Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Samtal við ferðaþjónustuaðila um viðbrögð vegna Covid-19
Málsnúmer 202006056Vakta málsnúmer
Til fundar byggðarráðs mæta fulltrúar í aðgerðahópi Húsavíkurstofu sem hafa til umræðu stöðuna í ferðaþjónustu á Húsavík í ljósi Covid-19.
2.Framtíð atvinnuuppbyggingar á Bakka
Málsnúmer 202006054Vakta málsnúmer
Á undangengnum árum hefur verið ráðist í mjög umfangsmiklar innviðafjárfestingar sem stutt hafa við atvinnuuppbyggingu á svæðinu og hafa þær framkvæmdir eflt mjög samkeppnishæfni sveitarfélagsins. Þar má helst telja framkvæmdir við höfnina á Húsavík, jarðgangagerð um Húsavíkurhöfðagöng, orkuinniviðir hafa verið byggðir upp með gufuaflsvirkjun á Þeistareykjum og tenging raforkuflutningskerfisins milli Þeistareykja og Bakka eru allt þættir sem setja iðnaðarsvæðið raunverulega á kortið m.t.t. nýrrar/aukinnar framleiðslu á Íslandi.
Svæðið allt styður mjög vel við frekari atvinnuuppbyggingu og Bakki meðal fremstu svæða á landsvísu til að hýsa fjölbreyttan iðnað. Einnig er spennandi að horfa til þess hvort sérstök tækifæri geti falist í samspili og samstarfi PCC BakkiSilicon hf. og annarra fyrirtækja með það markmið að styrkja svæðið í anda hringrásarhagkerfisins.
Norðurþing, Landsvirkjun, PCC BakkiSilicon og fleiri hafa sameiginlegan hag af því að vinna náið saman til þess að Bakki haldi áfram að vaxa og dafna sem atvinnusvæði sem geti tekið á móti atvinnutækifærum sem byggja t.a.m. á sjálfbærri orkunýtingu. Þar eru hagsmunir Landsvirkjunar ríkir og hefur fyrirtækið þekkingu, mannafla og getu í að styðja við sveitarfélagið í frekari þróun Bakkaverkefnisins. Í því samhengi er nauðsynlegt að þróa skýra framtíðarsýn fyrir svæðið, greina enn betur tækifærin og skipuleggja sókn sem byggir á styrkleikum svæðisins og framtíðarsýn sveitarfélagsins í atvinnumálum í ljósi aukinna krafna um græna og loftslagsvæna starfsemi.
Sveitarstjóri óskar eftir umboði byggðarráðs til þess að leita til Landsvirkjunar og PCC BakkiSilicon um sérstakt samstarf samkvæmt ofangreindu. Í samstarfinu væri lögð sérstök áhersla á að sækja fram á grunni sjálfbærni og umhverfisvænnar starfsemi á Bakka.
Svæðið allt styður mjög vel við frekari atvinnuuppbyggingu og Bakki meðal fremstu svæða á landsvísu til að hýsa fjölbreyttan iðnað. Einnig er spennandi að horfa til þess hvort sérstök tækifæri geti falist í samspili og samstarfi PCC BakkiSilicon hf. og annarra fyrirtækja með það markmið að styrkja svæðið í anda hringrásarhagkerfisins.
Norðurþing, Landsvirkjun, PCC BakkiSilicon og fleiri hafa sameiginlegan hag af því að vinna náið saman til þess að Bakki haldi áfram að vaxa og dafna sem atvinnusvæði sem geti tekið á móti atvinnutækifærum sem byggja t.a.m. á sjálfbærri orkunýtingu. Þar eru hagsmunir Landsvirkjunar ríkir og hefur fyrirtækið þekkingu, mannafla og getu í að styðja við sveitarfélagið í frekari þróun Bakkaverkefnisins. Í því samhengi er nauðsynlegt að þróa skýra framtíðarsýn fyrir svæðið, greina enn betur tækifærin og skipuleggja sókn sem byggir á styrkleikum svæðisins og framtíðarsýn sveitarfélagsins í atvinnumálum í ljósi aukinna krafna um græna og loftslagsvæna starfsemi.
