Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

357. fundur 25. mars 2021 kl. 08:30 - 11:57 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 3, 6 og 7.
Hinrik Wöhler forstöðumaður Húsavíkurstofu, Örlygur Hnefill Örlygsson og James Knox frá Netflix sátu fundinn undir lið 4.

1.Viðbrögð vegna bilunar dælubíls Slökkviliðsins á Húsavík

Málsnúmer 202103056Vakta málsnúmer

Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greina þarfir og stilla upp valkostum vegna endurnýjunar á dælubifreið Slökkviliðs Norðurþings.

Fyrir byggðarráði liggja nú umbeðin gögn og mun Grímur Kárason slökkviliðsstjóri koma á fund byggðarráðs og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við slökkviliðsstjóra. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að lánsbifreið til næstu missera á meðan unnið er að útfærslu fjárfestingarinnar er varða kaup og smíði á nýjum dælubíl til sveitarfélagsins. Sveitarstjóri mun leggja fyrir ráðið að nýju upplýsingar um kostnað við lánsbifreið.

2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til frekari umfjöllunar endurskoðun á samþykktum Norðurþings samanber bókun á síðasta fundi ráðsins.
Formaður byggðarráðs leggur til að umræðum um endurskoðun á samþykktum Norðurþings verði frestað til næsta fundar ráðsins þann 8. apríl.
Tillagan er samþykkt.

3.Umræður um aðild Norðurþings að Ríkiskaupasamningi

Málsnúmer 202102154Vakta málsnúmer

Á 111. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var tekið til umfjöllunar erindi frá 90. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi aðild Norðurþings að rammasamningi Ríkiskaupa.

Á fundi sveitarstjórnar var bókað;
Til máls tóku; Helena, Bergur, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu;
Að umfjöllun um aðild sveitarfélagsins að einstökum liðum í Rammasamningi Ríkiskaupa verði vísað til byggðarráðs.

Tillagan er samþykkt samhljóða.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um aðild að rammasamningum og frásögn sveitarfélagsins frá einstökum hlutum hans.
Byggðarráð óskar eftir samantekt á ávinningi aðildar að rammmasamningi.

4.Óskarstilnefning lagsins Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga

Málsnúmer 202103136Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma þeir Hinrik Wöhler forstöðumaður Húsavíkurstofu og Örlygur Hnefill Örlygsson og fara yfir þýðingu óskarstilnefningar lagsins Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu og sveitarfélagið í heild.
Einnig kemur inn á fundinn James Knox fulltrúi Netflix.
Byggðarráð þakkar þeim Hinriki, Örlygi og James fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar um áhrif Óskarstilnefningar lagsins Húsavík fyrir ferðaþjónustu og samfélagið á Húsavík.

5.Tvö erindi frá Könnunarsögusafninu vegna Eurovision sýningar og Óskarsverðlauna

Málsnúmer 202103164Vakta málsnúmer

Borist hafa tvö erindi frá Könnunarsögusafninu, annars vegar ósk um stuðning við Eurovision sýningu á vegum safnsins og hins vegar ósk um stuðning við verkefnið "Óskars-herferð".
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið "Óskars-herferð" um eina og hálfa milljón.
Byggðarráð frestar afgreiðslu á styrkbeiðni vegna Eurovision sýningar.
Byggðarráð óskar eftir að lögð verði fram rekstraráætlun vegna Eurovision sýningarinnar áður en ákvörðun verður tekin.

6.Ósk um gögn og samskipti við framkvæmdasvið Norðurþings

Málsnúmer 202103161Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Guðmundi Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Garðvíkur ehf. vegna afhendingar á gögnum er varða samskipti hans við starfsmenn á framkvæmdasviði sveitarfélagsins.
Guðmundur krefst þess einnig að sveitarfélagið Norðurþing virði iðnaðarlög og hlut skrúðgarðyrkju sem löggiltrar iðngreinar.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

7.Kauptilboð Vallholtsvegur 10

Málsnúmer 202103104Vakta málsnúmer

Á 92. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var tekið fyrir kauptilboð í fasteignina Vallholtsveg 10 frá Útgerðarfélaginu Álfum ehf. að fjárhæð 20 milljónir.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tilboðinu verði hafnað.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð hafnar tilboðinu en lýsir sig tilbúið til frekari viðræðna um uppbyggingu á reitnum.

8.Ofgreiðsla staðgreiðslu 2020

Málsnúmer 202103001Vakta málsnúmer

Á 355. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ofgreiðslu á staðgreiðslu til sveitarfélaga í desember 2020 og janúar 2021. Ofgreiðsla til Norðurþings nemur samtals 32.473.369 krónum og verður hún innheimt í þrennu lagi í mars, apríl og maí.

