Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

221. fundur 20. maí 2021 kl. 08:30 - 11:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon, stjórnarformaður Eims sat fundinn undir fundarlið nr. 11.

Bergur Elías Ágústsson yfirgaf fundinn eftir lið nr. 4.

1.Uppgjör veituskulda vegna Hafralækjarskóla

Málsnúmer 202102089Vakta málsnúmer

Fyrir liggur álit lögmanns Þingeyjarsveitar á forsendum Orkuveitu Húsavíkur ohf. til innheimtu veitugjalda vegna heitavatnsnotkunar Hafralækjarskóla og er málið rakið í sögulegu samhengi þeirra samninga sem gerðir hafa verið í gegnum tíðina og varða m.a. vatsöflun úr holu HA-01 við Hafralæk.
Samhliða framlagningu gagna í tengslum við málið, óska fulltrúar Þingeyjarsveitar eftir fundi með stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram í málinu.

2.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH

Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer

Fundir fulltrúa Orkuveitu Húsavíkur ohf. og þeirra aðila er skipa hóp Þingorku voru haldnir dagana 7. og 9. apríl sl. Rétt um ár var þá frá því aðilar ræddu síðast saman í tengslum við mögulega aðkomu Þingorku að rekstri einingar til raforkuframleiðslu í orkustöð OH að Hrísmóum á Húsavík og samningagerð vegna þess.
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefnisins og það sem fram fór á fundum aðila í byrjun apríl sl.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnisins og væntanlegar hreyfingar varðandi það.

3.Stefna á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202005118Vakta málsnúmer

Stefna hjónanna Valgerðar Gunnarsdóttur og Örlygs Hnefils Jónssonar á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf. þar sem krafist er greiðslu landleigu að upphæð 24,7 mkr vegna legu lagna OH í landi Stekkjarholts í Reykjahverfi frá árinu 1999, hefur tekið nokkuð sérstaka stefnu í meðförum Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Má í því samhengi helst nefna að eftir 6 mánaða seinkun á fyrirtöku málsins vegna dómaraskorts hjá HNe, hafnaði sá dómari sem var við fyrstu fyrirtöku málsins að skila niðurstöðunni þar sem hann hafði í millitíðinni verið færður til í starfi. Settur dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hafnaði jafnframt afgreiðslu málsins nema fyrirtakan færi fram að nýju og aftur á kostnað málsaðila. Fór fyrirtaka málsins í annað sinn, fram þann 5 maí sl. þar sem nýtt var heimild til fyrirtöku mála í gegnum samskiptaforritið Teams en stefnanda þó boðið að mæta í dómssal. Við fyrirtöku öðru sinni var stefnanda heimilað að aðlaga málflutning sinn til samræmis við áður gerðar athugasemdir lögmanns OH frá fyrri fyrirtöku í málinu. Málinu hefur verið frestað svo lögmaður OH geti aðlagað vörn OH til samræmis við nýtt upplegg stefnanda í málinu.
Þriðja fyrirtaka þessa máls er fyrirhuguð þann 20. maí nk. og enn og aftur á kostnað málsaðila.

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Power BI-KPI Mælaborð

Málsnúmer 202105094Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir því við Deloitte að skoðaðir verði möguleikar ásamt áætluðum kostnaði við innleiðingu og uppsetningu KPI-mælaborðs í þeim tilgangi að skerpa á og skýra yfirsýn yfir lykiltölur og markmið í tengslum við rekstur félagsins.
Fyrir liggur kostnaðarmat Deloitte á þeirri vinnu sem þarf að eiga sér stað svo hægt verði að koma upp Power BI mælaborði og er óskað eftir áliti stjórnar OH á málinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur hefur farið yfir upplýsingar varðandi málið, en frestar ákvörðun til síðari tíma.

5.Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202009103Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Bókanir færðar í trúnaðarmálabók Orkuveitu Húsavíkur ohf.

