Samstarfssamningur um starfrækslu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa frá júní 2005
Málsnúmer 202102065
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021
Fyrir byggðarráði liggur til umræðu samstarfssamningur um starfrækslu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa frá júní 2005 og nauðsynlegar breytingar á honum sem þarf að gera. Samningurinn var upphaflega milli 10 sveitarfélaga en í dag standa fjögur eftir sem aðilar samningsins þ.e. Norðurþing, Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og Tjörneshreppur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að endurskoða samstarfið við þau sveitarfélög sem eftir standa og ganga frá uppgjöri gagnvart þeim.