Fyrir byggðarráði liggur nú yfirlit yfir endurgreiðslur sveitarfélagsins vegna ofgreiðslunnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Endurnýjun samnings við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 202103114Vakta málsnúmer

Samningur Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Norðurþings um rekstur bókasafna sveitarfélagsins rennur út um næstu áramót og hefur Menningarmiðstöðin óskað eftir endurskoðun samningsins m.t.t. endurnýjunar hans frá og með næstu áramótum.
Frestað til næsta fundar.

10.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Skjálftafélaginu - félagi áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri þar sem óskað er endurnýjunar á samningi um leigu á skólahúsnæðinu á Kópaskeri auk samtvinningu á starfsemi Skjálftasetursins og bókasafnsins.
Jafnframt er óskað eftir að samið verði um framlag Norðurþings til reksturs hússins og að gerð verði áætlun um lagfæringar og viðhalda á skólahúsinu.
Erindi þetta hefur, að hluta til, einnig verið til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Frestað til næsta fundar.

11.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings

Málsnúmer 202009122Vakta málsnúmer

Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök hafa óskað eftir endurnýjun á samstarfssamningi samtakanna og Norðurþings fyrir starfsárið 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að nýju samkomulagi.

12.Ráðgjafakostnaður Norðurþings 2018, 2019 og 2020

Málsnúmer 202102142Vakta málsnúmer

Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman lista yfir þá aðila sem sveitarfélagið hefur keypt ráðgjafakostnaðar af á árunum 2018-2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir útsvarstekjur sveitarfélagins fyrstu þrjá mánuði ársins ásamt yfirliti yfir rekstur málaflokka út febrúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

14.Tillaga um breytingu á nafni sveitarfélagsins

Málsnúmer 202103065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Ágústi Sigurði Óskarssyni um að breyta nafni sveitarfélagsins Norðurþings í Húsavík.
Bergur Elías leggur til að erindinu verði hafnað en ef að til frekari sameininga sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög komi þá verði heiti sveitarfélagsins mögulega endurskoðað.
Tillagan er samþykkt.

15.Hverfisráð Reykjahverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908034Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir hverfisráðs Reykjahverfis frá 21. janúar 2020 og 16. mars 2021, auk fundargerðar frá íbúafundi í Reykjahverfi þann 28. janúar 2020.
Lið númer 4 hefur verið svarað í fundargerð 216. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 18. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Leikfélag Framhaldsskólans á Laugum - styrkbeiðni

Málsnúmer 202103064Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Leikfélagi Framhaldsskólans á Laugum þar sem óskað er eftir styrk til uppsetningar á leikritinu Bugsy Malone.
Byggðarráð frestar erindinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

17.Aðalfundur Veiðifélags Litluárvatna 2021

Málsnúmer 202103146Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Litluárvatna laugardaginn 3. apríl nk. í Skúlagarði í Kelduhverfi.
Byggðarráð tilnefnir Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Berg Elías Ágústsson til vara.

18.XXXVI Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202101136Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kemur fram að landsþingi sambandsins sem vera átti þann 26. mars nk. hefur verið frestað fram í maí.
Lagt fram til kynningar.

19.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202103087Vakta málsnúmer

Borist hefur fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 26. mars nk. kl. 15:30. Allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn en sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn en jafnframt verður boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku í gegnum Teams og fer atkvæðagreiðsla á fundinum fram með rafrænum hætti.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipan í stjórn Húsavíkurstofu 2021

Málsnúmer 202103053Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa tvo fulltrúa í stjórn Húsavíkurstofu fyrir aðalfund sem haldinn verður í apríl.
Byggðarráð tilnefnir Silju Jóhannesdóttur og Huld Hafliðadóttur sem fulltrúa Norðurþings í stjórn Húsavíkurstofu.

21.Fréttabréf Húsavíkurstofu 2021

Málsnúmer 202103052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fréttabréf Húsavíkurstofu í mars 2021.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir Húsavíkurstofu 2020-2021

Málsnúmer 202010094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 19. fundar stjórnar Húsavíkurstofu frá 18. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 45. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

24.Rekstur tjaldsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202103010Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð bókaði eftirfarandi á 86. fundi sínum: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi á milli Norðurþings og Völsungs vegna tjaldsvæðisins á Húsavík og vísar þeim til byggðarráðs. Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar.

25.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0793.html
Lagt fram til kynningar.

26.Stjórnarráðið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102138Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0827.html
Lagt fram til kynningar.

27.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101056Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0822.html
Lagt fram til kynningar.

28.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0993.html
Lagt fram til kynningar.

29.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframaleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0826.html
Lagt fram til kynningar.

30.Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102124Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. apríl nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1029.html
Lagt fram til kynningar.

31.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202102146Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0943.html
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:57.