Fara í efni

Uppgjör veituskulda vegna Hafralækjarskóla

Málsnúmer 202102089

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 216. fundur - 18.02.2021

Fyrir liggur tillaga sveitarstjóra Þingeyjarsveitar að uppgjöri sveitarfélagsins á uppsöfnuðum veituskuldum vegna Hafralækjarskóla. Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsvíkur ohf. á tillögu Þingeyjarsveitar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að gera samkomulag um uppgjör gjaldfallinnar veituskuldar Þingeyjasveitar gagnvart OH sem í lok árs 2020 er kr. 7.788.588.





Orkuveita Húsavíkur ohf - 217. fundur - 18.03.2021

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar ásamt Arnóri Benónýssyni, oddvita mæta á fundinn og gera grein fyrir afstöðu Þingeyjarsveitar til veitugjalda vegna Hafralækjarskóla.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fulltrúum Þingeyjarsveitar fyrir komuna á fundinn og umræður um málið.
Rætt var um lokauppgjör veituskulda Þingeyjarsveitar sem hafa verið til umræðu milli aðila um nokkurt skeið.
Framkvæmdastjóra falið að leggja fram tillögu að uppgjöri skulda sem miðar að því að leiðrétting vegna ofgreiðslu í tilfelli Ýdala verði lengd um eitt ár, en annað verði óbreytt.
Einnig að gerð verði drög að uppfærðu samkomulagi milli aðila þar sem skerpt verði á upprunalegu samkomulagi þegar Orkuveita Húsavíkur ohf. tók yfir HAK á sínum tíma.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 221. fundur - 20.05.2021

Fyrir liggur álit lögmanns Þingeyjarsveitar á forsendum Orkuveitu Húsavíkur ohf. til innheimtu veitugjalda vegna heitavatnsnotkunar Hafralækjarskóla og er málið rakið í sögulegu samhengi þeirra samninga sem gerðir hafa verið í gegnum tíðina og varða m.a. vatsöflun úr holu HA-01 við Hafralæk.
Samhliða framlagningu gagna í tengslum við málið, óska fulltrúar Þingeyjarsveitar eftir fundi með stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram í málinu.