Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

383. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:30 - 11:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1 sátu frá hverfisráði Raufarhafnar, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, Formaður, Guðný Hrund Karlsdóttir og Elva Björk Óskarsdóttir. Einnig sat fundinn undir þessum lið Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar á Raufarhöfn.

Undir lið 2 sat fundinn Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon hf.

1.Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Til fundar við byggðarráð kemur hverfisráð Raufarhafnar til að ræða framtíð SR lóðarinnar m.a. vegna erindis frá hverfisráðinu varðandi lýsistanka á lóðinni sem tekið var fyrir á 382. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um framtíð SR lóðarinnar. Byggðarráð mun halda áfram samtalinu við hverfisráðið eftir því sem samningaviðræðum vindur fram.

2.Staða atvinnulífs í Norðurþingi

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC BakkiSilicon hf. til að ræða stöðu reksturs verksmiðju PCC á Bakka og framtíðarsýn.
Byggðarráð þakkar Rúnari fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um stöðu PCC BakkiSilicon hf. og framtíðarsýn fyrirtækisins.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með gott gengi PCC frá því að starfsemi fór af stað á nýjan leik og mun áfram eiga í samstarfi við fyrirtækið um þróun og uppbyggingu grænna iðngarða á Bakka.

3.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskiveiðiárið 2021/2022

Málsnúmer 202112094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi úthlutun byggðarkvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2021/2022.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samsvarandi breytingum og undanfarin ár sem eru eftirfarandi;

Norðurþing (breyting á viðmiðun um úthlutun, afmörkun landaðs afla, vinnsluskylda innan sveitarfélags).
Ákvæði reglugerðar nr. 728/2020 gilda um úthlutun byggðakvóta Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi breytingum:
a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem upp- fylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í ein- stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.
b)
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli sem landað er í sveitarfélagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá
1.september 2020 til 31. ágúst 2021.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum óskum á framfæri við ráðuneytið.

4.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur ársins 2021 og samanburður raunskatttekna við útkomuspá 2021.
Einnig liggur fyrir rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Dómsuppsaga í Ássandsmáli

Málsnúmer 201912013Vakta málsnúmer

Á 382. fundi byggðarráðs þann 16. desember 2021 var kynnt dómsuppsaga í Ássandsmálinu.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra, að fara yfir mögulegt framhald málsins í samráði við aðra landeigendur.

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá staðgengli sveitarstjóra eftir fund hans með lögfræðingi sveitarfélagins.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og tekur málið aftur til umfjöllunar þegar afstaða stjórnar Orkuveitunnar liggur fyrir.

6.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.

Málsnúmer 202105115Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskaði, með bréfi dagsettu 7. maí 2021, eftir upplýsingum varðandi gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjalds.
Erindinu var svarað í júlí og upplýst að vinnan við útreikninga vatnsgjaldsins yrði kláruð meðfram fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.

Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfi vegna erindisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi.

7.Umræða um stöðu atvinnumála

Málsnúmer 202111111Vakta málsnúmer

Á 382. fundi byggðarráðs þann 16. desember 2021 var tekin fyrir tillag Bergs Elíasar Ágústssonar um að teknar yrðu saman grunnupplýsingar yfir þá aðila sem lýst hafa yfir áhuga á atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi og þau gögn lögð fyrir byggðarráð Norðurþings sem fer með atvinnumál, á næsta fundi ráðsins.

Fyrir byggðarráði liggja nú fyrstu drög að yfirliti yfir þá aðila sem sveitarstjóri hefur átt samtal við undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.

8.Úttekt á Slökkviliði Norðurþings

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Á 374. fundi byggðarráðs var tekin fyrir skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar vegna úttektar á Slökkviliði Norðurþings 2021.

Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á kostnað við þau atriði sem HMS hefur metið að þarfnist úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fyrir ráðið að nýju.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tryggja að bætt verði úr eftirfarandi: brunavarnaáætlun verði birt á vef sveitarfélagsins, brunaeftirlitsáætlun lögð fram fyrir 2021 og 2022, komið verði á skipulegum æfingum Slökkviliðs Norðurþings á ný, sem og heilsufarsskoðun liðsins.
Lagt fram til kynningar.

9.Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings 2021

Málsnúmer 202112057Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Samningur Langanesbyggðar og Norðurþings um þjónustu byggingafulltrúa

Málsnúmer 202201013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi milli Norðurþings og Langanesbyggðar um kaup Langanesbyggðar á þjónustu skipulags- og byggingafulltrúa Norðurþings. Samingurinn hefur verið samþykktur af sveitarstjórn Langanesbyggðar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að bjóða Tjörneshreppi og Svalbarðshreppi upp á samskonar samning vegna þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa.

11.Kauptilboð í fasteignina Vallholtsveg 10

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Borist hefur kauptilboð í eignina Vallholtsveg 10 á Húsavík frá Svölu Jónsdóttur löggiltum fasteignasala hjá Fasteignasölu Akureyrar fyrir hönd Ugga fiskverkun ehf. Kauptilboðið hljóðar upp á 27 milljónir og gildir til 31. janúar 2022.

Eignin var seld á 382. fundi byggðarráðs og er því ekki lengur í eigu sveitarfélagsins, fulltrúi tilboðsgjafa hefur verið upplýstur um það.
Í ágúst 2016 var tekin ákvörðun um að setja fasteignina að Vallholtsvegi 10 í söluferli. Í kjölfarið var eignin auglýst og fóru af stað viðræður við Val ehf. um kaup á eigninni sem ekki varð af. Í mars síðastliðinn barst tilboð í eignina sem var hafnað en byggðarráð lýsti sig tilbúið til viðræðna um uppbyggingu á lóðinni.
Í nóvember barst nýtt tilboð í eignina sem meirihluti byggðarráðs samþykkti eftir að hafa fundað með tilboðsgjafa. Í kjölfar þess að tilboði er tekið og málið fullnustað með afgreiðslu byggðarráðs í desember sl., berst sveitarfélaginu það tilboð sem hér er kynnt. Í ljósi ferils málsins og afgreiðslu þess er byggðarráði ekki stætt á að taka afstöðu til umrædds tilboðs, í eign sem nú þegar er seld.

12.Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur framkvæmdarstjóra N4 þar sem óskað er eftir þátttöku Norðurþings í samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélögum um aukinn sýnileika með stöðugri umfjöllun á faglegan og áhugaverðan hátt frá svæðinu m.a. með þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleira.
Byggðarráð sér sér ekki fært að taka þátt í samstarfinu að þessu sinni.

13.Aukafundur hluthafa Greiðrar leiðar ehf. 2021

Málsnúmer 202112107Vakta málsnúmer

Þann 29. desember 2021 var boðað til aukafundar hluthafa í Greiðri leið, sveitarstjóri sat fundinn fyrir hönd Norðurþings.
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð fundarins.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 32. fundar stjórnar SSNE frá 8. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

15.Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsnúmer 202201017Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar vegna áforma um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Umsagnarfrestur vegna málsins er til 14. janúar 2022.


Byggðarráð fjallar nánar um málið á næsta fundi sínum.

Fundi slitið - kl. 11:10.