Kauptilboð í Hafnastétt 17 - Verbúðir
Málsnúmer 202012096
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 348. fundur - 17.12.2020
Borist hefur kauptilboð í fasteignina Hafnarstétt 17, verbúð frá Steinsteypi ehf. Kauptilboðið er 80 milljónir og yrði greitt með afhendingu á fasteigninni Hafnarstétt 1.
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Byggðarráð Norðurþings - 350. fundur - 14.01.2021
Á 348. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað frá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte ehf. varðandi leiðréttingarskyldu á innskatti/virðisaukaskattskvöð sem áhvílandi er á Hafnastétt 1 sem og nýtt verðmat frá fasteignasölunni Eignaveri á Hafnarstétt 1.
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað frá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte ehf. varðandi leiðréttingarskyldu á innskatti/virðisaukaskattskvöð sem áhvílandi er á Hafnastétt 1 sem og nýtt verðmat frá fasteignasölunni Eignaveri á Hafnarstétt 1.
Meirihluti byggðarráðs felur sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grunni fyrra tilboðs að því gefnu að sveitarfélagið hafi heimild til að yfirtaka áhvílandi virðisaukaskattskvöð á Hafnarstétt 1.
Samþykkt með atkvæðum Kolbrúnar Ödu og Helenu.
Hafrún greiðir atkvæði á móti.
Undirrituð geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra að undirbúa gagntilboð á þessum grundvelli. Afstaða okkar byggir á því að okkur hugnast ekki að greitt verði fyrir Hafnarstétt 17 með afhendingu á Hafnarstétt 1. Okkar skoðun er sú að það hafi lítinn rekstrarlegan hag fyrir sveitarfélagið að selja Verbúðirnar og eiga þess í stað Hafnarstétt 1, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga húsnæði fyrir rekstur af þessu tagi.
Hafrún Olgeirsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.
Það er mat meirihluta byggðarráðs að minni áhætta fylgi því til framtíðar að eignast Hafnarstétt 1 heldur en áhættan sem fylgir því að eiga og standa fyrir afar kostnaðarsömum fyrirliggjandi endurbótum á Hafnarstétt 17 innan fárra missera. Því miður hefur ekki náðst ásættanleg samstaða um nýtingu Verbúðanna og því eðlilegt að sveitarfélagið selji eignina sjái það ekki hag sinn í að nýta húsnæðið sjálft til uppbyggingar þar sem eignin stendur í hjarta bæjarins. Nýting fasteignarinnar hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri og lítil eftirspurn eftir að leigja þar bil í því ástandi sem húsið er í dag. Það er mat undirritaðra að það sé eftirsóknarvert fyrir sveitarfélagið að fá nú einkaaðila til spennandi uppbyggingar Verðbúðanna í miðbæ Húsavíkur á þessum krefjandi tímum, sem til framtíðar litið mun bæta ásýnd og tækifæri til mögulegrar búsetu í bænum. Eignin að Hafnarstétt 1 er í afar góðu ásigkomulagi og stefnt skyldi að því að halda henni áfram í útleigu til áhugasamra rekstraraðila.
Benóný Valur Jakobsson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Samþykkt með atkvæðum Kolbrúnar Ödu og Helenu.
Hafrún greiðir atkvæði á móti.
Undirrituð geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra að undirbúa gagntilboð á þessum grundvelli. Afstaða okkar byggir á því að okkur hugnast ekki að greitt verði fyrir Hafnarstétt 17 með afhendingu á Hafnarstétt 1. Okkar skoðun er sú að það hafi lítinn rekstrarlegan hag fyrir sveitarfélagið að selja Verbúðirnar og eiga þess í stað Hafnarstétt 1, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga húsnæði fyrir rekstur af þessu tagi.
Hafrún Olgeirsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.
Það er mat meirihluta byggðarráðs að minni áhætta fylgi því til framtíðar að eignast Hafnarstétt 1 heldur en áhættan sem fylgir því að eiga og standa fyrir afar kostnaðarsömum fyrirliggjandi endurbótum á Hafnarstétt 17 innan fárra missera. Því miður hefur ekki náðst ásættanleg samstaða um nýtingu Verbúðanna og því eðlilegt að sveitarfélagið selji eignina sjái það ekki hag sinn í að nýta húsnæðið sjálft til uppbyggingar þar sem eignin stendur í hjarta bæjarins. Nýting fasteignarinnar hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri og lítil eftirspurn eftir að leigja þar bil í því ástandi sem húsið er í dag. Það er mat undirritaðra að það sé eftirsóknarvert fyrir sveitarfélagið að fá nú einkaaðila til spennandi uppbyggingar Verðbúðanna í miðbæ Húsavíkur á þessum krefjandi tímum, sem til framtíðar litið mun bæta ásýnd og tækifæri til mögulegrar búsetu í bænum. Eignin að Hafnarstétt 1 er í afar góðu ásigkomulagi og stefnt skyldi að því að halda henni áfram í útleigu til áhugasamra rekstraraðila.
