Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri sat fundinn undir lið 1.
1.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021
Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri gerir grein fyrir vinnu við breytingar á samþykktum sveitarfélagsins, en áhersla hefur m.a. verið lögð á að skýra betur og staðfesta fullnaðarheimildir fastanefnda sveitarfélagsins. Mikilvægt er nú að byggðarráð yfirfari þær tillögur sem liggja fyrir í drögum og vísi samþykktunum til umræðu í sveitarstjórn að því loknu.
Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bygggðarráð mun halda áfram umfjöllun um samþykktir sveitarfélagsins á næsta fundi ráðsins.
Bygggðarráð mun halda áfram umfjöllun um samþykktir sveitarfélagsins á næsta fundi ráðsins.
2.Hvatning til byggðarráðs til að sækjast eftir aukinni úthlutun á byggðarkvóta
Málsnúmer 202102149Vakta málsnúmer
Á 355. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Hauki Eiðssyni þar sem kjörnir fulltrúar voru hvattir til að berjast fyrir bættum hag samfélagsins og tryggja aukna úthlutun kvóta á svæðinu.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa svar við erindinu og jafnframt að draga saman upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur lagt til við yfirvöld í því skyni að auka byggðakvóta í Norðurþingi.
Sveitarstjóra er einnig falið að undirbúa erindi til sjávarútvegsráðherra sem byggir á ofangreindu.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa svar við erindinu og jafnframt að draga saman upplýsingar um þær aðgerðir sem sveitarfélagið hefur lagt til við yfirvöld í því skyni að auka byggðakvóta í Norðurþingi.
Sveitarstjóra er einnig falið að undirbúa erindi til sjávarútvegsráðherra sem byggir á ofangreindu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og senda fyrirliggjandi bréf til sjávarútvegsráðherra með áorðnum breytingum.
3.Samkomulag um afgjald vegna vatnsnotkunar í fiskeldi Rifóss á Röndinni
Málsnúmer 202102058Vakta málsnúmer
Á 354. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi um afgjald vegna vatnsnotkunar á Röndinni og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi um afgjald vegna vatnsnotkunar á Röndinni og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við fyrirliggjandi drög.
4.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins að fjölgun sumarstarfa á austursvæði Norðurþings
Málsnúmer 202102136Vakta málsnúmer
Á 354. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir erindið og fagnar frumkvæðinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt öðrum úrræðum Vinnumálastofnunar þar sem sambærilegar beiðnir hafa komið frá nokkrum sviðum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir erindið og fagnar frumkvæðinu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið ásamt öðrum úrræðum Vinnumálastofnunar þar sem sambærilegar beiðnir hafa komið frá nokkrum sviðum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Sveitarfélagið hefur nú þegar auglýst eftir starfsmönnum til sumarstarfa. Þegar fjöldi umsækjenda liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort sumarstörfum á vegum sveitarfélagsins verður fjölgað.
5.Ráðgjafakostnaður Norðurþings 2018, 2019 og 2020
Málsnúmer 202102142Vakta málsnúmer
Á 354. fundi byggðarráðs óskaði Hjálmar Bogi Hafliðason eftir yfirliti yfir allan ráðgjafarkostnað sveitarfélagisns fyrir árin 2018-2020.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að taka saman gögnin.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað fjármálastjóra þar sem farið er yfir ráðgjafakostnað sveitarfélagsins 2018-2020.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að taka saman gögnin.
Fyrir byggðarráði liggur nú minnisblað fjármálastjóra þar sem farið er yfir ráðgjafakostnað sveitarfélagsins 2018-2020.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista yfir þá aðila sem sveitarfélagið hefur keypt ráðgjafakostnaðar af á árunum 2018-2020.
6.Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013
Málsnúmer 202103051Vakta málsnúmer
Á 108. fundi sveitarstjórnar var samþykkt eftirfarandi tillaga Bergs Elíasar Ágústssonar;
Frá árinu 2013 hafa verið lýði viðskiptareglur fyrir Norðurþing. Er þess óskað að gerð verði úttekt á eftirfylgni þeirra reglna og hún lögð fyrir byggðarráð.
