Tillaga um endurvakningu á forvarnarhópi
Málsnúmer 202110123
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að forvarnarhópur ýmissa aðila sem áður var starfandi í sveitarfélaginu verði endurvakinn og hlutverk hópsins endurskilgreint í takt við tíðarandann. Sömuleiðis að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.
Það er mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstaka áherslu verður að leggja í forvarnir fyrir börn og ungmenni. Norðurþingi boði ólíka hagsmunaaðila að borðinu til samtals, s.s skóla, frístundastarf, heilsugæslu, lögreglu o.fl. sem kunna að sýna málaflokknum áhuga. Markmið er að allir þeir sem koma að hagsmunum barna og ungmenna eigi samtal um forvarnir í þeirra þágu. Starfsemi hóps sem þessa rímar vel við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem var samþykkt á síðastliðnu vorþingi. Málið var áður lagt fram í janúar árið 2019.
Það er mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstaka áherslu verður að leggja í forvarnir fyrir börn og ungmenni. Norðurþingi boði ólíka hagsmunaaðila að borðinu til samtals, s.s skóla, frístundastarf, heilsugæslu, lögreglu o.fl. sem kunna að sýna málaflokknum áhuga. Markmið er að allir þeir sem koma að hagsmunum barna og ungmenna eigi samtal um forvarnir í þeirra þágu. Starfsemi hóps sem þessa rímar vel við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem var samþykkt á síðastliðnu vorþingi. Málið var áður lagt fram í janúar árið 2019.
Fjölskylduráð - 108. fundur - 10.01.2022
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að forvarnarhópur ýmissa aðila sem áður var starfandi í sveitarfélaginu verði endurvakinn og hlutverk hópsins endurskilgreint í takt við tíðarandann. Sömuleiðis að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu. Það er mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstaka áherslu verður að leggja í forvarnir fyrir börn og ungmenni. Norðurþingi boði ólíka hagsmunaaðila að borðinu til samtals, s.s skóla, frístundastarf, heilsugæslu, lögreglu o.fl. sem kunna að sýna málaflokknum áhuga. Markmið er að allir þeir sem koma að hagsmunum barna og ungmenna eigi samtal um forvarnir í þeirra þágu. Starfsemi hóps sem þessa rímar vel við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem var samþykkt á síðastliðnu vorþingi.
Fjölskylduráð samþykkir tillöguna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að setja af stað samráðshóp um forvarnir í Norðurþingi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hjálmars.