Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Staða atvinnulífs í Norðurþingi
Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer
Byggðarráð býður fulltrúa frá Þingiðn, þá Jónas Kristjánsson formann og Aðalstein Árna Baldursson framkvæmdastjóra stéttarfélaganna í Þingeyarsýslu til fundarins að ræða stöðu atvinnumála á svæðinu út frá sjónarhorni félags iðnaðarmanna.
Byggðarráð þakkar þeim Aðalsteini Árna og Jónasi fyrir komuna og gagnlegar umræður um stöðuna í iðngreinum á svæðinu.
2.Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings 2020
Málsnúmer 202102096Vakta málsnúmer
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri Norðurþings kemur á fund byggðarráðs og fer yfír ársskýrslu Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2020.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir komuna og yfirferð ársskýrslunnar.
3.Endurupptaka beiðnar Bjarkarkots ehf. um endurgreiðslu sorphirðugjalda fyrir árin 2018 og 2019
Málsnúmer 202101149Vakta málsnúmer
Á 353. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað;
Nú liggur fyrir niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í máli sem barst nefndinni 10. júlí 2020, þar sem Bjarkarkot ehf kærði ákvörðun byggðarráðs Norðurþings frá 11. júní 2020 um að synja - endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda - sem lögð voru á eigendur fasteignarinnar Garðarsbrautar 12 á Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.
Að athuguðu máli fellst byggðarráð á þau sjónarmið sem dregin eru fram í úrskurði nefndarinnar um niðurfellingu fyrri ákvörðunar byggðarráðs um synjun og felur byggðarráð sveitarstjóra að taka saman uppfærða greinargerð með máli Bjarkarkots, það verði skoðað sérstaklega að nýju og það endurmetið í byggðarráði m.t.t. endurgreiðslu til samræmis við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Nú liggur fyrir niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í máli sem barst nefndinni 10. júlí 2020, þar sem Bjarkarkot ehf kærði ákvörðun byggðarráðs Norðurþings frá 11. júní 2020 um að synja - endurgreiðslu og niðurfellingu sorphirðugjalda - sem lögð voru á eigendur fasteignarinnar Garðarsbrautar 12 á Húsavík, árin 2018, 2019 og 2020.
Að athuguðu máli fellst byggðarráð á þau sjónarmið sem dregin eru fram í úrskurði nefndarinnar um niðurfellingu fyrri ákvörðunar byggðarráðs um synjun og felur byggðarráð sveitarstjóra að taka saman uppfærða greinargerð með máli Bjarkarkots, það verði skoðað sérstaklega að nýju og það endurmetið í byggðarráði m.t.t. endurgreiðslu til samræmis við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar.
Byggðarráð felst á að endurgreiða eigendum Bjarkarkots ehf. sorphirðugjöld vegna áranna 2018 og 2019 í samræmi við niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í ljósi þess að sýnt þótti að sorphirðuþjónusta hafði ekki verið veitt. Sveitarstjóra er falið að ganga frá endurgreiðslunni.
Sveitarfélagið hefur tekið málið til skoðunar með almennum hætti og samþykkti á sveitarstjórnarfundi þann 16. febrúar sl. verklagsreglur um umsóknir vegna niðurfellingar sorphirðugjalda þar sem tilgreindar eru forsendur fyrir niðurfellingu þeirra.
Sveitarfélagið hefur tekið málið til skoðunar með almennum hætti og samþykkti á sveitarstjórnarfundi þann 16. febrúar sl. verklagsreglur um umsóknir vegna niðurfellingar sorphirðugjalda þar sem tilgreindar eru forsendur fyrir niðurfellingu þeirra.
