Brothættar byggðir - umræða um verkefni í Öxarfirði og á Raufarhöfn
Málsnúmer 202008009
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 335. fundur - 13.08.2020
Á fund byggðarráðs koma verkefnisstjórar byggðaverkefna Norðurþings, þær Charlotta Englund og Nanna Höskuldsdóttir til að fara yfir stöðuna tengda Öxarfirði í sókn og Raufarhöfn og framtíðinni. Raufarhafnarverkefninu er nú þegar formlega lokið en Nanna hefur frá þeim tíma sinnt ýmsum verkefni fyrir Norðuþing á staðnum samhliða störfum fyrir landshlutasamtökin (SSNE). Verkefninu í Öxarfirði lýkur sömuleiðis með formlegum hætti um áramóti og umræður um stöðuna og verkefnið sem slíkt því mikilvægur uppá framhaldið að gera.
Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020
Á 335. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.
Hjálmar Bogi leggur til að stjórn/forsvarsmenn Byggðastofnunar verðið boðuð á fund sveitarstjórnar og sömuleiðis aðilar ráðuneytis byggðamála innan tveggja mánaða.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að boða til fundarins.
Byggðarráð vísar umræðu um framtíð verkefnanna til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra er falið að boða til fundarins.
Byggðarráð vísar umræðu um framtíð verkefnanna til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021.
Byggðarráð Norðurþings - 341. fundur - 08.10.2020
Byggðarráð hefur til umræðu með hvaða hætti sveitarfélagið bregðist við í Öxarfirði þegar byggðaverkefninu Öxarfirði í sókn lýkur nú um áramót. Í þessu samhengi er horft til þess hvernig sveitarfélagið hefur sinnt hlutverki sínu í þessu sama tilliti eftir að verkefnið Raufarhöfn og framtíðin kláraðist, en þar hefur sveitarfélagið, í samstarfi við SSNE haldið úti starfi atvinnu- og samfélagsfulltrúa frá árinu 2018.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að starfslýsingu í samræmi við þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaði frá sveitarstjóra dagsettu 7. október 2020.
Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að starfslýsingu í samræmi við þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaði frá sveitarstjóra dagsettu 7. október 2020.
Byggðarráð þakkar Charlottu og Nönnu fyrir kynninguna á stöðu verkefnanna Öxarfjörður í sókn og Raufarhöfn og framtíðin.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um framtíð verkefnanna þar sem fram koma hugmyndir um farveg og ábyrgð sveitarfélagsins og annarra hagsmunaaðila.