Benóný Valur Jakobsson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021
Á 348. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Lagt er til að sveitarstjóri geri gagntilboð fyrir hönd sveitarfélagsins á þeim grunni að Hafnarstétt 17 verði seld í beinum skiptum fyrir eign Steinsteypis ehf. að Hafnarstétt 1 fyrir 80 mkr og án þess að sveitarfélagið takið við VSK leiðréttingarkvöð síðarnefndu eignarinnar. Jafnframt gerir sveitarfélagið kröfu um óheftan aðgang almennings um þak Hafnarstéttar 17 og í því ljósi tekur Norðurþing að sér að ganga frá umhverfi þaksins á verbúðunum að minnsta kosti til samræmis við núverandi útlit og ásýnd almenningsrýmsins á þakinu, að loknum framkvæmdum við ytra byrði Hafnarstéttar 17.
Tillagan er samþykkt af Helenu Eydísi og Kolbrúnu Ödu.
Hafrún greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ljóst er að makaskipti á jöfnu er umdeild tillaga sem undirritaður getur ekki samþykkt að svo stöddu. Í ljósi þessa er lagt til að málinu verði vísað til formlegrar umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillögunni er hafnað af Helenu Eydísi og Kolbrúnu Ödu.
Hafrún samþykkir tillöguna.
Tillagan er samþykkt af Helenu Eydísi og Kolbrúnu Ödu.
Hafrún greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ljóst er að makaskipti á jöfnu er umdeild tillaga sem undirritaður getur ekki samþykkt að svo stöddu. Í ljósi þessa er lagt til að málinu verði vísað til formlegrar umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillögunni er hafnað af Helenu Eydísi og Kolbrúnu Ödu.
Hafrún samþykkir tillöguna.
Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021
Borist hefur tilboð í fasteignina Hafnarstétt 17 fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags frá Pétri Stefánssyni ehf., Steinsteypi ehf. og Dimmuborgum ehf.
Arngrímur B. Jóhannsson kom á fund byggðarráðs undir þessum lið.
Byggðarráð hafnar tilboðinu og felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð hafnar tilboðinu og felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021
Sveitarstjóri lagði fram gagntilboð vegna sölu á Hafnarstétt 17 til samræmis við bókun á 373. fundi byggðarráðs.
Gagntilboðinu var beint að óstofnuðu hlutafélagi Péturs Stefánssonar ehf., Steinsteypis ehf. og Dimmuborga ehf.
Gagntilboðið gilti út mánudaginn 11. október en ekki bárust nein viðbrögð við því.
Gagntilboðinu var beint að óstofnuðu hlutafélagi Péturs Stefánssonar ehf., Steinsteypis ehf. og Dimmuborga ehf.
Gagntilboðið gilti út mánudaginn 11. október en ekki bárust nein viðbrögð við því.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021
Fyrir byggðarráði liggur kauptilboð frá óstofnuðu hlutafélagi í fasteignina Hafnarstétt 17 að fjárhæð 25.000.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði í Hafnarstétt 17 með atkvæðum Benónýs og Helenu.
Bergur Elías hafnar tilboðinu.
Benóný Valur óskar bókað;
Ég undirritaður samþykki þetta tilboð í Verbúðina þar sem ég tel það rétta leið til að koma eigninni í nýtingu og fá umsvif á þetta svæði í hjarta bæjarins.
Benóný Valur
Bergur Elías óskar bókað;
Eins og fram kemur í tilboðinu falla kvaðir á sveitarfélagið og má þá áætla að raunsöluverð eignarinnar að frádregnum kostnaði sveitarfélagsins séu rúmar 15 milljónir. Tel rétt að sveitarfélagið geri gagntilboð að upphæð 35 milljónir kr. án allra kvaða og kostnaðar fyrir sveitarfélagið.
Bergur Elías hafnar tilboðinu.
Benóný Valur óskar bókað;
Ég undirritaður samþykki þetta tilboð í Verbúðina þar sem ég tel það rétta leið til að koma eigninni í nýtingu og fá umsvif á þetta svæði í hjarta bæjarins.
Benóný Valur
Bergur Elías óskar bókað;
Eins og fram kemur í tilboðinu falla kvaðir á sveitarfélagið og má þá áætla að raunsöluverð eignarinnar að frádregnum kostnaði sveitarfélagsins séu rúmar 15 milljónir. Tel rétt að sveitarfélagið geri gagntilboð að upphæð 35 milljónir kr. án allra kvaða og kostnaðar fyrir sveitarfélagið.