Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

79. fundur 06. október 2020 kl. 13:00 - 15:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001107Vakta málsnúmer

Til upplýsingar fundargerð 426. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri gerir grein fyrir helstu forsendum og samþykktum fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Heimabakarís

Málsnúmer 202010023Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um leyfi til sölu veitinga í flokki II í Heimabakaríi að Garðarsbraut 15 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð, f.h. Norðurþings, felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

4.Eigendur að Höfðavegi 24 óska eftir því að gera bílastæði austan við húsið

Málsnúmer 202010002Vakta málsnúmer

Eigendur Höfðavegar 24 óska heimildar til að gera bílastæði austan við hús lóðarinnar. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirhuguð framkvæmdum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir gerð bílastæðisins. Sé óskað niðurtektar kantsteins vegna aðkomu að bílastæðinu er lóðarhafa bent á að hafa samband við framkvæmdasvið sveitarfélagsins.

5.Val ehf óskar eftir lóðarstækkun við Höfða 5c

Málsnúmer 202010032Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Val ehf óskar eftir stækkun lóðar Höfða 5c um 4 m til austurs eins og meðfylgjandi rissmynd sýnir.
Umræddur lóðarskiki er að nokkru leiti innan þinglýstrar lóðar Höfða 1.

Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að lóð Höfða 1 verði skert eins og erindi ber með sér og hafnar því erindinu. Ráðið fellst á að heimila afnot af lóðinni í samráði við framkvæmdasvið sveitarfélagsins.
Guðmundur situr hjá.

6.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur samantekt á athugasemdum og ábendingum frá Vegagerð, lögreglu og öðrum hagaðilum. Óskað er afstöðu kjörinna fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra athugasemda sem gerðar eru og þess sem fram kemur í skjalinu og ákveða hvernig umferðarmerkingum á Húsavík verður háttað.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa drög að auglýsingu í stjórnarskrártíðindi og leggja fyrir ráðið að viku liðinni. Drögin skulu byggð á fyrirliggjandi gagni þar sem tekið er tillit til ábendinga lögreglu varðandi stöðvunarskyldur sem ættu að vera biðskyldumerkingar. Einnig varðandi Sólvelli inn á Fossvelli. Einnig að taka tillit til ábendinga ökukennara varðandi hægri rétt á tveimur gatnamótum upp á Höfða. Ekki skal bæta við merkingum við bílastæði við Uppsalaveg sem var tillaga en lögregla telur óþarft. Við Árgötu inn á Garðarsbraut skal taka stöðvunarskyldu af.
Bergur Elías situr hjá.

7.Ásgata 19 eftirfylgni v. útgáfu afsals

Málsnúmer 201802060Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja gögn vegna sölu á fasteign frá árinu 2014. Norðurþing er enn afsalshafi á eigninni og þarf ráðið að taka afstöðu til þess hvort gefa eigi út afsal á eigninni á þessum tímapunkti.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gefa út afsal til Jóns og Þórðar Hermannssona vegna Ásgötu 19. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að ekki sé búið að klára húsið að utan líkt og samningur kveður á um.

8.Uppbygging og viðhald á götum á Kópaskeri.

Málsnúmer 202009176Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Ómari Gunnarssyni varðandi gatnagerð/framkvæmdir á Kópaskeri í tengslum við fiskeldi á Röndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar. Málið verður tekið til umfjöllunar við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021.

9.Gjaldskrá vegna landleigu í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Vegna gjaldtöku í tengslum við landleigu í Norðurþingi fyrir árið 2021, er vísað í minnisblað fjármálastjóra Norðurþings frá árinu 2019. Óskað er afstöðu fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs til málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til eftirfarandi gjaldskrá:
Gjald í landleigu 6.500 kr. per hektara á ári.
Gjaldinu er ætlað að standa undir þeim kostnaði sem sveitarfélagið ber vegna umsýslu og utanumhalds vegna þessa.

