Sveitarstjórn Norðurþings
1.Ósk um samstarf og formun viljayfirlýsingar um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsluvers innan grænna iðngarða á Bakka
Málsnúmer 202109078Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.
2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022
Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 til síðari umræðu.
3.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022
Málsnúmer 202110100Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022 til umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022 til síðari umræðu.
4.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps 2022
Málsnúmer 202109130Vakta málsnúmer
Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var til umfjöllunar tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa um 13% hækkun á gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun á sorpi árið 2022.
Á fundinum var bókað;
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við byggðarráð að tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði samþykkt.
Ásta og Hjálmar Bogi óska bókað að þau séu ekki sammála hækkun á gjaldskrá sorphirðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
5.Tillaga um endurvakningu á forvarnarhópi
Málsnúmer 202110123Vakta málsnúmer
Það er mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstaka áherslu verður að leggja í forvarnir fyrir börn og ungmenni. Norðurþingi boði ólíka hagsmunaaðila að borðinu til samtals, s.s skóla, frístundastarf, heilsugæslu, lögreglu o.fl. sem kunna að sýna málaflokknum áhuga. Markmið er að allir þeir sem koma að hagsmunum barna og ungmenna eigi samtal um forvarnir í þeirra þágu. Starfsemi hóps sem þessa rímar vel við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem var samþykkt á síðastliðnu vorþingi. Málið var áður lagt fram í janúar árið 2019.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hjálmars.
6.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.
Málsnúmer 202110036Vakta málsnúmer
Á 375. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð er jákvætt fyrir eflingu Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. og vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað með yfirliti yfir eignarhluti Aðalsjóðs Norðurþings og Fjárfestingafélags Norðurþings í félögum og aðra eignarhluta innan samstæðu Norðurþings sem gætu fallið vel að starfsemi Fjárfestingafélags Þingeyinga.
Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu.
Um er að ræða gamla Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. sem breytt var í Atvinnuþróunarfélaga Þingeyinga ses. og síðan aftur, með nafnabreytingu í Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Eitt stykki hringur takk.
Í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf., er að finna nokkrar eignir og því er spurt með hvaða hætti Norðurþing geti styrkt félagið með eignasafni sínu í félögum sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi Norðurþings, þannig að virkt fjárfestingarfélag geti litið dagsins ljóss í Þingeyjarsýslu. Markmiðið er að búa til félag sem getur orðið áhrifavaldur til góðar verka í atvinnumálum svæðisins, ekki stórt en vonandi skynsamt.
Í ljósi framangreinds, leggur undirritaður fram þá tillögu að skoðað verið að eftirfarandi félög verði lögð inn í Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Félögin eru;
Skúlagarður- fasteignafélag ehf., Verslunarhúsið á Kópaskeri ehf., Greið leið ehf., Seljalax hf., Fjallalamb hf., Síldarvinnslan hf., Sparisjóður Suður-Þingeyinga sem og tvö félög í eigu Orkuveitu Húsavíkur ohf. (með samþykki stjórnar þess félags) þ.e. Sjóböðin ehf. og Mýsköpun ehf.
Mikilvægt er að framangreindar eignir verði endurmetnar áður en endanleg afgreiðsla málsins verði staðfest, sem og mögulegar tæknilegar fyrirstöður.
Bergur Elías Ágústsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Bergs.
7.Húsnæðissjálfseignastofnun á landsbyggðinni
Málsnúmer 202110006Vakta málsnúmer
Á 374. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur ekki illa í meðfylgjandi hugmynd en vill sjá frekari þróun á verkefninu áður en afstaða er tekin til þátttöku.
Undir afgreiðsluna taka Aldey, Benóný, Bergur, Birna, Helena, Hrund, Kristinn og Kristján Friðrik.
Hjálmar Bogi sat hjá.
8.Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluskúr að Garðarsbraut 20
Málsnúmer 202109133Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimiluð afnot af lóðinni til tveggja ára. Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsi er frestað þar til fullnægjandi teikningum af fyrirhuguðu húsi hefur verið skilað inn.
9.Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings
Málsnúmer 202008033Vakta málsnúmer
10.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 106
Málsnúmer 2109006FVakta málsnúmer
12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 107
Málsnúmer 2109011FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 108
Málsnúmer 2110002FVakta málsnúmer
14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 109
Málsnúmer 2110006FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
15.Fjölskylduráð - 99
Málsnúmer 2109007FVakta málsnúmer
16.Fjölskylduráð - 100
Málsnúmer 2109010FVakta málsnúmer
17.Fjölskylduráð - 101
Málsnúmer 2110001FVakta málsnúmer
18.Fjölskylduráð - 102
Málsnúmer 2110005FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
19.Byggðarráð Norðurþings - 373
Málsnúmer 2109009FVakta málsnúmer
20.Byggðarráð Norðurþings - 374
Málsnúmer 2109012FVakta málsnúmer
21.Byggðarráð Norðurþings - 375
Málsnúmer 2110003FVakta málsnúmer
22.Byggðarráð Norðurþings - 376
Málsnúmer 2110007FVakta málsnúmer
23.Orkuveita Húsavíkur ohf - 224
Málsnúmer 2110009FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða.