Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluskúr að Garðarsbraut 20
Málsnúmer 202109133
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 106. fundur - 28.09.2021
Kristján Phillips og Elín Guðmundsdóttir óska eftir stöðuleyfi fyrir lítið hús á óráðstafaðri byggingarlóð að Garðarsbraut 20. Ætlunin er að starfrækja í aðstöðunni sölu á eldbökuðum pizzum úr húsi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimiluð afnot af lóðinni til tveggja ára. Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsi er frestað þar til fullnægjandi teikningum af fyrirhuguðu húsi hefur verið skilað inn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021
Á 106. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimiluð afnot af lóðinni til tveggja ára. Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsi er frestað þar til fullnægjandi teikningum af fyrirhuguðu húsi hefur verið skilað inn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimiluð afnot af lóðinni til tveggja ára. Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsi er frestað þar til fullnægjandi teikningum af fyrirhuguðu húsi hefur verið skilað inn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 126. fundur - 10.05.2022
Kristján Phillips og Elín Guðmundsdóttir óska stöðuleyfi fyrir söluskúr að Garðarsbraut 20. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins í september þar sem þeim var veitt vilyrði fyrir lóðarafnotum. Nú liggja fyrir rissmyndir af fyrirhuguðu mannvirki.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir húsinu á lóðinni til loka maí 2024 að því gengnu að heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit og eldvarnareftirlit samþykki teikningar.