Áhugakönnun á kaupum Tengis hf. á ljósleiðarakerfi OH
Málsnúmer 201905133
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019
Fyrir liggur erindi frá Tengir hf. varðandi möguleika félagsins á að eignast ljósleiðarkerfi Orkuveitu Húsavíkur ohf. í þéttbýli Húsavíkur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að kanna mögulega sölu á ljósleiðarakerfi veitunnar og leggja fyrir stjórn að nýju.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 216. fundur - 18.02.2021
Fyrir liggur tilboð frá Tengi hf. varðandi kaup á innviðum tengdum fjarskiptum sem Orkuveita Húsavíkur ohf. á og rekur, að mestu í tengslum við eftirlit búnaðar félagsins. Óskað er afstöðu stjórnar OH til tilboðsins ásamt uppleggi Tengis hf. varðandi greiðslufyrirkomulag.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fyrir erindið. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna og leggja málið fyrir til ákvarðanatöku á næsta fundi stjórnar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 217. fundur - 18.03.2021
Á fundi stjórnar OH sem haldinn var þann 18. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fyrir erindið. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna og leggja málið fyrir til ákvarðanatöku á næsta fundi stjórnar.
Málið er lagt fram að nýju til ákvörðunar stjórnar varðandi sölu á fjarskiptakerfi OH til Tengis hf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar fyrir erindið. Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna og leggja málið fyrir til ákvarðanatöku á næsta fundi stjórnar.
Málið er lagt fram að nýju til ákvörðunar stjórnar varðandi sölu á fjarskiptakerfi OH til Tengis hf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir sölu á ljósleiðarakerfi OH til Tengis hf. til samræmis við fyrirliggjandi samningsdrög, enda tilheyrir sú starfsemi ekki kjarnastarfsemi félagsins samkvæmt samþykktri stefnu OH.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita kaupsamning f.h. Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita kaupsamning f.h. Orkuveitu Húsavíkur ohf.