Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.
1.Framúrskarandi fyrirtæki í Norðurþingi 2020
Málsnúmer 202101010Vakta málsnúmer
Creditinfo birti í lok árs 2020 lista sinn yfir framúrskarandi fyrirtæki, á listanum eru níu fyrirtæki í Norðurþingi. Byggðarráð býður fulltrúm þessara fyrirtækja á sinn fund til að fara yfir atvinnumál og stöðu fyrirtækjareksturs í sveitarfélaginu.
Framúrskarandi fyrirtæki í Norðuþingi eru;
Dodda ehf.
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.
Garðræktarfélag Reykhverfinga hf.
Hvalasafnið á Húsavík ses.
Saltvík ehf.
Sögin ehf.
Trésmiðjan Rein ehf.
Vinnuvélar Eyþórs ehf.
Önundur ehf.
Framúrskarandi fyrirtæki í Norðuþingi eru;
Dodda ehf.
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf.
Garðræktarfélag Reykhverfinga hf.
Hvalasafnið á Húsavík ses.
Saltvík ehf.
Sögin ehf.
Trésmiðjan Rein ehf.
Vinnuvélar Eyþórs ehf.
Önundur ehf.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um atvinnulíf í sveitarfélaginu. Byggðarráð óskar framangreindum fyrirtækjum til hamingju með góðan árangur og hvetur þau sem og önnur fyrirtæki til dáða.
Gestir á fundinum voru:
Frá Söginni ehf. Gunnlaugur Stefánsson
Frá Saltvík ehf. Bjarni Páll Vilhjálmsson
Frá Vinnuvélum Eyþórs ehf. Björn Hólmgeirsson
Frá Önundi ehf. Freyja Önundardóttir
Frá Trésmiðjunni Rein ehf. Sigmar Stefánsson
Frá Garðræktarfélagi Reykhverfinga hf. Páll Ólafsson
Frá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. Rúnar Óskarsson og Hulda Jóna Jónasdóttir
Gestir á fundinum voru:
Frá Söginni ehf. Gunnlaugur Stefánsson
Frá Saltvík ehf. Bjarni Páll Vilhjálmsson
Frá Vinnuvélum Eyþórs ehf. Björn Hólmgeirsson
Frá Önundi ehf. Freyja Önundardóttir
Frá Trésmiðjunni Rein ehf. Sigmar Stefánsson
Frá Garðræktarfélagi Reykhverfinga hf. Páll Ólafsson
Frá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. Rúnar Óskarsson og Hulda Jóna Jónasdóttir
2.Frumkvöðlasetur - hús nýsköpunar, menntunar og atvinnulífs á Húsavík
Málsnúmer 202009027Vakta málsnúmer
Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska kemur á fund byggðarráðs og gerir grein fyrir sjónarmiðum Norðlenska varðandi uppbyggingu Hraðsins í húsnæði félagsins að Garðarsbraut 14.
Byggðarráð þakkar Ágústi Torfa fyrir komuna á fundinn og greinargóða yfirferð um niðurstöðu málsins og stöðu fyrirtækisins.
3.Endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. um brunavarnir á Bakka
Málsnúmer 202010193Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að endurnýjun á samningi Slökkviliðs Norðurþings og PCC BakkiSilcon hf. um brunavarnir á Bakka.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju samkomulagi við PCC BakkiSilicon hf um þjónustusamning um brunavarnir. Byggir samningurinn á fyrri samningi milli aðila með áorðnum breytingum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum við forsvarsmenn PCC BakkiSilicon hf og leggja undirritaðan samning fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
4.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2021
Málsnúmer 202101044Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling.
Byggðarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignasköttum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
5.Kauptilboð í Hafnarstétt 17 - Verbúðir
Málsnúmer 202012096Vakta málsnúmer
Á 348. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað frá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte ehf. varðandi leiðréttingarskyldu á innskatti/virðisaukaskattskvöð sem áhvílandi er á Hafnastétt 1 sem og nýtt verðmat frá fasteignasölunni Eignaveri á Hafnarstétt 1.
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað frá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte ehf. varðandi leiðréttingarskyldu á innskatti/virðisaukaskattskvöð sem áhvílandi er á Hafnastétt 1 sem og nýtt verðmat frá fasteignasölunni Eignaveri á Hafnarstétt 1.
Meirihluti byggðarráðs felur sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grunni fyrra tilboðs að því gefnu að sveitarfélagið hafi heimild til að yfirtaka áhvílandi virðisaukaskattskvöð á Hafnarstétt 1.
Samþykkt með atkvæðum Kolbrúnar Ödu og Helenu.
Hafrún greiðir atkvæði á móti.
