Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
Málsnúmer 202006044
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 330. fundur - 11.06.2020
Fyrir byggðarráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 332. fundur - 02.07.2020
Fyrir byggðarráði liggja til umræðu fyrstu drög að sviðsmyndum vegna álagningar fasteignagjalda á árinu 2021. Einnig liggur fyrir byggðarráði ný Þjóðhagsspá Hagstofunnar frá 26. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 337. fundur - 03.09.2020
Á fund byggðarráðs mæta sviðsstjórar málaflokka ásamt hafnastjóra og framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf. til að fara yfir rekstur ársins 2020 og meta fjárhagslegar horfur ársins 2021.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:35.
Berglind Hauksdóttir kemur inn á fund kl. 11:35.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir komuna og yfirferð á stöðu málaflokka.
Berglind Hauksdóttir kemur inn á fund kl. 11:35.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir komuna og yfirferð á stöðu málaflokka.
Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020
Fyrir byggðarráði liggja drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Magnús Kristjánsson ráðgjafi hjá KPMG sat fundinn undir þessum lið í gegnum Teams fjarfundabúnað.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020
Fyrir byggðarráði liggja drög að römmum til úthlutunar vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Einnig er til umræðu rekstur málaflokka 05-Menningarmál, 07-Brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fund byggðarráðs og ræðir rekstur málaflokks 07-Brunamál og almannavarnir.
Einnig er til umræðu rekstur málaflokka 05-Menningarmál, 07-Brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kemur á fund byggðarráðs og ræðir rekstur málaflokks 07-Brunamál og almannavarnir.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir yfirferðina á rekstri málaflokks 07. Fjármálastjóri gerði grein fyrir stöðu rekstrar á öðrum málaflokkum sem til umræðu voru. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að ganga frá gerð fjárhagsramma og leggja fyrir byggðarráð á næsta fundi.
Byggðarráð Norðurþings - 340. fundur - 01.10.2020
Fyrir byggðarráði liggur tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Jafnframt liggur fyrir byggðarráði ákvörðun um fjárhagsramma til málaflokka og sjóða sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Jafnframt liggur fyrir byggðarráði ákvörðun um fjárhagsramma til málaflokka og sjóða sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja upp endanlega ramma fyrir málaflokka og sjóði sveitarfélagsins í samræmi við gögn og umræður á fundinum og leggja fyrir ráðin í næstu viku.
Fjölskylduráð - 74. fundur - 05.10.2020
Fjármálastjóri gerir grein fyrir helstu forsendum og samþykktum fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 79. fundur - 06.10.2020
Fjármálastjóri gerir grein fyrir helstu forsendum og samþykktum fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 341. fundur - 08.10.2020
Fyrir byggðarráði liggur uppfærð tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 ásamt uppfærðri útkomuspá fyrir árið 2020 og römmum fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 342. fundur - 15.10.2020
Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2021 ásamt þriggja ára áætlun 2022-2024, ásamt áætlun um skatttekjur fyrir árin 2021-2024.
Einnig liggja fyrir byggðarráði drög að rekstraráætlunum fyrir málaflokka 13 - Atvinnumál, 07 - Brunamál og almannavarnir og 21 - Sameiginlegur kostnaður.
Grímur Kárason mætir á fund byggðarráðs og fer yfir rekstur málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir.
Einnig liggja fyrir byggðarráði drög að rekstraráætlunum fyrir málaflokka 13 - Atvinnumál, 07 - Brunamál og almannavarnir og 21 - Sameiginlegur kostnaður.
Grímur Kárason mætir á fund byggðarráðs og fer yfir rekstur málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir.
Byggðarráð þakkar slökkvistjóra og fjármálastjóra fyrir yfirferðina á málaflokkum 07, 13 og 21.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020
Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2021 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024.
Til mál tóku: Kristján, Hjálmar, Helena, Bergur og Hafrún.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun fyrir 2022-2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun fyrir 2022-2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020
Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun.
Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020
Fyrir byggðarráði liggur uppfærð tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Byggðarráð beinir því til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. að meta áhrif af lækkun vatnsgjalds á A húsnæði úr 0,1% í 0,05% á rekstur vatnsveitunnar.
Umræðu um fjárhagsáætlun verður haldið áfram á næstu fundum byggðarráðs.
