Fara í efni

Viðauki við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202109067

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 223. fundur - 16.09.2021

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur til kynningar viðauki við þjónustusamning sem snýr að mannahaldi og fjármálum.
Viðaukasamningur er samþykktur af meirihluta stjórnar. Bergur Elías er á móti.

Bergur Elías óskar eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu
Mun ekki greiða atkvæði með þessum viðauka og undirstrika mikilvægi þess að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. vinni eftir samþykktum félagsins og stafsreglum stjórnar. Tel rétt að Orkuveitan segi upp samningi við Norðurþing sem ræddur var á síðasta stjórnarfundi félagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna breytinga á starfsmannahaldi hjá Norðurþingi en í stað þess að framkvæmda- og þjónustufulltrúi sinni hlutverki framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf. er nú ráðinn inn rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem sinnir eingöngu málefnum Orkuveitunnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við þjónustusamning Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf. með atkvæðum Helenu Eydísar og Benónýs.
Bergur greiðir atkvæði á móti.