Frá árinu 2013 hafa verið lýði viðskiptareglur fyrir Norðurþing. Er þess óskað að gerð verði úttekt á eftirfylgni þeirra reglna og hún lögð fyrir byggðarráð.
Byggðarráð felur sveitastjóra að afla upplýsinga hjá flutningsmanni tillögunnar um nákvæmari útlistun á verkefninu og umfangi þess.
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista
Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.
Kolbrún Ada óskar bókað:
Undirrituð var á móti þessari tillögu þegar hún var lögð fram í sveitarstjórn þar sem hún er að mínu mati ekki nógu afmörkuð. Er verið að ræða hér um öll innkaup sveitarfélagsins frá árinu 2013, er verið að hugsa um innkaup yfir ákveðinni upphæð, hver er tilgangurinn með þessari úttekt? Því óska ég eftir að þessi tillaga verði útfærð þannig að möguleiki sé að taka afstöðu til hennar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi V-lista
7.Tillaga um haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Skjálfanda
Málsnúmer 202011116Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsögn Skipulagsstofnunar um þær athugsemdir sem stofnuninni bárust við auglýsta tillögu, sbr. 7. mgr. 11. gr. skipulagslaga.
Norðurþing lagði til að í viðauka við Landskipulagsstefnu yrði mælt fyrir um að á árinu 2021 yrði hafin vinna við gerð strandsvæðisskipulags fyrir Skjálfanda.
Skipulagsstofnun hefur nú farið yfir umsagnir og mun gera tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra um að við grein 4.3.3 bætist tillaga um gerð strandsvæðisskipulags á Skjálfanda. Rök fyrir því koma fram í greinargerð við kafla 4.3.
Skipulagsstofnun hefur nú farið yfir umsagnir og mun gera tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra um að við grein 4.3.3 bætist tillaga um gerð strandsvæðisskipulags á Skjálfanda. Rök fyrir því koma fram í greinargerð við kafla 4.3.
8.Viðbrögð vegna bilunar dælubíls Slökkviliðsins á Húsavík
Málsnúmer 202103056Vakta málsnúmer
Til umræðu í byggðarráði liggur greinargerð slökkviliðsstjóra um ástand bifreiða slökkviliðsins. Dælubifreið liðsins á Húsavík hefur verið biluð og erfiðlega gengið að fá varahluti til viðgerðarinnar. Velt er upp mögulegum næstu skrefum til að tryggja sem best öryggi íbúa jafnt sem starfsmanna sveitarfélagsins við störf sín fyrir slökkviliðið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina þarfir og stilla upp valkostum vegna endurnýjunar á dælubifreið Slökkviliðs Norðurþings.
9.Verslun og þjónusta á Húsavík
Málsnúmer 202103055Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að forsvarsmenn Húsasmiðjunnar annarsvegar og Samkaupa hf. hinsvegar verði boðaðir á fund byggðarráðs vegna framþróunar og uppgangs verslana sinna á Húsavík.
Greinargerð:
Húsasmiðjan hefur veigamiklu hlutverki að gegna á svæðinu en fyrirtækið hefur sagt upp leigu á núverandi húsnæði og mikilvægt að ræða framtíðarmöguleika fyrirtækisins.
Sömuleiðis er ljóst að matvöruverslun Samkaupa á Húsavík, Nettó er of lítil og mikilvægt að eiga samtal við eigendur hennar. Verslunin er mikilsráðandi og mikilvæg á svæðinu. Eins og segir á heimasíðu Samkaupa,
"Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi."
Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Undirrituð leggja til að forsvarsmenn Húsasmiðjunnar annarsvegar og Samkaupa hf. hinsvegar verði boðaðir á fund byggðarráðs vegna framþróunar og uppgangs verslana sinna á Húsavík.
