Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.
Málsnúmer 202105115
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 221. fundur - 20.05.2021
Lagt fram til kynningar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sent frá sér álit vegna máls sem fór af stað í nóvember 2019 og snýr að gjaldtöku vatnsveitna sveitarfélaga. Þar er farið fram á að gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins verði yfirfarin að nýju með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins hvað varðar forsendur fyrir þeim útreikningum sem gjaldskrá vatsveitunnar um álagningu vatnsgjalds er byggð á sbr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sent frá sér álit vegna máls sem fór af stað í nóvember 2019 og snýr að gjaldtöku vatnsveitna sveitarfélaga. Þar er farið fram á að gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins verði yfirfarin að nýju með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins hvað varðar forsendur fyrir þeim útreikningum sem gjaldskrá vatsveitunnar um álagningu vatnsgjalds er byggð á sbr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Málið lagt fram til kynningar fyrir stjórn OH. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. vísar málinu í byggðaráð til afgreiðslu.
Byggðarráð Norðurþings - 363. fundur - 27.05.2021
Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með leiðbeiningum vegna ákvörðunar vatnsgjalds.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tók málið fyrir á 221. fundi sínum og vísar því til byggðarráðs.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tók málið fyrir á 221. fundi sínum og vísar því til byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Byggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskaði, með bréfi dagsettu 7. maí sl., eftir upplýsingum varðandi gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjald.
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar svarbréf Norðurþings til ráðuneytisins.
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar svarbréf Norðurþings til ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
Hjálmar Bogi leggur til;
Undirritaður leggur til að kallað verði eftir minnisblaði frá stjórn OH ohf. vegna stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Hjálmar Bogi leggur til;
Undirritaður leggur til að kallað verði eftir minnisblaði frá stjórn OH ohf. vegna stöðu málsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 222. fundur - 27.07.2021
Byggðaráð Norðurþings ákvarðar vatns- og fráveitugjöld í Norðurþingi, en þau mynda að hluta þann gjaldstofn sem innheimtur er af sveitarfélaginu í formi fasteignagjalda. Skv. bókun á fundi byggðaráðs þann 22. júlí sl. er samþykkt tillaga Hjálmars Boga Hafliðasonar um að óskað verði eftir minnisblaði frá stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. varðandi stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.
Þar sem þetta er síðasti fundur framkvæmdastjóra félagsins, þakkar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. Gunnari Hrafni samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Sigurgeir Höskuldsson
Bergur Elías Ágústsson
Guðmundur H. Halldórsson
Þar sem þetta er síðasti fundur framkvæmdastjóra félagsins, þakkar stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. Gunnari Hrafni samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Sigurgeir Höskuldsson
Bergur Elías Ágústsson
Guðmundur H. Halldórsson
Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021
Fyrir byggðarráði liggja drög að útreikningum vatnsgjalds í samræmi við leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í erindi sem barst sveitarfélaginu í maí sl.
Erindinu var svarað í júlí og upplýst að vinnan við útreikninga vatnsgjaldsins yrði kláruð meðfram fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.
Erindinu var svarað í júlí og upplýst að vinnan við útreikninga vatnsgjaldsins yrði kláruð meðfram fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Þorsteini fyrir góða yfirferð.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 226. fundur - 16.12.2021
Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggja drög að útreikningum vatnsgjalds í samræmi við leiðbeiningar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Von er á að Þorsteinn frá KPMG komi og sitji undir þessum lið.
Magnús Kristjánsson frá KPMG fór yfir gögn varðandi vatnsgjald í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.
Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskaði, með bréfi dagsettu 7. maí 2021, eftir upplýsingum varðandi gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjalds.
Erindinu var svarað í júlí og upplýst að vinnan við útreikninga vatnsgjaldsins yrði kláruð meðfram fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfi vegna erindisins.
Erindinu var svarað í júlí og upplýst að vinnan við útreikninga vatnsgjaldsins yrði kláruð meðfram fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfi vegna erindisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 227. fundur - 28.01.2022
Fyrir stjórn Orkuveitu liggur til kynningar svarbréf sveitarfélagsins til ráðuneytis vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.