Ósk um samstarf og formun viljayfirlýsingar um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsluvers innan grænna iðngarða á Bakka
Málsnúmer 202109078
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021
Í kjölfar funda forsvarsmanna sveitarfélagsins og fulltrúa GREEN FUEL ehf. hefur byggðarráði nú borist formleg ósk þess efnis að samstarf verið hafið um vinnu við gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar beggja aðila um uppbygging vetnis- og ammoníakframleiðslu fyrirtækisins, innan iðnaðarsvæðisins á Bakka við Húsavík.
Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021
Borist hefur ósk um formlegt samstarf varðandi uppbyggingu á starfsemi Green Fuel ehf. innan fyrirhugaðs græns iðngarðs á Bakka. Green Fuel stefnir á að vera leiðandi í orkuskiptum sem senn fara í hönd með því að reisa vetnis- og ammóníaksframleiðsluver á Bakka. Er þess farið á leit að undirrituð verði viljayfirlýsing sem sýni áhuga beggja aðila, þ.e. Norðurþings og Green Fuel ehf. til að vinna verkefnið áfram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð Norðurþings - 374. fundur - 06.10.2021
Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021
Á 374. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
Til máls tóku: Drífa og Hjálmar.
Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að forma drög að viljayfirlýsingu og leggja fyrir ráðið.