Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

217. fundur 18. mars 2021 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Eftirtaldir aðilar sátu fundinn undir fundarlið nr. 1.
Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri Norðurþings.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar.

1.Uppgjör veituskulda vegna Hafralækjarskóla

Málsnúmer 202102089Vakta málsnúmer

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar ásamt Arnóri Benónýssyni, oddvita mæta á fundinn og gera grein fyrir afstöðu Þingeyjarsveitar til veitugjalda vegna Hafralækjarskóla.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fulltrúum Þingeyjarsveitar fyrir komuna á fundinn og umræður um málið.
Rætt var um lokauppgjör veituskulda Þingeyjarsveitar sem hafa verið til umræðu milli aðila um nokkurt skeið.
Framkvæmdastjóra falið að leggja fram tillögu að uppgjöri skulda sem miðar að því að leiðrétting vegna ofgreiðslu í tilfelli Ýdala verði lengd um eitt ár, en annað verði óbreytt.
Einnig að gerð verði drög að uppfærðu samkomulagi milli aðila þar sem skerpt verði á upprunalegu samkomulagi þegar Orkuveita Húsavíkur ohf. tók yfir HAK á sínum tíma.

2.Áhugakönnun á kaupum Tengis hf á ljósleiðarakerfi OH

Málsnúmer 201905133Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar OH sem haldinn var þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fyrir erindið. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna og leggja málið fyrir til ákvarðanatöku á næsta fundi stjórnar.

Málið er lagt fram að nýju til ákvörðunar stjórnar varðandi sölu á fjarskiptakerfi OH til Tengis hf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir sölu á ljósleiðarakerfi OH til Tengis hf. til samræmis við fyrirliggjandi samningsdrög, enda tilheyrir sú starfsemi ekki kjarnastarfsemi félagsins samkvæmt samþykktri stefnu OH.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita kaupsamning f.h. Orkuveitu Húsavíkur ohf.

3.Sundurliðun á uppgjöri milli OH og Norðurþings vegna starfsársins 2020

Málsnúmer 202102104Vakta málsnúmer

Að ósk Bergs Elíasar Ágústssonar liggur nú fyrir sundurliðað uppgjör Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem tekið hefur verið saman vegna rekstrarársins 2020. Að auki eru lagðar fram upplýsingar um endurgreiðslur virðisaukaskatts af sérfræðiþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

4.Ársreikningur Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2020

Málsnúmer 202103002Vakta málsnúmer

Drög að ársreikningi Orkuveitu Húsavíkur ohf. vegna rekstrarársins 2020, lögð fram til til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð stjórnarfundar HÖ 04. mars 2021

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn OH er fundargerð stjórnarfundar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. sem haldinn var þann 4. mars sl. í Öxi á Kópaskeri.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Hrafnabjargavirkjunar 2021

Málsnúmer 202102119Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hrafnabjargavirkjunar hf. var haldinn þann 26. febrúar sl. Til kynningar fyrir stjórn OH er fundargerð aðalfundar ásamt undirrituðum ársreikningi félagsins.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf 2021

Málsnúmer 202103070Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. verður haldinn þann 25. mars nk. Fyrir liggur undirritaður ársreikningur félagsins sem borinn verður upp til samþykktar á aðalfundi félagsins ásamt aðalfundarboði.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra umboð félagsins á aðalfundi Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf.

8.Aðalfundur Íslenskrar Orku ehf 2021

Málsnúmer 202103072Vakta málsnúmer

Aðalfundur Íslenskrar Orku ehf. var haldinn þann 1. mars sl. að Rangárvöllum á Akureyri. Til kynningar fyrir stjórn OH eru fundargerðir aðalfundar og aðliggjandi stjórnarfuda ásamt ársreikningi félagasins vegna rekstrarársins 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Samorku 10. mars 2021

Málsnúmer 202103073Vakta málsnúmer

Aðalfundur Samorku, hagsmunasamtaka veitufyrirtækja, var haldinn þann 10. mars sl. Til kynningar fyrir stjórn OH er undirritaður ársreikningur félagsins ásamt öðrum fundargögnum sem lögð voru fyrir á aðalfundi. Ársskýrslu Samorku 2020 má sjá undir slóðinni https://arsskyrsla2020.samorka.is/
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.