Húsnæðissjálfseignastofnun á landsbyggðinni
Málsnúmer 202110006
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 374. fundur - 06.10.2021
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fóki. Óskað er eftir að sveitarstjórnir upplýsi sambandið um afstöðu sína fyrir lok október
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fóki. Óskað er eftir að sveitarstjórnir upplýsi sambandið um afstöðu sína fyrir lok október
Á 374. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Á 374. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Bergur, Benóný og Hjálmar.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur ekki illa í meðfylgjandi hugmynd en vill sjá frekari þróun á verkefninu áður en afstaða er tekin til þátttöku.
Undir afgreiðsluna taka Aldey, Benóný, Bergur, Birna, Helena, Hrund, Kristinn og Kristján Friðrik.
Hjálmar Bogi sat hjá.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur ekki illa í meðfylgjandi hugmynd en vill sjá frekari þróun á verkefninu áður en afstaða er tekin til þátttöku.
Undir afgreiðsluna taka Aldey, Benóný, Bergur, Birna, Helena, Hrund, Kristinn og Kristján Friðrik.
Hjálmar Bogi sat hjá.