Viðbrögð vegna bilunar dælubíls Slökkviliðsins á Húsavík
Málsnúmer 202103056
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021
Til umræðu í byggðarráði liggur greinargerð slökkviliðsstjóra um ástand bifreiða slökkviliðsins. Dælubifreið liðsins á Húsavík hefur verið biluð og erfiðlega gengið að fá varahluti til viðgerðarinnar. Velt er upp mögulegum næstu skrefum til að tryggja sem best öryggi íbúa jafnt sem starfsmanna sveitarfélagsins við störf sín fyrir slökkviliðið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina þarfir og stilla upp valkostum vegna endurnýjunar á dælubifreið Slökkviliðs Norðurþings.
Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021
Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina þarfir og stilla upp valkostum vegna endurnýjunar á dælubifreið Slökkviliðs Norðurþings.
Fyrir byggðarráði liggja nú umbeðin gögn og mun Grímur Kárason slökkviliðsstjóri koma á fund byggðarráðs og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina þarfir og stilla upp valkostum vegna endurnýjunar á dælubifreið Slökkviliðs Norðurþings.
Fyrir byggðarráði liggja nú umbeðin gögn og mun Grímur Kárason slökkviliðsstjóri koma á fund byggðarráðs og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við slökkviliðsstjóra. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að lánsbifreið til næstu missera á meðan unnið er að útfærslu fjárfestingarinnar er varða kaup og smíði á nýjum dælubíl til sveitarfélagsins. Sveitarstjóri mun leggja fyrir ráðið að nýju upplýsingar um kostnað við lánsbifreið.
Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021
Á 357. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð þakkar Grími fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við slökkviliðsstjóra. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að lánsbifreið til næstu missera á meðan unnið er að útfærslu fjárfestingarinnar er varða kaup og smíði á nýjum dælubíl til sveitarfélagsins. Sveitarstjóri mun leggja fyrir ráðið að nýju upplýsingar um kostnað við lánsbifreið.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við slökkviliðsstjóra. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að lánsbifreið til næstu missera á meðan unnið er að útfærslu fjárfestingarinnar er varða kaup og smíði á nýjum dælubíl til sveitarfélagsins. Sveitarstjóri mun leggja fyrir ráðið að nýju upplýsingar um kostnað við lánsbifreið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að samkomulagi um leigu á dælubíl til allt að tveggja ára og leggja fyrir ráðið.
Byggðarráð Norðurþings - 369. fundur - 19.08.2021
Umræður um þann farveg og tímalínu sem sveitarfélagið þarf að móta um kaup á nýrri dælubifreið.
Byggðarráð leggur til að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Norðurþings í fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun. Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning frekari þarfagreiningar á bifreið og útboðsferli kaupanna.
Byggðarráð Norðurþings - 374. fundur - 06.10.2021
Á 369. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð leggur til að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Norðurþings í fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun. Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning frekari þarfagreiningar á bifreið og útboðsferli kaupanna.
Byggðarráð leggur til að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Norðurþings í fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun. Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning frekari þarfagreiningar á bifreið og útboðsferli kaupanna.
Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins og mun boða fulltrúa frá innkaupasviði Reykjavíkurborgar á næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021
Fyrir byggðarráði liggja gögn vegna innkaupa á slökkvibifreið sem og upplýsingar um innkaupaferlið.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og Hjalti Jón Pálsson sérfræðingur hjá Ríkiskaupum koma á fund byggðarráðs.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og Hjalti Jón Pálsson sérfræðingur hjá Ríkiskaupum koma á fund byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar þeim Grími og Hjalta fyrir komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning á útboði slökkvibifreiðar í samráði við Ríkiskaup.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja undirbúning á útboði slökkvibifreiðar í samráði við Ríkiskaup.