Umræðu um fjárhagsáætlun verður haldið áfram á næstu fundum byggðarráðs.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 213. fundur - 11.11.2020
Í gögnum sem lögð voru fram í byggðaráði Norðurþings þann 05.11.2020 í tengslum við umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2021, eru þær forsendur lagðar til grundvallar að vatnsgjald, annar af tveimur gjaldstofnum Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem inneimtir eru með fasteignagjöldum sveitarfélagsins, skuli taka 50% lækkun á milli ára. Þetta er gert til þess að mæta hækkunum gjaldstofna sveitarfélagsins, t.a.m. sorphirðugjöldum.
Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til umræddrar lækkunar vatnsgjalds og þeirra afleiðinga sem sú tekjuskerðing OH myndi hafa á rekstur og afkomu félagsins, en ekki síður hvernig sú aðgerð endurspeglast í nýlega samþykktri rekstrarstefnu félagsins.
"Stjórn skal við áætlanagerð á hverju ári setja félaginu markmið fyrir komandi ár, þ.á.m. um EBITDA-afkomu, eiginfjárhlutfall í lok árs, áætlaða ávöxtun eigin fjár í hverjum rekstrarþætti félagsins og hreint veltufé frá rekstri.
Stjórn skal við áætlanagerð og uppgjör aðgreina hvert rekstrarsvið (hitaveita, vatnsveita, fráveita o.s.frv.) félagsins sérstaklega.
Við áætlanagerð skal tryggt að fjárfestingarstefnu félagsins sé fylgt."
Óskað er afstöðu stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. til umræddrar lækkunar vatnsgjalds og þeirra afleiðinga sem sú tekjuskerðing OH myndi hafa á rekstur og afkomu félagsins, en ekki síður hvernig sú aðgerð endurspeglast í nýlega samþykktri rekstrarstefnu félagsins.
"Stjórn skal við áætlanagerð á hverju ári setja félaginu markmið fyrir komandi ár, þ.á.m. um EBITDA-afkomu, eiginfjárhlutfall í lok árs, áætlaða ávöxtun eigin fjár í hverjum rekstrarþætti félagsins og hreint veltufé frá rekstri.
Stjórn skal við áætlanagerð og uppgjör aðgreina hvert rekstrarsvið (hitaveita, vatnsveita, fráveita o.s.frv.) félagsins sérstaklega.
Við áætlanagerð skal tryggt að fjárfestingarstefnu félagsins sé fylgt."
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. heimilar tímabundna 50% lækkun vatnsgjalds vegna A-húsnæðis í Norðurþingi, úr 0,1% af fasteignamati húsnæðis í 0,05%. Tekjuskerðing OH vegna þeirrar lækkunar árið 2021 er áætluð kr. 15.867.105.
Bergur Elías óskar bókað: Tel það í alla staði skynsamlegra fyrir Orkuveitu Húsavíkur og og viðskiptaavini hennar að frysta alla gjaldskrárliði nema gjaldskrá hitaveitu sem hægt er að lækka á milli ára. Niðurstaða þessa gæti orðið betri fyrir heimili á starfssvæði veitunnar en núverandi tillaga felur í sér.
Bergur Elías óskar bókað: Tel það í alla staði skynsamlegra fyrir Orkuveitu Húsavíkur og og viðskiptaavini hennar að frysta alla gjaldskrárliði nema gjaldskrá hitaveitu sem hægt er að lækka á milli ára. Niðurstaða þessa gæti orðið betri fyrir heimili á starfssvæði veitunnar en núverandi tillaga felur í sér.
Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020
Fyrir byggðarráði liggur tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Einnig liggja fyrir byggðarráði fjárhagsáætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-atvinnumál og 21-sameiginlegur kostnaður sem og yfirlit yfir framlagðar fjárhagsáætlanir og óskir um viðbótarframlög málaflokka.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun yfir skatttekjur og vísar henni til heildaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 13-atvinnumál um 13.097.798 krónur og vísar áætluninni til heildaráætlunar.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun málaflokks 21-sameiginlegur kostnaður til heildaráætlunar.
Byggðarráð hafnar beiðni um hækkun á ramma málaflokks 07-brunamál og almannavarnir og felur sveitarstjóra frekari útfærslu á áætluninni til samræmis við ramma og vísar henni til heildaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 13-atvinnumál um 13.097.798 krónur og vísar áætluninni til heildaráætlunar.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun málaflokks 21-sameiginlegur kostnaður til heildaráætlunar.
Byggðarráð hafnar beiðni um hækkun á ramma málaflokks 07-brunamál og almannavarnir og felur sveitarstjóra frekari útfærslu á áætluninni til samræmis við ramma og vísar henni til heildaráætlunar.
Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020
Fyrir byggðarráði liggur uppfærð tekjuáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.
Jafnframt liggja fyrir byggðarráði drög að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til síðari umræðu.
Jafnframt liggja fyrir byggðarráði drög að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024, með áorðnum breytingum, til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi bókun;
Hvaða áherslur má finna í fjárhagsáætlun ársins 2021? Það er mikilvægt að virkja grasrótina og grunnstarfsemi sveitarfélagsins. "Það eru erfiðir tímar" eins og skáldið kvað um árið. Þá fyrst reynir á enda hafa tekjur Norðurþings verið miklar undanfarin ár eftir uppbyggingartíma. Þeim tíma er lokið og átti að vera sá tími sem hið opinbera setur fjármuni út í hagkerfið og samfélagið til að efla hagvöxt. Það ætti líka að gilda um sveitarfélagið Norðurþing. Um leið þarf að huga að rekstri þess, sem hefur ekki verið gert. Það væri eðlilegt að taka reksturinn til skoðunar enda minnkandi umsvif sveitarfélagsins og framkvæmdagetan lítil. Það er ekki hægt að kenna aðeins covid-19 um þá stöðu sem upp er komin.
Benóný, Helena og Kolbrún Ada óska bókað:
Áherslur í fjárhagsáætlunargerð hafa verið að viðhalda þjónustu eins og kostur er og standa vörð um æskulýðsstarf og skólastarf. Engar tillögur um hvar sé hægt að hagræða aðrar en þær sem hafa verið ræddar í haust hafa komið fram. Við teljum ekki unnt að hagræða meira í rekstri öðruvísi en að það komi niður á þjónustu og að því fylgi uppsagnir starfsmanna.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi bókun;
Hvaða áherslur má finna í fjárhagsáætlun ársins 2021? Það er mikilvægt að virkja grasrótina og grunnstarfsemi sveitarfélagsins. "Það eru erfiðir tímar" eins og skáldið kvað um árið. Þá fyrst reynir á enda hafa tekjur Norðurþings verið miklar undanfarin ár eftir uppbyggingartíma. Þeim tíma er lokið og átti að vera sá tími sem hið opinbera setur fjármuni út í hagkerfið og samfélagið til að efla hagvöxt. Það ætti líka að gilda um sveitarfélagið Norðurþing. Um leið þarf að huga að rekstri þess, sem hefur ekki verið gert. Það væri eðlilegt að taka reksturinn til skoðunar enda minnkandi umsvif sveitarfélagsins og framkvæmdagetan lítil. Það er ekki hægt að kenna aðeins covid-19 um þá stöðu sem upp er komin.
Benóný, Helena og Kolbrún Ada óska bókað:
Áherslur í fjárhagsáætlunargerð hafa verið að viðhalda þjónustu eins og kostur er og standa vörð um æskulýðsstarf og skólastarf. Engar tillögur um hvar sé hægt að hagræða aðrar en þær sem hafa verið ræddar í haust hafa komið fram. Við teljum ekki unnt að hagræða meira í rekstri öðruvísi en að það komi niður á þjónustu og að því fylgi uppsagnir starfsmanna.
Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020
Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2021 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2022-2024 til síðari umræðu.
Til máls tóku; Kristján, Hjálmar, Helena, Bergur og Hafrún.
Meirihluti leggur fram eftirfarandi bókun;
Líkt og undanfarin ár hefur fjárhagsáætlun Norðurþings verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í ráðum sveitarfélagsins. Lítill eða enginn ágreiningur hefur verið uppi um aðgerðirnar sjálfar, heldur frekar um forgangsröð þeirra.
Fyrir árið 2020 hafði byrjað að hægjast á hagvexti sem sýndi sig m.a. í fækkun ferðamanna. Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir að tekjur myndu aukast lítillega. Álögur á íbúa varðandi fasteignaskatt voru lækkaðar og gjaldskrár sveitarfélagsins tóku almennt litlum hækkunum. Nýgerðir kjarasamningar og heimsfaraldurinn COVID-19 hafa leitt af sér að kostnaður jókst hjá sveitarfélaginu. Í útkomuspá ársins 2020 stefnir því í tæplega 100 mkr halla. Ekki er séð fyrir endann á áhrifum og afleiðingum COVID-19 þó nú hylli undir bóluefni gegn sjúkdómnum og betri tíð. Óhjákvæmilega hefur gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2022-2024 litast af framangreindu.
