Byggðarráð Norðurþings
1.Frumkvöðlasetur - hús nýsköpunar, menntunar og atvinnulífs á Húsavík
Málsnúmer 202009027Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
3.Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds
Málsnúmer 202005122Vakta málsnúmer
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og kynna á næsta fundi ráðsins.
4.Vinnumálastofnun - starfsstöð á Húsavík
Málsnúmer 202009006Vakta málsnúmer
Um þessar mundir er ríkisstjórnin að efla viðspyrnu á mörgum vígstöðvum, meðal annars í gegnum Vinnumálastofnun og þau úrræði sem þar eru rekin. Í ljósi þess verður ekki annað séð en að brýnt sé að Vinnumálastofnun opni á ný starfstöð á Húsavík til að stofnunin geti rækt lögbundnar skyldur sínar við atvinnuleitendur í sveitarfélaginu og nærsveitarfélögum sem snúa að vinnumiðlun, mati á vinnufærni, þátttöku atvinnuleitenda í vinnumarkaðsaðgerðum og eftirliti þar á.
Opnun starfsstöðvar á Húsavík væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um fjölgun starfa á landsbyggðinni. Eðlilegt umfang slíkrar starfsemi væru tveir starfsmenn sem ýmist hefðu ýmist viðveru á starfstöð á Húsavík eða ferðuðust um innan Þingeyjarsýslu í þjónustu við atvinnuleitendur með viðtölum, námskeiðum og vinnumiðlun. Byggðarráð skorar á Vinnumálastofnun að bregðast skjótt við og opna á ný starfstöð á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma áskoruninni á framfæri við forstjóra Vinnumálastofnunar.
5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer
Til máls tóku: Kolbrún Ada og Hjálmar.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vinna við samþykktir Norðurþins verði frestað til haustsins og tekin upp aftur í byggðarráði í september 2020.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
6.Viðskiptareglur Norðurþings
Málsnúmer 201908074Vakta málsnúmer
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram drög að uppfærðum viðskiptareglum á fundi ráðsins þann 13. ágúst nk.
Helena og Kolbrún Ada samþykkja tillöguna.
Hafrún situr hjá.
7.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 202005065Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
8.Brothættar byggðir - umræða um verkefni í Öxarfirði og á Raufarhöfn
Málsnúmer 202008009Vakta málsnúmer
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að boða til fundarins.
Byggðarráð vísar umræðu um framtíð verkefnanna til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - Félagsþjónusta
Málsnúmer 202006086Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnti viðauka fyrir fjölskylduráði. Fjölskylduráð samþykkir framlagða viðauka og vísar þeim til afgreiðslu í Byggðaráði.
Viðauki vegna launa tengdum COVID-19 að fjárhæð 8.204.007 krónur.
Viðauki vegna barnaverndarmála og fjárhagsaðstoðar að fjárhæð 17.650.057 krónur.
Viðauki vegna aukinnar þjónustu í málefnum fatlaðra og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði að fjárhæð 0 krónur.
10.Rekstur skíðamannvirkja 2020 - viðauki
Málsnúmer 202009031Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 kr.
Viðauki vegna launa við rekstur skíðamannvirkja að fjárhæð 1.156.200 krónur.
11.Björgunarsveitin Pólstjarnan - ósk um samstarfssamning
Málsnúmer 202008097Vakta málsnúmer
12.Aðgerðir Norðurþings í tengslum við COVID-19
Málsnúmer 202009043Vakta málsnúmer
13.Erindi frá Sölkusiglingum vegna Covid-19.
Málsnúmer 202008081Vakta málsnúmer
14.Ósk um styrk til framkvæmda við gamla kirkjugarðinn.
Málsnúmer 202009033Vakta málsnúmer
Á 76. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en bendir á að hægt er að sækja um styrki til byggðarráðs.
15.Óskað er eftir styrk til að gefa út sögu dagblaðsins Dags á Akureyri.
Málsnúmer 202008079Vakta málsnúmer
16.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2019-2020
Málsnúmer 201903063Vakta málsnúmer
17.Bréf til eigenda Leigufélags Hvamms ehf
Málsnúmer 202009051Vakta málsnúmer
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Helena, Kolbrún Ada og Benóný óska bókað að þau eru samþykk því að heimila sölu á þeim íbúðum sem losna.
18.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020
Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020
Málsnúmer 202002110Vakta málsnúmer
20.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2019-2020
Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer
21.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 12:40.
Byggðarráð þakkar Óla og Lilju Berglindi fyrir komuna og kynnninguna á verkefnunum "Frystihúsið" og "Hraðið". Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við verkefnin og hvetur ríkisvaldið til að veita verkefnunum brautargengi við gerð fjárlaga fyrir árið 2021.