Undirrituð geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra að undirbúa gagntilboð á þessum grundvelli. Afstaða okkar byggir á því að okkur hugnast ekki að greitt verði fyrir Hafnarstétt 17 með afhendingu á Hafnarstétt 1. Okkar skoðun er sú að það hafi lítinn rekstrarlegan hag fyrir sveitarfélagið að selja Verbúðirnar og eiga þess í stað Hafnarstétt 1, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga húsnæði fyrir rekstur af þessu tagi.
Hafrún Olgeirsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.
Það er mat meirihluta byggðarráðs að minni áhætta fylgi því til framtíðar að eignast Hafnarstétt 1 heldur en áhættan sem fylgir því að eiga og standa fyrir afar kostnaðarsömum fyrirliggjandi endurbótum á Hafnarstétt 17 innan fárra missera. Því miður hefur ekki náðst ásættanleg samstaða um nýtingu Verbúðanna og því eðlilegt að sveitarfélagið selji eignina sjái það ekki hag sinn í að nýta húsnæðið sjálft til uppbyggingar þar sem eignin stendur í hjarta bæjarins. Nýting fasteignarinnar hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri og lítil eftirspurn eftir að leigja þar bil í því ástandi sem húsið er í dag. Það er mat undirritaðra að það sé eftirsóknarvert fyrir sveitarfélagið að fá nú einkaaðila til spennandi uppbyggingar Verðbúðanna í miðbæ Húsavíkur á þessum krefjandi tímum, sem til framtíðar litið mun bæta ásýnd og tækifæri til mögulegrar búsetu í bænum. Eignin að Hafnarstétt 1 er í afar góðu ásigkomulagi og stefnt skyldi að því að halda henni áfram í útleigu til áhugasamra rekstraraðila.
Benóný Valur Jakobsson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Samþykkt með atkvæðum Kolbrúnar Ödu og Helenu.
Hafrún greiðir atkvæði á móti.
Undirrituð geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra að undirbúa gagntilboð á þessum grundvelli. Afstaða okkar byggir á því að okkur hugnast ekki að greitt verði fyrir Hafnarstétt 17 með afhendingu á Hafnarstétt 1. Okkar skoðun er sú að það hafi lítinn rekstrarlegan hag fyrir sveitarfélagið að selja Verbúðirnar og eiga þess í stað Hafnarstétt 1, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga húsnæði fyrir rekstur af þessu tagi.
Hafrún Olgeirsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.
Það er mat meirihluta byggðarráðs að minni áhætta fylgi því til framtíðar að eignast Hafnarstétt 1 heldur en áhættan sem fylgir því að eiga og standa fyrir afar kostnaðarsömum fyrirliggjandi endurbótum á Hafnarstétt 17 innan fárra missera. Því miður hefur ekki náðst ásættanleg samstaða um nýtingu Verbúðanna og því eðlilegt að sveitarfélagið selji eignina sjái það ekki hag sinn í að nýta húsnæðið sjálft til uppbyggingar þar sem eignin stendur í hjarta bæjarins. Nýting fasteignarinnar hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri og lítil eftirspurn eftir að leigja þar bil í því ástandi sem húsið er í dag. Það er mat undirritaðra að það sé eftirsóknarvert fyrir sveitarfélagið að fá nú einkaaðila til spennandi uppbyggingar Verðbúðanna í miðbæ Húsavíkur á þessum krefjandi tímum, sem til framtíðar litið mun bæta ásýnd og tækifæri til mögulegrar búsetu í bænum. Eignin að Hafnarstétt 1 er í afar góðu ásigkomulagi og stefnt skyldi að því að halda henni áfram í útleigu til áhugasamra rekstraraðila.
Benóný Valur Jakobsson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
6.Kauptilboð í Lindarholt 8, Raufarhöfn
Málsnúmer 202101008Vakta málsnúmer
Borist hefur tilboð í fasteignina Lindarholt 8, Raufarhöfn frá Signýju Marie Viktoríudóttur að fjárhæð 8.000.000 króna.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð í Lindarholt 8 á grundvelli nýs verðmats á eigninni.
Undirritaður leggur til að þróun sölu fasteigna á Raufarhöfn verði skoðuð.
Hjálmar Bogi Hafliðason
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að taka saman minnisblað um málið.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður telur skynsamlegt að málinu hefði verið frestað.
Undirritaður leggur til að þróun sölu fasteigna á Raufarhöfn verði skoðuð.
Hjálmar Bogi Hafliðason
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að taka saman minnisblað um málið.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður telur skynsamlegt að málinu hefði verið frestað.
7.Breytingar hjá Strætó á landsbyggðinni 1. janúar 2021
Málsnúmer 202101030Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. þar sem vakin er athygli á breytingum á akstri Strætó bs. milli Akureyrar og Húsavíkur sem tóku gildi 1. janúar 2021.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna fyrir sveitarstjórnarfund.
8.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020
Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aukaþings SSNE frá 11. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir framkvæmdastjórnar HNÞ bs 2020
Málsnúmer 202005121Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 23. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyings bs. frá 7. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:20.