Við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2022-2024 eru hófstilltar væntingar til tekjuaukningar. Lögð hefur verið áhersla á að að verja störf og þjónustu hjá sveitarfélaginu, stofnunum og fyrirtækjum þess. Gerðar hafa verið breytingar á launakjörum með því að segja upp fastri óunninni yfirvinnu, seinka launahækkunum stjórnenda og lækka laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna. Þetta setjum við í forgang þar sem við lítum svo á að við séum í miðjum uppbyggingarfasa iðnaðarsvæðisins á Bakka, starfsemi þar fari á gott skrið á fyrri hluta ársins og að nýgerðar viljayfirlýsingar leiði til þess á komandi árum að umsvif þar aukist. Á Kópskeri er hafin uppbygging á landeldi á laxi og þar um kring hafa þónokkur smáfyrirtæki komist á legg á undanförnum misserum. Við horfum til þess að eftir fækkun íbúa á árinu taki þeim aftur að fjölga á næsta ári. Við lítum jafnframt svo á að hér muni áfram verða blómleg ferðaþjónusta og önnur atvinnustarfsemi þegar heimsfaraldurinn verður ráðinn niður. Þá eru framundan tvö stór fjárfestingarverkefni, annars vegar bygging hjúkrunarheimilis og hins vegar bygging íbúðakjarna fyrir fatlaða. Við teljum því ekki rétt að fækka starfsfólki innan stjórnsýslu sveitarfélagsins eða stofnana þess, heldur að taka á okkur ölduna og rísa upp aftur til áframhaldandi sóknar við uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og innviða og móttöku nýrra íbúa.
Rétt er að árétta það að fjárhagsáætlunin er bindandi rammi á þær fjárheimildir sem til staðar verða á næsta ári og til þriggja ára. Gæta þarf þess að þær fjárheimilidir til rekstrarins sem hér hafa verið samþykktar verði virtar við úrlausn þeirra verkefna sem við blasa á næsta ári.
Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Minnihluti leggur fram eftirfarandi bókun;
Óhætt er að segja að árið 2020 hafi verið erfitt fyrir land og þjóð. Við höfum tekist á við áskoranir sem engan óraði fyrir með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfi landsins og starfsemi fyrirtækja. Hver áhrifin verða á okkar samfélag liggur ekki endalega fyrir. Staða ferðaþjónustunnar, sérstaklega minni fyrirtækja er áhyggjuefni. Áhrif á rekstur sveitarfélagsins eru enn sem komið er óveruleg.
Blessunarlega hefur Norðurþing gengið í gegnum mikið hagvaxtarskeið undanfarin ár, með gríðarlegum fjárfestingum og tekjuaukningu sveitarfélagsins. Frá árinu 2013 til ársins 2021 er gert ráð fyrir að tekjur hafi aukist um 85%, úr 2,7 milljörðum króna í ríflega 5 milljarða. Sveitarfélagið Norðurþing ætti að vera eitt þeirra fáu sveitarfélaga sem eru vel í stakk búin til að mæta fjárhagslegum áskorunum sem fylgja Covid-19. Því miður er það ekki raunin.
Á tímum sem þessum á að skipta öllu máli að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki sveitarfélagsins, samhliða rekstrar hagræðingu og ögun í framkvæmdum. Að frumkvæði minnihluta hefur álagning fasteignaskatts verið lækkuð, en vegur ekki upp á móti þeim gríðarlegu hækkunum sem verið hafa undanfarin ár. Jafnframt er gríðarlega mikilvægt að halda vel utan um íþrótta, æskulýðsstarf og félagsstarf í sveitarfélaginu á tímum sem þessum. Í fjárhagsáætlunargerðinni var það áhersla meirihluta sveitarstjórnar að lækka framlög til framangreindrar starfsemi um 10%, eða um 13% að raungildi. Minnihlutinn mun ekki með nokkru móti geta stutt slíkar áherslur og leggur til að fjárframlag verði óbreytt á næsta ári að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Í þjónustukönnunum Gallup kemur í ljós að óánægja eykst meðal barnafjölskyldna og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. Sömuleiðis dregur úr ánægju fólks með aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Miðað við áherslur meirihlutans sem birtast í fjárhagsáætlun stendur ekki til að bregðast við þeirri óánægju.
Framkvæmdir verða af skornum skammti á komandi ári, hjá B hluta 188 milljónir, þar af Orkuveita Húsavíkur um 140 m.kr. Eignasjóður um 237 m.kr. Framlög til umhverfismála sem og viðhalds verða takmörkuð.