Sveitarstjóri óskar eftir umboði byggðarráðs til þess að leita til Landsvirkjunar og PCC BakkiSilicon um sérstakt samstarf samkvæmt ofangreindu. Í samstarfinu væri lögð sérstök áhersla á að sækja fram á grunni sjálfbærni og umhverfisvænnar starfsemi á Bakka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita til Landsvirkjunar og PCCBakkiSilicon hf. um samstarf um frekari uppbyggingu á Bakka.
3.Umsóknir um sumarstörf 2020
Málsnúmer 202004003Vakta málsnúmer
Samantekt um úrvinnslu umsókna sérstakra sumarstarfa vegna Covid-19 áhrifa er til umræðu í byggðarráði. Minnisblað með samantekt skrifstofu- og skjalastjóra lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Umræða um verkefnið Brothættar byggðir í Norðurþingi
Málsnúmer 202003053Vakta málsnúmer
Á 329. fundi byggðarráðs var til umræðu staðan á verkefninu Öxarfjörður í sókn.
Á fundi ráðsins var bókað;
Umræðum verður fram haldið á næsta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefnisins.
Á fundi ráðsins var bókað;
Umræðum verður fram haldið á næsta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um stöðu verkefnisins.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Úrvinnsla fyrirspurna um niðurfellingu sorphirðugjalds
Málsnúmer 202005122Vakta málsnúmer
Á 328. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi tveggja aðila sem óskað hafa eftir niðurfellingu sorphirðugjalda á þeim grunni að sorphirða sé keypt beint af rekstraraðila sorphirðu í Norðurþingi.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Sveitarstjóra er falið að svara erindunum og tjá íbúðareigendum að sveitarfélagið sjái sér ekki fært að verða við óskum um niðurfellingu sorphirðugjalda.
6.Uppfærsla á samningum Norðurþings og PCC BakkiSilicon hf.
Málsnúmer 202006035Vakta málsnúmer
Skjöl lögð til kynningar er varða uppfærslu á samningum (e. direct agreements) Norðurþings og Hafnasjóðs Norðurþings annarsvegar, við PCC BakkiSilicon og KfW bankann í Þýskalandi hinsvegar.
Lagt fram til kynningar.
7.Erindi frá Örlygi Hnefli Jónssyni vegna framkvæmda við Höfða og innheimtumála
Málsnúmer 202006053Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá Örlygi Hnefli Jónssyni vegna framkvæmda við Höfða á árinu 2018 og innheimtuaðgerða vegna ógreiddra orkureikninga.
Í erindinu er gerður áskilnaður um að leita til Úrskurðarnefndar upplýsingamála um að öll gögn og fundargerðir verði afhent og að einnig verði leitað til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem og Umboðsmanns Alþingis vegna framgangs við stjórnun verkefnisins af hálfu Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Í erindinu er gerður áskilnaður um að leita til Úrskurðarnefndar upplýsingamála um að öll gögn og fundargerðir verði afhent og að einnig verði leitað til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem og Umboðsmanns Alþingis vegna framgangs við stjórnun verkefnisins af hálfu Norðurþings og Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.
8.Rekstur Norðurþings 2020
Málsnúmer 202002108Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins á tímabilinu janúar til apríl 2020.
Lagt fram til kynningar.
9.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19
Málsnúmer 202006040Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna áhrifa COVID-19 á opinber fjármál. Ráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélaga og er óskað eftir að verkefnið sé í forgangi svo tryggt verði að skýr yfirsýn fáist um stöðu einstakra sveitarfélaga sem fyrst.
Erindinu hefur þegar verið svarað.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Brunamál og almannavarnir
Málsnúmer 202006033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur viðaukabeiðni vegna málaflokks 07-Brunamál og almannavarnir vegna launa í tengslum við COVID-19.
Á fund byggðarráðs kemur Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og fer yfir viðaukabeiðnina.
Á fund byggðarráðs kemur Grímur Kárason slökkviliðsstjóri og fer yfir viðaukabeiðnina.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.706.478 króna viðbótarframlagi til málaflokks 07 - Brunamál og almannavarnir vegna launa í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
11.Fræðslusvið - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
Málsnúmer 202006016Vakta málsnúmer
Á 66. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar grunnskóla Raufarhafnar að fjárhæð 9.297.215 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar leikskóla Grænuvalla og mötuneytis Borgarhólsskóla að fjárhæð 5.263.700 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar leikskólans Grænuvalla að fjárhæð 18.000.000 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar Grænuvalla og mötuneytis Borgarhólsskóla vegna lækkunar að fjárhæð 1.500.000 kr. og óskar einnig eftir heimild til tilfærslu á milli sviða.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar grunnskóla Raufarhafnar að fjárhæð 9.297.215 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar leikskóla Grænuvalla og mötuneytis Borgarhólsskóla að fjárhæð 5.263.700 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar leikskólans Grænuvalla að fjárhæð 18.000.000 kr.