4.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða
Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer
Á 110. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var bókað;
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað samstarf við Landsvirkjun, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytið til samræmis við fyrirliggjandi gögn og fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi þar um f.h. Norðurþings. Jafnframt sé sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 innan málaflokksins atvinnumál (13) þar sem gerð er grein fyrir þeim fjármunum, alls 5.000.000,-kr sem ráðgert er að sveitarfélagið leggi til inn í verkefnið.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Norðurþings fagnar því að nú sé að hefjast samstarfsverkefni meðal Íslandsstofu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landsvirkjunar og Norðurþings um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða. Meginmarkmið verkefnisins er að að rýna þau tækifæri sem grænir iðngarðar geta skapað til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til atvinnuuppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna sem þessara einfaldari og skilvirkari. Í verkefninu verður horft annars vegar til almennrar samkeppnishæfni Íslands fyrir græna iðngarða og hins vegar verður byggt á skilyrðum og aðstæðum á Bakka við Húsavík sem verkefnis til viðmiðunar af þessu tagi hér á landi
Það er sérstakt fagnaðarefni að iðnaðarsvæðið á Bakka verði notað sem raundæmi í þessu verkefni í ljósi fjárfestinga í innviðum í tengslum við Bakka sem þegar hefur verið lagt út í. Áframhaldandi uppbygging á Bakka, með skýra sýn á að það byggist upp starfsemi með grænum áherslum og betri nýtingu auðlinda, treystir stoðir atvinnu- og mannlífs á Norðurlandi eystra enn frekar og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu.
Niðurstöðu af verkefninu er að vænta í júlí og er útlagður kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 5.000.000 kr. en útlagður kostnaður samstarfssaðilanna er áætlaður samtals 30.000.000 kr.
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað samstarf við Landsvirkjun, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytið til samræmis við fyrirliggjandi gögn og fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi þar um f.h. Norðurþings. Jafnframt sé sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 innan málaflokksins atvinnumál (13) þar sem gerð er grein fyrir þeim fjármunum, alls 5.000.000,-kr sem ráðgert er að sveitarfélagið leggi til inn í verkefnið.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Norðurþings fagnar því að nú sé að hefjast samstarfsverkefni meðal Íslandsstofu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landsvirkjunar og Norðurþings um tækifæri Íslands og aðgerðir til að efla samkeppnishæfni Íslands á sviði vistvænna iðngarða. Meginmarkmið verkefnisins er að að rýna þau tækifæri sem grænir iðngarðar geta skapað til að auka aðdráttarafl Íslands og einstakra svæða til atvinnuuppbyggingar og gera ferla fjárfestingaverkefna sem þessara einfaldari og skilvirkari. Í verkefninu verður horft annars vegar til almennrar samkeppnishæfni Íslands fyrir græna iðngarða og hins vegar verður byggt á skilyrðum og aðstæðum á Bakka við Húsavík sem verkefnis til viðmiðunar af þessu tagi hér á landi
Það er sérstakt fagnaðarefni að iðnaðarsvæðið á Bakka verði notað sem raundæmi í þessu verkefni í ljósi fjárfestinga í innviðum í tengslum við Bakka sem þegar hefur verið lagt út í. Áframhaldandi uppbygging á Bakka, með skýra sýn á að það byggist upp starfsemi með grænum áherslum og betri nýtingu auðlinda, treystir stoðir atvinnu- og mannlífs á Norðurlandi eystra enn frekar og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu.
Niðurstöðu af verkefninu er að vænta í júlí og er útlagður kostnaður sveitarfélagsins áætlaður 5.000.000 kr. en útlagður kostnaður samstarfssaðilanna er áætlaður samtals 30.000.000 kr.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita meðfylgjandi samningsdrög fyrir hönd sveitarfélagsins.
5.Samstarfssamningur um starfrækslu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa frá júní 2005
Málsnúmer 202102065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umræðu samstarfssamningur um starfrækslu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa frá júní 2005 og nauðsynlegar breytingar á honum sem þarf að gera. Samningurinn var upphaflega milli 10 sveitarfélaga en í dag standa fjögur eftir sem aðilar samningsins þ.e. Norðurþing, Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og Tjörneshreppur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að endurskoða samstarfið við þau sveitarfélög sem eftir standa og ganga frá uppgjöri gagnvart þeim.