Það er áhyggjuefni að útsvar og aðrir skattstofnar A-hluta duga ekki fyrir launakostnaði. Gert er ráð fyrir verulegri aukningu í framlagi jöfnunasjóðs sveitarfélaga á árinu 2021. Að auki er staðið frammi fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem þýðir að eftir stendur Hvammur sem er stórt og mikið húsnæði sem þarfnast kostnaðarsamra endurbóta. Ekki liggur fyrir hvað verður um framtíðarnýtingu hússins. Stór og mikil viðfangsefni munu því líta dagsins ljós.
Það er vilji okkar sem sitjum í minnihluta sveitarstjórnar að ráðdeild sé höfð að leiðarljósi í rekstri og vandað sé til verka þegar fjallað er um almannafé. Allir kjörnir fulltrúar eru samábyrgir í þeim ákvörðunum sem teknar eru. Bæta þarf þjónustu við börn og ungmenni í öllu sveitarfélaginu, ljúka framkvæmdum sem sveitarfélagið ræðst í og stöðva framúrkeyrslur verkefna og málaflokka. Auknar tekjur verða ekki sóttar í vasa fjölskyldna og fyrirtækja til að fóðra rekstur sveitarfélagsins.
Virðingarfyllst
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Fjárhagsáætlun 2021 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju. Bergur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti. Hafrún situr hjá.
Þriggja ára áætlun 2022-2024 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju. Bergur, Hjálmar, Hrund og Hafrún sitja hjá.
Meirihluti leggur fram eftirfarandi bókun;
Líkt og undanfarin ár hefur fjárhagsáætlun Norðurþings verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í ráðum sveitarfélagsins. Lítill eða enginn ágreiningur hefur verið uppi um aðgerðirnar sjálfar, heldur frekar um forgangsröð þeirra.
Fyrir árið 2020 hafði byrjað að hægjast á hagvexti sem sýndi sig m.a. í fækkun ferðamanna. Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir að tekjur myndu aukast lítillega. Álögur á íbúa varðandi fasteignaskatt voru lækkaðar og gjaldskrár sveitarfélagsins tóku almennt litlum hækkunum. Nýgerðir kjarasamningar og heimsfaraldurinn COVID-19 hafa leitt af sér að kostnaður jókst hjá sveitarfélaginu. Í útkomuspá ársins 2020 stefnir því í tæplega 100 mkr halla. Ekki er séð fyrir endann á áhrifum og afleiðingum COVID-19 þó nú hylli undir bóluefni gegn sjúkdómnum og betri tíð. Óhjákvæmilega hefur gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2022-2024 litast af framangreindu.
Við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2021 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2022-2024 eru hófstilltar væntingar til tekjuaukningar. Lögð hefur verið áhersla á að að verja störf og þjónustu hjá sveitarfélaginu, stofnunum og fyrirtækjum þess. Gerðar hafa verið breytingar á launakjörum með því að segja upp fastri óunninni yfirvinnu, seinka launahækkunum stjórnenda og lækka laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna. Þetta setjum við í forgang þar sem við lítum svo á að við séum í miðjum uppbyggingarfasa iðnaðarsvæðisins á Bakka, starfsemi þar fari á gott skrið á fyrri hluta ársins og að nýgerðar viljayfirlýsingar leiði til þess á komandi árum að umsvif þar aukist. Á Kópskeri er hafin uppbygging á landeldi á laxi og þar um kring hafa þónokkur smáfyrirtæki komist á legg á undanförnum misserum. Við horfum til þess að eftir fækkun íbúa á árinu taki þeim aftur að fjölga á næsta ári. Við lítum jafnframt svo á að hér muni áfram verða blómleg ferðaþjónusta og önnur atvinnustarfsemi þegar heimsfaraldurinn verður ráðinn niður. Þá eru framundan tvö stór fjárfestingarverkefni, annars vegar bygging hjúkrunarheimilis og hins vegar bygging íbúðakjarna fyrir fatlaða. Við teljum því ekki rétt að fækka starfsfólki innan stjórnsýslu sveitarfélagsins eða stofnana þess, heldur að taka á okkur ölduna og rísa upp aftur til áframhaldandi sóknar við uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og innviða og móttöku nýrra íbúa.
