Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

126. fundur 10. maí 2022 kl. 13:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Eiður og Bylgja óska bókað:
Í dag er innan við vika til kosninga og teljum við eðlilegt að nýtt fjölskylduráð muni taka við verkefninu haldi áfram með málið og finni nýju húsnæði undir frístund og félagsmiðstöð staðsetningu í samráði við hagaðila.

Birna og Arna Ýr óska bókað:
Fjölskylduráð hefur verið með húsnæðismál frístundar til umfjöllunar síðan 27. september 2021. Frá upphafi hefur legið fyrir hversu brýn þörfin er á stærra húsnæði fyrir öll börn í 1-4. bekk.
Niðurstaða starfshóps sem hefur fjallað um málið með aðkomu fagaðila taldi að félagsmiðstöð fyrir nemendur í 5.-10. bekk ætti samlegð með starfsemi frístundar og gæti nýtt húsnæðið eftir kl: 16:00 á daginn og um helgar.
Fjölskylduráð hefur haft til skoðunar mögulega staðsetningu nýrrar byggingar fyrir frístund og félagsmiðstöð. Meðal þess sem hefur verið skoðað er lóð við Framhaldsskólann á Húsavík, lóð við Miðgarð 4 (Tún) og suðurlóð við Borgarhólsskóla.
Á 122. fundi sveitarfstjórnar var lögð fram tillaga um að kanna kostnað við rífa og fjarlægja Tún, Miðgarð 4 til að byggja þar nýtt frístundarhús og félagasmiðstöð undir einu þaki. Tillagan var samþykkt samhljóða. Nú liggja fyrir upplýsingar um mögulegan kostnað við niðurrif á Túni.
Meirihluti fjölskylduráðs telur þá lóð vera ákjósalegasta fyrir staðsetningu nýs frístundarhúss, þar sem lóðin er í næsta nágrenni við skóla og íþróttahús og möguleikar til stækkunar eru fyrir hendi til lengri tíma litið. Með þessu er ekki verið að þrengja á neinn hátt að lóð Borgarhólsskóla, til stækkunar, leiks og náms, né stækkunarmöguleikum á íþróttahöll í takt við væntingar um jákvæða íbúaþróun á komandi árum.

Aldey óskar bókað:
Undanfarið hefur farið fram endurtekin umræða um stöðu frístundamála fyrir 1. - 4. bekk Borgarhólsskóla. Það hafa komið upp ýmsar hugmyndir og málið ekki þokast áfram eins hratt og undirrituð sá fyrir sér. Undirrituð telur mikilvægt að halda vinnunni áfram og ekki láta hana fara inn í sumarið þar sem hlutir gerast hægar og þá hætta á að ekki verði komist að niðurstöðu fyrr en eftir hálft ár. Vandi frístundar má ekki bíða. Undirrituð telur það ekki síðri kost að koma húsnæði frístundar á skólalóðina austan megin við Borgarhólsskóla með möguleika á tengibyggingu við Borgarhólsskóla. Hinsvegar ef við hugsum til framtíðar og veltum upp stækkunar möguleikum á starfseminni þá er Túns lóðin vel ásættanlegur kostur.

Aldey, Birna og Jóna Björg greiða atkvæði með Miðgarði 4, niðurrif á Túni.
Eiður og Bylgja greiða atkvæði á móti.
Meirihluti skipulags-og framkvæmdaráðs leggur til að skipulags-og byggingarfulltrúa verði falið að hefja skipulagsferli við að húsnæðið Tún verði rifið og byggt verði frístundahús á lóðinni í staðinn.

Samþykkt með atkvæðum Benónýs, Kristins og Guðmundar.
Eysteinn og Hjálmar Bogi greiða atkvæði á móti.

Eysteinn og Hjálmar Bogi óska bókað:
Í dag er innan við vika til kosninga og teljum við eðlilegt að nýtt fjölskylduráð muni taka við verkefninu haldi áfram með málið og finni nýju húsnæði undir frístund og félagsmiðstöð staðsetningu í samráði við hagaðila.

Benóný óskar bókað:
Á 122. fundi sveitarstjórnar var lögð fram tillaga um að kanna kostnað við rífa og fjarlægja Tún, Miðgarð 4 til að byggja þar nýtt frístundarhús og félagsmiðstöð. Tillagan var samþykkt samhljóða. Nú liggja fyrir upplýsingar um mögulegan kostnað við niðurrif á Túni. Meirihluti Skipulags-og framkvæmdaráðs telur þá lóð vera ákjósanlega fyrir staðsetningu nýs frístundarhúss, þar sem lóðin er í næsta nágrenni við skóla og íþróttahús og möguleikar til stækkunar eru fyrir hendi til lengri tíma litið. Með þessu er ekki verið að þrengja á neinn hátt að lóð Borgarhólsskóla, til stækkunar, leiks og náms, né stækkunarmöguleikum á íþróttahöll í takt við væntingar um jákvæða íbúaþróun á komandi árum

2.Beiðni um nýtingu á kjallara Bakkagötu 15 sem vinnuaðstöðu fyrir gallerí

Málsnúmer 202112095Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi á 117. fundi sínum 1. febrúar sl.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar að taka afstöðu til erindisins og óskar eftir úttekt slökkviliðsstjóra á brunavörnum í kjallara hússins.