Greinargerð:
Húsasmiðjan hefur veigamiklu hlutverki að gegna á svæðinu en fyrirtækið hefur sagt upp leigu á núverandi húsnæði og mikilvægt að ræða framtíðarmöguleika fyrirtækisins.
Sömuleiðis er ljóst að matvöruverslun Samkaupa á Húsavík, Nettó er of lítil og mikilvægt að eiga samtal við eigendur hennar. Verslunin er mikilsráðandi og mikilvæg á svæðinu. Eins og segir á heimasíðu Samkaupa,
"Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi."
Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.
10.Áskorun á Vegagerðina vegna vegkafla frá þjóðvegi 85 að flugstöð Húsavíkurflugvallar
Málsnúmer 202103054Vakta málsnúmer
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að byggðarráð skori á Vegagerðina að tryggja þjónustu og mokstur á vegkafla frá þjóðvegi nr. 85 að flugstöð Húsavíkurflugvallar.
Greinargerð:
Svo virðist að umræddur vegkafli sé hálf munaðarlaus og ekki á ábyrgð neins. Til að tryggja mokstur þarf Vegagerðin að gera vegkaflan hluta af vegkerfinu og þjónusta veginn.
Virðingafyllst
Hjálmar Bogi Hafliðason
Undirritaður leggur til að byggðarráð skori á Vegagerðina að tryggja þjónustu og mokstur á vegkafla frá þjóðvegi nr. 85 að flugstöð Húsavíkurflugvallar.
Greinargerð:
Svo virðist að umræddur vegkafli sé hálf munaðarlaus og ekki á ábyrgð neins. Til að tryggja mokstur þarf Vegagerðin að gera vegkaflan hluta af vegkerfinu og þjónusta veginn.
Virðingafyllst
Hjálmar Bogi Hafliðason
Ljóst er að umræddur vegkafli er á forræði Vegagerðarinnar sem ber þá ábyrgð á því að honum sé sinnt.
Fulltrúar Vegagerðarinnar koma á næsta fund skipulags- og framkvæmdaráðs. Byggðarráð óskar þess að erindið verði til umræðu þar.
Fulltrúar Vegagerðarinnar koma á næsta fund skipulags- og framkvæmdaráðs. Byggðarráð óskar þess að erindið verði til umræðu þar.
11.Samkomulag Framsýnar og Norðurþings vegna átaksverkefnis 16-17 ára
Málsnúmer 202005097Vakta málsnúmer
Stéttarfélagið Framsýn og Norðurþing hafa endurnýjað samkomulag frá fyrra ári um launakjör unglinga á aldrinum 16 til 17 ára sem verða þátttakendur í sérstöku átaksverkefni á vegum sveitarfélagsins á komandi sumri.
Lagt fram til kynningar.
12.Fulltrúaráðsfundur Stapa 2021 - Fundarboð
Málsnúmer 202103030Vakta málsnúmer
Boðað til fulltrúarráðsfundar Stapa lífeyrissjóðs 30. mars nk., gert er ráð fyrir að fundurinn verði rafrænn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera fulltrúi Norðurþings á fulltrúaráðsfundi Stapa.
13.Tilkynning til sveitarfélaga vegna nýrra jafnréttislöggjafar.
Málsnúmer 202103017Vakta málsnúmer
Borist hefur bréf frá Jafnréttisstofu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt eru ný lög sem lúta að jafnréttismálum og leysa af hólmi lög nr. 10/2008 um jafn stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Nýju lögin eru annars vegar lög um stjórnsýslu jafnréttismála nr. 151/2020 og hins vegar lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Byggðarráð vísar bréfinu til fjölskylduráðs.
14.Skúlagarður fasteignafélag ehf. - fundargerðir 2021
Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir aukahluthafafundar í Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. og stjórnarfundar stjórnar Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. sem haldnir voru þann 2. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
16.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202101056Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0942.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0942.html
Lagt fram til kynningar.
17.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021
Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/305.html
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/305.html
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:30.