Kauptilboð í fasteignina Vallholtsveg 10
Málsnúmer 202201014
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022
Borist hefur kauptilboð í eignina Vallholtsveg 10 á Húsavík frá Svölu Jónsdóttur löggiltum fasteignasala hjá Fasteignasölu Akureyrar fyrir hönd Ugga fiskverkun ehf. Kauptilboðið hljóðar upp á 27 milljónir og gildir til 31. janúar 2022.
Eignin var seld á 382. fundi byggðarráðs og er því ekki lengur í eigu sveitarfélagsins, fulltrúi tilboðsgjafa hefur verið upplýstur um það.
Eignin var seld á 382. fundi byggðarráðs og er því ekki lengur í eigu sveitarfélagsins, fulltrúi tilboðsgjafa hefur verið upplýstur um það.
Í nóvember barst nýtt tilboð í eignina sem meirihluti byggðarráðs samþykkti eftir að hafa fundað með tilboðsgjafa. Í kjölfar þess að tilboði er tekið og málið fullnustað með afgreiðslu byggðarráðs í desember sl., berst sveitarfélaginu það tilboð sem hér er kynnt. Í ljósi ferils málsins og afgreiðslu þess er byggðarráði ekki stætt á að taka afstöðu til umrædds tilboðs, í eign sem nú þegar er seld.