Stefna á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Málsnúmer 202005118
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 208. fundur - 04.06.2020
Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari og landeigendur jarðarinnar Stekkjarholts í Reykjahverfi, fasteignanúmer 216-5030, hafa stefnt Orkuveitu Húsavíkur ohf. til greiðslu kr. 24.700.000 og er því haldið fram í meðfyglgjandi stefnu að ekki hafi legið fyrir heimild til lagningar veitulagnar sem lögð var milli Hveravalla og Húsavíkur um landareign Stekkjarholts árið 1999 vegna þeirrar starfsemi sem fram fór í orkustöð á Húsavík. Óskað er afstöðu stjórnar OH, en málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 18. júní nk.
Framkvæmdastjóra er falið að koma málinu í hendur Eiríks S. Svavarssonar, lögmanns Orkuveitu Húsavíkur ohf. og óska eftir því að hann taki til varna f.h. félagsins.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 211. fundur - 24.09.2020
Til kynningar fyrir stjórn OH er staða máls er varðar stefnu Örlygs Hnefils Jónssonar og Valgerðar Gunnarsdóttur á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf. Stefnendur krefja þar OH um greiðslu 24,7 mkr. leigugjalda vegna stofnlagna Orkuveitu Húsavíkur sem lagðar voru um land Stekkjarholts í Reykjahverfi sumarið 1999, þá með munnlegu leyfi landeigenda.
Mál lagt fram til kynningar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 221. fundur - 20.05.2021
Stefna hjónanna Valgerðar Gunnarsdóttur og Örlygs Hnefils Jónssonar á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf. þar sem krafist er greiðslu landleigu að upphæð 24,7 mkr vegna legu lagna OH í landi Stekkjarholts í Reykjahverfi frá árinu 1999, hefur tekið nokkuð sérstaka stefnu í meðförum Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Má í því samhengi helst nefna að eftir 6 mánaða seinkun á fyrirtöku málsins vegna dómaraskorts hjá HNe, hafnaði sá dómari sem var við fyrstu fyrirtöku málsins að skila niðurstöðunni þar sem hann hafði í millitíðinni verið færður til í starfi. Settur dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hafnaði jafnframt afgreiðslu málsins nema fyrirtakan færi fram að nýju og aftur á kostnað málsaðila. Fór fyrirtaka málsins í annað sinn, fram þann 5 maí sl. þar sem nýtt var heimild til fyrirtöku mála í gegnum samskiptaforritið Teams en stefnanda þó boðið að mæta í dómssal. Við fyrirtöku öðru sinni var stefnanda heimilað að aðlaga málflutning sinn til samræmis við áður gerðar athugasemdir lögmanns OH frá fyrri fyrirtöku í málinu. Málinu hefur verið frestað svo lögmaður OH geti aðlagað vörn OH til samræmis við nýtt upplegg stefnanda í málinu.
Þriðja fyrirtaka þessa máls er fyrirhuguð þann 20. maí nk. og enn og aftur á kostnað málsaðila.
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu málsins.
Má í því samhengi helst nefna að eftir 6 mánaða seinkun á fyrirtöku málsins vegna dómaraskorts hjá HNe, hafnaði sá dómari sem var við fyrstu fyrirtöku málsins að skila niðurstöðunni þar sem hann hafði í millitíðinni verið færður til í starfi. Settur dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra hafnaði jafnframt afgreiðslu málsins nema fyrirtakan færi fram að nýju og aftur á kostnað málsaðila. Fór fyrirtaka málsins í annað sinn, fram þann 5 maí sl. þar sem nýtt var heimild til fyrirtöku mála í gegnum samskiptaforritið Teams en stefnanda þó boðið að mæta í dómssal. Við fyrirtöku öðru sinni var stefnanda heimilað að aðlaga málflutning sinn til samræmis við áður gerðar athugasemdir lögmanns OH frá fyrri fyrirtöku í málinu. Málinu hefur verið frestað svo lögmaður OH geti aðlagað vörn OH til samræmis við nýtt upplegg stefnanda í málinu.
Þriðja fyrirtaka þessa máls er fyrirhuguð þann 20. maí nk. og enn og aftur á kostnað málsaðila.
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.