6.Styrkumsóknir vegna fráveituverkefna 2020-2030

Málsnúmer 202105098Vakta málsnúmer

Nýlega hefur verið opnað fyrir styrkveitingar af hálfu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fráveituverkefna sveitarfélaga. Verkefnið felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja fráveituframkvæmdir á vegum sveitarfélaga til þess að hægt verði að uppfylla lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, lög um stjórn vatnamála og reglugerð um fráveitur og skólp.
Orkuveita Húsavíkur ohf hefur skilað inn umsókn um styrk vegna fráveituframkvæmda við Ásgarðsveg sem mikilvægt er að fylgt verði eftir. Fyrirliggjandi eru fjölmörg og kostnaðarsöm fráveituverkefni innan Norðurþings sem bíða framkvæmda svo hægt verði að uppfylla íþyngjandi kvaðir reglugerða í tengslum við hreinsun og losun fráveituvatns í viðtaka. Því er mikilvægt að leitað verði eftir aðkomu ríkisins til fjármögnunar þeirra verkefna eins og kostur er í gegnum áðurnefnt styrkjakerfi.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjármögnun fráveituverkefna OH

Málsnúmer 202105097Vakta málsnúmer

Í ljósi reglugerða um að rekstri grunnstarfsemi OH sem snýr að vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu sé haldið aðskildum í bókhaldi félagsins, hefur verið kallað eftir áliti endurskoðanda Orkuveitu Húsavíkur ohf. og lögmanna varðandi fyrirhugaða fjármögnun verkefna félagsins sem tengjast þeim hluta kjarnastarfseminnar sem snýr að nýframkvæmdum, viðhaldi og endurnýjun fráveituinnviða.
Óskað er álits stjórnar félagsins á fjármögnunarleiðum í tengslum við fráveituframkvæmdir.
Framkvæmdastjóra falið að skoða formlegar leiðir aðrar en lántökur til þess að halda utan um uppbyggingu og rekstur fráveitukerfa OH.

8.Vegglistaverk á gömlu mjólkurstöðina

Málsnúmer 202105106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um styrk til Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá Húsavík Öl í tengslum við uppsetningu vegglistaverks sem til stendur að mála á útvegg gömlu mjólkurstöðvarinnar. Óskað er afstöðu stjórnar félagsins til erindisins.
Orkuveita Húsavíkur ohf. er aðili að styrktarsamningi við Lista- og menningarsjóð Norðurþings. Til samræmis við þá aðild vísar Orkuveita Húsavíkur umsóknum um lista- og meninngarmál til sjóðsins.

9.Greining vatnsbóla í landi Húsavíkur

Málsnúmer 202105109Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greining verkfræðistofunnar Vatnaskil á eðli og burðargetu vatnsbóla í landi Húsavíkur og er sú greinargerð lögð fyrir stjórn OH til kynningar. Framkvæmdastjóri fer yfir málið í tengslum við mat á vatnsbúskap neysluvatns í landi Húsavíkur og hvernig mögulegt verður að mæta þeirri neysluvatnsþörf sem virðist banka á dyrnar í tengslum við uppbyggingu iðnaðarsvæðis sunnan Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

10.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.

Málsnúmer 202105115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sent frá sér álit vegna máls sem fór af stað í nóvember 2019 og snýr að gjaldtöku vatnsveitna sveitarfélaga. Þar er farið fram á að gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins verði yfirfarin að nýju með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins hvað varðar forsendur fyrir þeim útreikningum sem gjaldskrá vatsveitunnar um álagningu vatnsgjalds er byggð á sbr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Málið lagt fram til kynningar fyrir stjórn OH. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. vísar málinu í byggðaráð til afgreiðslu.

11.Önnur mál OH 2021

Málsnúmer 202102106Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fer yfir mál í tengslum við afleitt tjón bilunar í stofnlögn hitaveitu OH í Aðaldal sem kom upp í janúar sl. Málið er í vinnslu.

Framkvæmdastjóri fer yfir niðurstöðu máls í tengslum við vatnstjón að Ásgarðsvegi 4 frá því í sept. 2020. Málinu er lokið.

Formaður stjórnar Eims fer yfir málefni sem snúa að EIMI, samstarfsverkefnis Orkuveitu Húsavíkur, Landsvirkjunar, Norðurorku og SSNE.
Framkvæmdastjóri fer yfir mál sem tengjast bilun stofnlagnar í Aðaldal og frágangi eldri tjónamála.
Stjórnarformaður Eims, Kristján Þór Magnússon fer yfir mál sem snýr að samstarfsverkefninu Eimi.

Fundi slitið - kl. 11:55.