Staða atvinnulífs í Norðurþingi
Málsnúmer 202011015
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020
Ágúst Torfi Hauksson mætir til fundarins og ræðir stöðu Norðlenska og landbúnaðarins á svæðinu, m.a. í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem covid-faraldurinn hefur leitt til.
Byggðarráð þakkar Ágústi Torfa fyrir komuna á fundinn og fyrir gagnlegar umræður. Byggðarráð mun halda áfram á komandi mánuðum að funda með fulltrúum úr atvinnulífinu.
Byggðarráð Norðurþings - 349. fundur - 07.01.2021
Gunnar Gíslason framkvæmdastjóri GPG Seafood ehf. kemur á fund byggðarráðs og ræðir stöðu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Sömuleiðis fer sveitarstjóri yfir stöðu ýmissa verkefna sem verið hafa í farvatninu undanfarna mánuði og tengjast atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar Gunnari fyrir komuna og gagnlegar umræður.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála sem tengjast atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála sem tengjast atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021
Hinrik Wohler framkvæmdastjóri Húsavíkurstofu, Heiðar Hrafn Halldórsson og Daniel Annisius koma á fund byggðarráðs og fara yfir stöðuna og horfur hjá ferðaþjónustfyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar Hinriki, Heiðari og Daniel fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður.
Byggðarráð Norðurþings - 353. fundur - 11.02.2021
Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon hf. kemur á fund byggðarráðs og fer yfir stöðu fyrirtækisins og framtíðarsýn. Undir þessum lið gerir sveitarstjóri sömuleiðis grein fyrir stöðu mála er varðar samstarf sveitarfélagsins, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um greiningu tækifæra til þróunar grænna iðngarða á Íslandi, m.a. á Bakka.
PCC BakkiSilicon hf er eitt af þeim fyrirtækjum sem saman mynda hryggjarstykkið í atvinnulífi sveitarfélagsins. Byggðarráð þakkar Rúnari Sigurpálssyni fyrir góða yfirferð og upplýsingagjöf um stöðu fyrirtækisins og óskar honum og starfsmönnum þess góðs gengis við að koma starfseminni aftur af stað nú á næstu vikum og mánuðum. Samstarfssamningur Norðurþings, Landsvirkjunar, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytisins sem sveitarstjóri kynnti stuttlega undir þessum lið verður lagður fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu í næstu viku.
Byggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021
Byggðarráð býður fulltrúa frá Þingiðn, þá Jónas Kristjánsson formann og Aðalstein Árna Baldursson framkvæmdastjóra stéttarfélaganna í Þingeyarsýslu til fundarins að ræða stöðu atvinnumála á svæðinu út frá sjónarhorni félags iðnaðarmanna.
Byggðarráð þakkar þeim Aðalsteini Árna og Jónasi fyrir komuna og gagnlegar umræður um stöðuna í iðngreinum á svæðinu.
Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022
Á fund byggðarráðs kemur Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon hf. til að ræða stöðu reksturs verksmiðju PCC á Bakka og framtíðarsýn.
Byggðarráð þakkar Rúnari fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um stöðu PCC BakkiSilicon hf. og framtíðarsýn fyrirtækisins.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með gott gengi PCC frá því að starfsemi fór af stað á nýjan leik og mun áfram eiga í samstarfi við fyrirtækið um þróun og uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með gott gengi PCC frá því að starfsemi fór af stað á nýjan leik og mun áfram eiga í samstarfi við fyrirtækið um þróun og uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka.