Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 202103087
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021
Borist hefur fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 26. mars nk. kl. 15:30. Allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn en sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn en jafnframt verður boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku í gegnum Teams og fer atkvæðagreiðsla á fundinum fram með rafrænum hætti.
Lagt fram til kynningar.