Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

106. fundur 28. september 2021 kl. 13:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ketill Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 9-11.
Smári Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 7-11.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 10.

Elliði Hreinsson frá Curio kom inná fundinn undir lið 3 í gegnum fjarfundabúnað.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluskúr að Garðarsbraut 20

Málsnúmer 202109133Vakta málsnúmer

Kristján Phillips og Elín Guðmundsdóttir óska eftir stöðuleyfi fyrir lítið hús á óráðstafaðri byggingarlóð að Garðarsbraut 20. Ætlunin er að starfrækja í aðstöðunni sölu á eldbökuðum pizzum úr húsi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimiluð afnot af lóðinni til tveggja ára. Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsi er frestað þar til fullnægjandi teikningum af fyrirhuguðu húsi hefur verið skilað inn.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu að Höfða 10

Málsnúmer 202109057Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 14. september fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um ósk Gullmola ehf um leyfi fyrir uppbyggingu tveggja lítilla húsa á Höfða 10. Annarsvegar var um að ræða matshluta 08 sem kaffiaðstöðu og hinsvegar matshluta 09 sem gistiskála. Ráðið samþykkti uppbyggingu matshluta 08 en hafnaði uppbyggingu matshluta 09 í ljósi fyrirliggjandi umsagnar eldvarnareftirlits og þess að húsið passaði illa innan lóðar. Nú liggur fyrir endurbættur uppdráttur af fyrirhuguðu húsi sem fellur betur að lóðinni. Gullmolar óska endurskoðunar á afstöðu til uppbyggingar matshluta 09. Elliði Hreinsson kynnti sjónarmið fyrirtækisins um fjarfund.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu á breyttu formi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Ekki er gert ráð fyrir fastri búsetu í húsinu.
Samþykkt með atkvæðum Benónýs, Eysteins, Hjálmari Boga og Nönnu Steinu.
Kristinn greiddi atkvæði á móti.

4.Synjun fiskistofu vegna beiðni Veiðifélags Laxár í Aðaldal, Veðiifélags Mýrarkvíslar og Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar.

Málsnúmer 202109063Vakta málsnúmer

Til kynningar er bréf frá Fiskistofu vegna netaveiði í sjó við Skjálfanda.
Lagt fram til kynningar.

5.Mögulegar framkvæmdir í vegagerð - skýrsla gerð af RHA

Málsnúmer 202109097Vakta málsnúmer

Til kynningar er skýrsla um mögulegar framkvæmdir í vegagerð á Norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar.

6.Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil

Málsnúmer 202109129Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð taki fyrir eftirfarandi erindi: Leið fyrir gangandi frá Stangarbakka niður í Búðarárgil.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að senda Orkuveitu Húsavíkur erindi þar sem farið er á leit við stjórn OH að endurnýja gönguleið frá Stangarbakka niður í Búðarárgil. Vegna fráveituframkvæmda árið 2014 var þáverandi gönguleið fjarlægð.

7.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps 2022

Málsnúmer 202109130Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að gjaldskrá um förgun sorps 2022.
Frestað til næsta fundar.

8.Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202109131Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur gjaldskrá um hunda- og kattahald í Norðurþingi 2022.
Frestað til næsta fundar.

9.Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022

Málsnúmer 202109132Vakta málsnúmer

Til upplýsinga eru forgangsverkefni í framkvæmdasjóð ferðamanna fyrir árið 2022
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamanna vegna uppbyggingar við Heimskautsgerðið, Yltjörn við Húsavík og Botnsvatns.

10.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Umræður um mögulega framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna.
Lagt fram til kynningar.

11.Óskað eftir mati á fasteignum við Lund í Öxarfirði

Málsnúmer 202003002Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi leggur til að fasteignir og aðrar eignir við Gamla-Lund í Öxarfirði, s.s. gamli skólinn, íþróttasalur og sundlaug verði metin og ástandsskoðuð. Mál áður samþykkt í mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.