6.Endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf. um brunavarnir á Bakka
Málsnúmer 202010193Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að viðauka við upphaflegan samning milli PCC BakkiSilicon um samstarf Slökkviliðs Norðurþings og félagsins frá 2017. Þessi drög að viðauka koma í stað fyrirhugaðs nýs samnings milli aðila sem byggðarráð var búin að fjalla um í lok árs 2020, en nú er gert ráð fyrir því að upphaflegur samningur haldi gildi sínu en við hann bætist tilgreindur viðauki.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðauka við samning um brunavarnir við PCC BakkiSilicon hf. og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Samkomulag um afgjald vegna vatnsnotkunar í fiskeldi Rifóss á Röndinni
Málsnúmer 202102058Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri gerir grein fyrir vinnu við samningsdrög við Fiskeldi Austfjarða um afgjald vatnsnotkunar fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi um afgjald vegna vatnsnotkunar á Röndinni og leggja fyrir byggðarráð.
8.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins að fjölgun sumarstarfa á austursvæði Norðurþings
Málsnúmer 202102136Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá þeim Charlottu Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs og Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, verkefnisstjóra atvinnu- og samfélagsmála á Raufarhöfn þar sem óskað eftir samþykki byggðarráðs fyrir því að sækja um ráðningarstyrki til Vinnumálastofnunar í nafni sveitarfélagsins með það að markmiði að fjölga sumarstörfum á austursvæði Norðurþings.
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir erindið og fagnar frumkvæðinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt öðrum úrræðum Vinnumálastofnunar þar sem sambærilegar beiðnir hafa komið frá nokkrum sviðum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
9.Rekstur Norðurþings 2020
Málsnúmer 202002108Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir rekstur málaflokka sveitarfélagsins á árinu 2020 og samantekt á útsvarstekjum fyrstu tvo mánuði ársins 2021.
Lagt fram til kynningar.
10.Ráðgjafakostnaður Norðurþings 2018, 2019 og 2020
Málsnúmer 202102142Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu;
Undirritaður óskar eftir að allur ráðgjafarkostnaður sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verði tekinn saman og borinn saman við árin 2018 og 2019. Niðurstöður verði birtar á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð:
Í þessu felst að taka saman allan kostnað vegna ráðgjafar og verkefni sem aðrir en starfsfólk sveitarfélagsins inna af hendi.
Undirritaður óskar eftir að allur ráðgjafarkostnaður sveitarfélagsins fyrir árið 2020 verði tekinn saman og borinn saman við árin 2018 og 2019. Niðurstöður verði birtar á næsta fundi ráðsins.
Greinargerð:
Í þessu felst að taka saman allan kostnað vegna ráðgjafar og verkefni sem aðrir en starfsfólk sveitarfélagsins inna af hendi.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að taka saman gögnin.
11.Fundarboð til aukahluthafafundar í Skúlagarði, fasteignafélags ehf.
Málsnúmer 202102095Vakta málsnúmer
Boðað er til aukahluthafafundar í Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. þriðjudaginn 2. mars kl. 17:00. Eitt mál er til umræðu en það er tillaga stjórnar um að fasteignir félagsins ásamt innbúi verði settar í sölumeðferð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
12.Fundargerðir stjórnar DA 2021
Málsnúmer 202102144Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 26. janúar sl.
Byggðarráð bendir á að fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins hafa ekki birst á vef heimilisins frá árinu 2019.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Málsnúmer 202102130Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 44. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 29. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
14.Úrbætur á innviðum eftir fárviðrið í desember 2019 - eftirfylgniskýrsla birt
Málsnúmer 202102143Vakta málsnúmer
Á ríkisstjórnarfundi þann 19. febrúar sl. var farið yfir stöðuna á átaki um úrbætur á innviðum eftir fárviðrið í desember 2019, en eitt ár er nú síðan að átakið var kynnt.
Verkís hefur fylgt aðgerðum eftir og unnið eftirfylgniskýrslu, þar sem hægt er að sjá lýsingu á stöðu aðgerða eftir landshlutum og tegund innviða.
Verkís hefur fylgt aðgerðum eftir og unnið eftirfylgniskýrslu, þar sem hægt er að sjá lýsingu á stöðu aðgerða eftir landshlutum og tegund innviða.
Lagt fram til kynningar.
15.Stjórnarráðið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102138Vakta málsnúmer
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög(kosningaaldur), 188. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
16.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
17.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202101103Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140.mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:20.