Rétt er að árétta það að fjárhagsáætlunin er bindandi rammi á þær fjárheimildir sem til staðar verða á næsta ári og til þriggja ára. Gæta þarf þess að þær fjárheimilidir til rekstrarins sem hér hafa verið samþykktar verði virtar við úrlausn þeirra verkefna sem við blasa á næsta ári.
Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Minnihluti leggur fram eftirfarandi bókun;
Óhætt er að segja að árið 2020 hafi verið erfitt fyrir land og þjóð. Við höfum tekist á við áskoranir sem engan óraði fyrir með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfi landsins og starfsemi fyrirtækja. Hver áhrifin verða á okkar samfélag liggur ekki endalega fyrir. Staða ferðaþjónustunnar, sérstaklega minni fyrirtækja er áhyggjuefni. Áhrif á rekstur sveitarfélagsins eru enn sem komið er óveruleg.
Blessunarlega hefur Norðurþing gengið í gegnum mikið hagvaxtarskeið undanfarin ár, með gríðarlegum fjárfestingum og tekjuaukningu sveitarfélagsins. Frá árinu 2013 til ársins 2021 er gert ráð fyrir að tekjur hafi aukist um 85%, úr 2,7 milljörðum króna í ríflega 5 milljarða. Sveitarfélagið Norðurþing ætti að vera eitt þeirra fáu sveitarfélaga sem eru vel í stakk búin til að mæta fjárhagslegum áskorunum sem fylgja Covid-19. Því miður er það ekki raunin.
Á tímum sem þessum á að skipta öllu máli að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki sveitarfélagsins, samhliða rekstrar hagræðingu og ögun í framkvæmdum. Að frumkvæði minnihluta hefur álagning fasteignaskatts verið lækkuð, en vegur ekki upp á móti þeim gríðarlegu hækkunum sem verið hafa undanfarin ár. Jafnframt er gríðarlega mikilvægt að halda vel utan um íþrótta, æskulýðsstarf og félagsstarf í sveitarfélaginu á tímum sem þessum. Í fjárhagsáætlunargerðinni var það áhersla meirihluta sveitarstjórnar að lækka framlög til framangreindrar starfsemi um 10%, eða um 13% að raungildi. Minnihlutinn mun ekki með nokkru móti geta stutt slíkar áherslur og leggur til að fjárframlag verði óbreytt á næsta ári að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Í þjónustukönnunum Gallup kemur í ljós að óánægja eykst meðal barnafjölskyldna og hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. Sömuleiðis dregur úr ánægju fólks með aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Miðað við áherslur meirihlutans sem birtast í fjárhagsáætlun stendur ekki til að bregðast við þeirri óánægju.
Framkvæmdir verða af skornum skammti á komandi ári, hjá B hluta 188 milljónir, þar af Orkuveita Húsavíkur um 140 m.kr. Eignasjóður um 237 m.kr. Framlög til umhverfismála sem og viðhalds verða takmörkuð.
Það er áhyggjuefni að útsvar og aðrir skattstofnar A-hluta duga ekki fyrir launakostnaði. Gert er ráð fyrir verulegri aukningu í framlagi jöfnunasjóðs sveitarfélaga á árinu 2021. Að auki er staðið frammi fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis sem þýðir að eftir stendur Hvammur sem er stórt og mikið húsnæði sem þarfnast kostnaðarsamra endurbóta. Ekki liggur fyrir hvað verður um framtíðarnýtingu hússins. Stór og mikil viðfangsefni munu því líta dagsins ljós.
Það er vilji okkar sem sitjum í minnihluta sveitarstjórnar að ráðdeild sé höfð að leiðarljósi í rekstri og vandað sé til verka þegar fjallað er um almannafé. Allir kjörnir fulltrúar eru samábyrgir í þeim ákvörðunum sem teknar eru. Bæta þarf þjónustu við börn og ungmenni í öllu sveitarfélaginu, ljúka framkvæmdum sem sveitarfélagið ræðst í og stöðva framúrkeyrslur verkefna og málaflokka. Auknar tekjur verða ekki sóttar í vasa fjölskyldna og fyrirtækja til að fóðra rekstur sveitarfélagsins.
Virðingarfyllst
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Fjárhagsáætlun 2021 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju. Bergur, Hjálmar og Hrund greiða atkvæði á móti. Hafrún situr hjá.
Þriggja ára áætlun 2022-2024 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum Helenu, Heiðbjartar, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju. Bergur, Hjálmar, Hrund og Hafrún sitja hjá.
Lagt fram til kynningar.