nú ráðinn inn rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem sinnir eingöngu málefnum Orkuveitunnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. með atkvæðum Helenu Eydísar og Benónýs.
Bergur greiðir atkvæði á móti.

17.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202109080Vakta málsnúmer

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram dagana 7. og 8. október nk. Vegna ástandsins í samfélaginu er fjöldatakmörkun á ráðstefnuna en skráning fer fram á vef Sambands íslenskra Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

18.Árlegur fundur um jafnréttismál sveitarfélaga - rafrænn fundur

Málsnúmer 202109096Vakta málsnúmer

Boðað er til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október nk. í fjarfundi.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í fjölskylduráði.

Fundi slitið - kl. 12:00.