Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

363. fundur 27. maí 2021 kl. 08:30 - 09:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Uppgjör frestunar á staðgreiðslu 2021

Málsnúmer 202105118Vakta málsnúmer

Borist hefur yfirlit frá Fjársýslu ríkisins yfir frestaðar álagningar útsvars og greiddar frestanir í apríl 2021.
Jafnframt liggur fyrir yfirlit yfir endurgreiðslur sveitarfélaga vegna ofgreidds útsvars sem er þá að fullu endurgreitt í maí.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um aukið framlag vegna reksturs bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 202105117Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi vegna aukins starfsmannakostnaðar á árinu 2021.
Bergur Elías víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að verða við óskinni.

3.Endurnýjun samnings við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 202103114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að húsaleigusamningi við Menningarmiðstöð Þingeyinga vegna bókasafnsins á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að staðfesta forsendur leigufjárhæðar og ganga frá samningnum að því loknu.

4.Rekstrarsamningur Norðurþings og Víkur hses. vegna íbúðakjarna við Stóragarð

Málsnúmer 202105127Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að rekstrarsamningi Norðurþings og Víkur hses. vegna íbúðakjarna við Stóragarð þar sem kemur fram að sveitarfélagið tryggi sjálfbæran rekstur vegna íbúðanna til framtíðar ef ákvörðun leiguverðs dugar ekki til.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi samning og vísar honum til kynningar í fjölskylduráði.

5.Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.

Málsnúmer 202105115Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með leiðbeiningum vegna ákvörðunar vatnsgjalds.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tók málið fyrir á 221. fundi sínum og vísar því til byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

6.Kauptilboð í Lindarholt 8, Raufarhöfn

Málsnúmer 202101008Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Lögeign vegna óska kaupenda að Lindarholti 8 um breytingu á greiðsluáætlun frá samþykktu kauptilboði.
Byggðarráð samþykkir að veita greiðslufrest til þriggja mánaða. Berist greiðsla ekki fyrir 1. september 2021 reiknast 6,75% vextir frá 1. júni 2021.

7.Tilnefning í stjórn Húsavíkurstofu 2021

Málsnúmer 202105128Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa Norðurþings í stjórn Húsavíkurstofu í stað Silju Jóhannesdóttur.
Byggðarráð tilnefnir Benóný Val Jakobsson í stjórn Húsavíkurstofu.

8.Opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings sumarið 2021

Málsnúmer 202105112Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnir fyrirkomulag opnunartíma í stjórnsýsluhúsa í Norðurþingi sumarið 2021.
Lagt fram til kynningar. Fyrirkomulag opnunartíma verður auglýst á vefsíðu Norðurþings.

9.Skúlagarður fasteignafélag ehf. - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. frá 19. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundarboð aðalfundar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. 2021

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. þriðjudaginn 8. júní nk. kl. 17:00.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Norðurþings.

11.Samstarfssamningur Skúlagarðs-fasteignafélags ehf og Langanes ferðamannaþjónstu ehf. 2021

Málsnúmer 202105132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samstarfssamningur Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. við Langanes ferðamannaþjónustu ehf. um rekstur Skúlagarðs á tímabilinu maí til september 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Orkufundur 2021

Málsnúmer 202105116Vakta málsnúmer

Boðað er til orkufundar á vegum Samtaka orkusveitarfélaga í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí nk.
Byggðarráð felur Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur að sitja fundinn fyrir hönd Norðurþings.

13.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2021

Málsnúmer 202105081Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Málræktarsjóðs föstudaginn 4. júní á Hilton Reykjavik Nordica.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101148Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 218. og 219. funda Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 3. mars og 21. maí sl.
Einnig liggur fyrir ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

15.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101103Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1060.html
Lagt fram til kynningar.

16.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202104135Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1308.html
Lagt fram til kynningar.

17.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202104135Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1011.html
Lagt fram til kynningar.

18.Stjórnarráðið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102138Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1100.html
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.