Ósk um aðkomu sveitarfélagsins að fjölgun sumarstarfa á austursvæði Norðurþings
Málsnúmer 202102136
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 354. fundur - 25.02.2021
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá þeim Charlottu Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs og Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, verkefnisstjóra atvinnu- og samfélagsmála á Raufarhöfn þar sem óskað eftir samþykki byggðarráðs fyrir því að sækja um ráðningarstyrki til Vinnumálastofnunar í nafni sveitarfélagsins með það að markmiði að fjölga sumarstörfum á austursvæði Norðurþings.
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir erindið og fagnar frumkvæðinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt öðrum úrræðum Vinnumálastofnunar þar sem sambærilegar beiðnir hafa komið frá nokkrum sviðum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021
Á 354. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir erindið og fagnar frumkvæðinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt öðrum úrræðum Vinnumálastofnunar þar sem sambærilegar beiðnir hafa komið frá nokkrum sviðum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir erindið og fagnar frumkvæðinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt öðrum úrræðum Vinnumálastofnunar þar sem sambærilegar beiðnir hafa komið frá nokkrum sviðum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Sveitarfélagið hefur nú þegar auglýst eftir starfsmönnum til sumarstarfa. Þegar fjöldi umsækjenda liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort sumarstörfum á vegum sveitarfélagsins verður fjölgað.
Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021
Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarfélagið hefur nú þegar auglýst eftir starfsmönnum til sumarstarfa. Þegar fjöldi umsækjenda liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort sumarstörfum á vegum sveitarfélagsins verður fjölgað.
Sveitarfélagið hefur nú þegar auglýst eftir starfsmönnum til sumarstarfa. Þegar fjöldi umsækjenda liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort sumarstörfum á vegum sveitarfélagsins verður fjölgað.
Nú liggja fyrir upplýsingar um umsóknir um sumarstörf á austursvæðinu og gefa þær ekki til kynna þörf fyrir ný tímabundin störf á vegum sveitarfélagsins að svo stöddu.
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að ráða í eitt til tvö störf á svæðinu í gegnum átak Vinnumálastofnunar breytist forsendur á næstu vikum.
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að ráða í eitt til tvö störf á svæðinu í gegnum átak Vinnumálastofnunar breytist forsendur á næstu vikum.