Fara í efni

Frumkvöðlasetur - hús nýsköpunar, menntunar og atvinnulífs á Húsavík

Málsnúmer 202009027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Á fund byggðarráðs kemur Óli Halldórsson framkvæmdastjóri Þekkingarnets Þingeyinga og fer yfir uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík.
Á fund byggðarráðs komu Óli Halldórsson og Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga.
Byggðarráð þakkar Óla og Lilju Berglindi fyrir komuna og kynnninguna á verkefnunum "Frystihúsið" og "Hraðið". Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við verkefnin og hvetur ríkisvaldið til að veita verkefnunum brautargengi við gerð fjárlaga fyrir árið 2021.

Byggðarráð Norðurþings - 350. fundur - 14.01.2021

Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska kemur á fund byggðarráðs og gerir grein fyrir sjónarmiðum Norðlenska varðandi uppbyggingu Hraðsins í húsnæði félagsins að Garðarsbraut 14.
Byggðarráð þakkar Ágústi Torfa fyrir komuna á fundinn og greinargóða yfirferð um niðurstöðu málsins og stöðu fyrirtækisins.

Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga vegna endurnýjunar á samningi um sértækt verkefni sóknaráætlunarsvæða milli Þekkingarnetsins og SSNE til ársins 2022, helst með 2-3 ára framlengingu. Byggðarráð mælti með verkefninu við SSNE vegna ársins 2021 og óskar Þekkingarnetið eftir áframhaldandi stuðningi Norðurþings.
Byggðarráð tekur vel í erindið og mun leggja til við SSNE að verkefnið hljóti áfram brautargengi.