Fjölskylduráð óskar eftir viðauka við byggðarráð vegna fjárhagsáætlunar Grænuvalla og mötuneytis Borgarhólsskóla vegna lækkunar að fjárhæð 1.500.000 kr. og óskar einnig eftir heimild til tilfærslu á milli sviða.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 5.263.700 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna tekjutaps í tengslum við COVID-19.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 9.297.215 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna Grunnskóla Raufarhafnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 18.000.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna launakostnaðar á Grænuvöllum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.500.000 króna lækkun á rekstri málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna breytinga á rekstri mötuneyta Grænuvalla og Borgarhólsskóla.
Viðaukunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukunum til samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 9.297.215 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna Grunnskóla Raufarhafnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 18.000.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna launakostnaðar á Grænuvöllum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.500.000 króna lækkun á rekstri málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál vegna breytinga á rekstri mötuneyta Grænuvalla og Borgarhólsskóla.
Viðaukunum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukunum til samþykktar í sveitarstjórn.
12.Viðauki við fjárhagsáætlun 2020 - Æskulýðs- og íþróttamál
Málsnúmer 202006041Vakta málsnúmer
Á 66. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs (06)til byggðarráðs að upphæð 2.500.000 kr.
Fjölskylduráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs (06)til byggðarráðs að upphæð 1.500.000 kr. og óskar eftir heimild við tilfærslu fjarmagns á milli sviða.
Fjölskylduráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs (06)til byggðarráðs að upphæð 2.500.000 kr.
Fjölskylduráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs (06)til byggðarráðs að upphæð 1.500.000 kr. og óskar eftir heimild við tilfærslu fjarmagns á milli sviða.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 2.500.000 króna viðbótarframlagi til málaflokks 06 - Íþrótta- og tómstundamál vegna ferðastyrks til Völsungs í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir einnig tilfærslu á 1.500.000 krónum frá 02 - Félagsþjónustu til 06 - Íþrótta- og tómstundamál.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir einnig tilfærslu á 1.500.000 krónum frá 02 - Félagsþjónustu til 06 - Íþrótta- og tómstundamál.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
13.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Tímaáætluninni er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
14.Styrkbeiðni vegna menningardaga á Raufarhöfn.
Málsnúmer 202006049Vakta málsnúmer
Menningardaganefnd Raufarhafnar óskar eftir 250.000 króna styrk til að halda Menningardaga á Raufarhöfn í október 2020.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Menningardaga á Raufarhöfn 2020 um 250.000 krónur.
15.Fulltrúaráðsfundur og Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2020
Málsnúmer 202005068Vakta málsnúmer
Boðað er til ársfundar Stapa lífeyrissjóðs árið 2020 þriðjudaginn 30. júní nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Byggðarráð tilnefnir Drífu Valdimarsdóttur fjármálastjóra sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Kristján Þór Magnusson til vara.
16.Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 202003043Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 12. júní nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Kristján Þór Magnússon verði fulltrúi Norðurþings á fundinum.
17.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021
Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Öxarfjarðar þann 20. maí sl.
Byggðarráð vísar málum númer 1, 2, 4, 5 og 6 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjóra er falið að senda ábendingu á Vegagerðina vegna máls númer 3.
Sveitarstjóra er falið að senda ábendingu á Vegagerðina vegna máls númer 3.
18.Fréttabréf SSNE 2020
Málsnúmer 202004036Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur 3. tbl. fréttabréfs SSNE í maí 2020.
Lagt fram til kynningar.
19.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020
Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 10. fundar stjórnar SSNE frá 2. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
20.Fundargerðir stjórnar AÞ ses. 2019-2020
Málsnúmer 202002110Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 8. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf. frá 29. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:58.
Byggðarráð hvetur til opinna samskipta um verkefni og viðburði á svæðinu í sumar.