Fara í efni

Endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. um brunavarnir á Bakka

Málsnúmer 202010193

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu á samtali aðila um endurnýjun samstarfssamningsins um brunavarnir.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram lokadrög að samstarfssamningi eins fljótt og verða má. Upplegg nýs samnings byggir á grunni þess eldri.

Byggðarráð Norðurþings - 350. fundur - 14.01.2021

Fyrir byggðarráði liggja drög að endurnýjun á samningi Slökkviliðs Norðurþings og PCC BakkiSilcon hf. um brunavarnir á Bakka.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju samkomulagi við PCC BakkiSilicon hf um þjónustusamning um brunavarnir. Byggir samningurinn á fyrri samningi milli aðila með áorðnum breytingum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum við forsvarsmenn PCC BakkiSilicon hf og leggja undirritaðan samning fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.


Byggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021

Fyrir byggðarráði liggja drög að viðauka við upphaflegan samning milli PCC BakkiSilicon um samstarf Slökkviliðs Norðurþings og félagsins frá 2017. Þessi drög að viðauka koma í stað fyrirhugaðs nýs samnings milli aðila sem byggðarráð var búin að fjalla um í lok árs 2020, en nú er gert ráð fyrir því að upphaflegur samningur haldi gildi sínu en við hann bætist tilgreindur viðauki.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðauka við samning um brunavarnir við PCC BakkiSilicon hf. og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 111. fundur - 16.03.2021

Á 354. byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðauka við samning um brunavarnir við PCC BakkiSilicon hf. og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Hjálmar og Helena.

Samþykkt samhljóða.