Slökkviliðsstjóri hefur gert úttekt á kjallaranum og liggur nú fyrir ráðinu að taka afstöðu til málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu vegna annarra áforma um nýtingu á húsnæðinu.

3.Fjallalamb óskar eftir að taka kjallara á Bakkagötu 15 til leigu

Málsnúmer 202205006Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur beiðni frá Fjallalambi að leigja kjallara á Bakkagötu 15, Útskála.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

4.Hönnun skólalóðar við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202204029Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í heildstæða hönnun á lóð Borgarhólsskóla á árinu 2022, í tengslum við staðsetningu frístundarhúss, með það fyrir augum að hefja uppbyggingu árið 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja vinnu við heildstæða hönnun á lóð Borgarhólsskóla í samræmi við þá deiliskipulagsvinnu sem framundan er.

5.Íslandsmót í tímatöku og götuhjólreiðum sumarið 2022

Málsnúmer 202201020Vakta málsnúmer

Hjólreiðafélag Akureyrar óskar eftir leyfi Norðurþings til þess að halda hjólreiðakeppni í sveitarfélaginu.
Félagið óskar jafnframt eftir því að Norðurþing aðstoði við að koma upplýsingum um keppnina til íbúa á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið.

6.Hjólreiðastígar í landi Norðurþings - framhald.

Málsnúmer 202008133Vakta málsnúmer

Stjórn Hjólafélagsins 640 MTB óskar eftir að fá úthlutuðu svæði í Stöllunum undir æfingarsvæði fyrir hjólreiðar ásamt framkvæmdastyrk við gerð svæðisins.
Aðalgeir Sævar Óskarsson og Gunnólfur Sveinsson frá Hjólafélaginu 640 MTB, komu inn á fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Hjólafélaginu 640 MTB afnot af svæði í Stöllunum í Húsavíkurfjalli.
Ráðið vísar beiðni um fjárstyrk til byggðarráðs.

7.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Norðurþing hefur veitt Íslandsþara vilyrði fyrir lóð á fyllingu innan Norðurhafnar með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsbreyting. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að hafin verði vinna við tillögu að deiliskipulagsbreytingu svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar sem heimila myndi uppbyggingu Íslandsþara.

Guðmundur H. Halldórsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

8.Ósk um umsögn um rekstarleyfi vegna N1 Húsavík

Málsnúmer 202205017Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um leyfi til veitingasölu fyrir allt að 60 gesti úti og inni á lóðinni að Héðinsbraut 2. Forsvarsmaður veitingasölu væri Jón Viðar Stefánsson.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið.

9.Umsókn um lóð að Ásgarðsvegi 29 fyrir fjölbýlishús

Málsnúmer 202205021Vakta málsnúmer

Art-verk ehf óskar lóðar undir fjölbýlishús að Ásgarðsvegi 29. Meðfylgjandi erindi eru hugmyndir fyrirtækisins að uppbyggingu lóðarinnar þar sem fram kemur að breyta þarf byggingarreit lítillega til að koma fyrirhugaðri byggingu fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð lýsir sig reiðubúið til að vinna að skipulagsbreytingu sem heimila muni fyrirhugaða byggingu. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að Art-verki verði úthlutað lóðinni.

10.Umsókn um stöðuleyfi fyrir söluskúr að Garðarsbraut 20

Málsnúmer 202109133Vakta málsnúmer

Kristján Phillips og Elín Guðmundsdóttir óska stöðuleyfi fyrir söluskúr að Garðarsbraut 20. Erindið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins í september þar sem þeim var veitt vilyrði fyrir lóðarafnotum. Nú liggja fyrir rissmyndir af fyrirhuguðu mannvirki.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á stöðuleyfi fyrir húsinu á lóðinni til loka maí 2024 að því gengnu að heilbrigðiseftirlit, vinnueftirlit og eldvarnareftirlit samþykki teikningar.

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi í landi Kotasælu við Kaldbak

Málsnúmer 202205036Vakta málsnúmer

Benedikt Þorri Sigurjónsson og Elena Martínez Pérez, f.h. Gestahús cottages ehf, óska heimildar til að reisa íbúðarhús á lóð fyrirtækisins við Kaldbak. Fyrir liggja hugmyndir að fyrirhuguðu íbúðarhúsi sem unnar eru af Úti-Inni Arkitektum. Fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda Skógarkots, sem gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að byggingu hússins.

Fundi slitið - kl. 14:45.