Ráðið vísar niðurstöðunni til sveitarstjórnar til samþykktar.

10.Gjaldskrá vegna gámaleigusvæðis í Haukamýri 2021

Málsnúmer 202010011Vakta málsnúmer

Gjaldtaka vegna gámaleigusvæðis í Haukamýri er með þeim hætti að fyrir 40 feta gám er í dag innheimt kr. 6.000 og kr. 3.000 vegna gámaleigusvæðis undir 20 feta gám. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi gjaldskrá gámaleigu í Haukamýri.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til eftirfarandi gjaldskrá vegna gámaleigusvæðis í Haukamýri 2021 að mánaðarleiga verði:
20 feta gámar og bátakerrur 3000 kr.
40 feta gámar 6000 kr.

Gjaldskráin byggir á þeirri upphæð sem innheimt er í dag.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar niðurstöðunni til sveitarstjórnar til samþykktar

11.Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds 2021

Málsnúmer 202010014Vakta málsnúmer

Óskað er afstöðu skipulags- og framvkæmdaráðs varðandi gjaldheimtu 2021 í tengslum við hunda- og kattahald í Norðurþingi.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til 2,5% hækkun á gjaldskrá til að standa undir kostnaði.
Bergur situr hjá.

Ráðið vísar niðurstöðunni til sveitarstjórnar.

12.Gjaldskrá vegna sorphirðu í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202010013Vakta málsnúmer

Kallað er eftir umræðu varðandi sorphirðugjöld í Norðurþingi fyrir árið 2021.

Bergur Elías Ágústsson óskar bókað
Nú er það svo, að ef sorphirðugjöld eiga að dekka kostnað, þarf að hækka álögur á íbúa sveitarfélagsins yfir 50%. Í þessu samhengi er rétt að benda umræðu og bókanir á fundi byggðarráðs frá 7 maí sl. Þar var eftirfarandi bókað.
"Umræða um stöðu sorpmála, málsnúmer 202004077
Silja Jóhannesdóttir biður um vikufrest í viðbót til að leggja fram frekari greiningar og minnisblað varðandi hækkun á tilboðsskrá frá Eflu 2020 á núverandi gjöldum. Beiðnin byggist á því að umhverfisstjóri kemur til starfa aftur að loknu fæðingarorlofi 4. maí og hann getur aðstoðað við greiningu svo hún verði nægjanlega ítarleg.
Byggðarráð samþykkir beiðni Silju um vikufrest og tekur málið fyrir aftur að viku liðinni.

Spurningar sem Bergur Elías lagði fram:
a) Hverjar eru helstu breytingarnar sem fela í sér 50% hækkun á kostnaðarmati?
b) Hver er skýringin á mismuninum þ.e. frá 50% til 66% og í hverju felst hann?
c) Hver verða sorphirðugjöld á heimili á Húsavík og Reykjahverfi í krónum og aurum gefið þau verði hækkuð um 66%?

Spurt er um í lið a) hvað skýrir um 50% hækkun á kostnaðarmati EFLU sem gert var í aðdraganda nýliðins útboðs frá andvirði þess samnings sem unnið hefur verið eftir frá útboðinu 2015.
Helstu skýringar sem hér koma til eru eftirfarandi. Hækkun launavísitölu frá 2015 til dagsins í dag nemur skv. Hagstofu Ísl. um 37% en hlutfall launa ÍG vegna sorphirðu er í áætlað í kringum 75%. Verðlagsbreytingar tímabilsins 2015-2020 nema skv. Hagstofu Ísl. 11,2%. Gjöld vegna móttöku endurvinnsluúrgangs hafa hækkað umtalsvert á undanförnum árum og hafa mótframlög úrvinnslusjóðs ekki náð á hanga í þeim hækkunum sem orðið hafa. Hækkun gjalda vegna móttöku á lífrænum úrgangi til moltugerðar nemur 15% á milli ára en ekki er hægt að merkja hækkun gjalda svo neinu nemi vegna móttöku sorps til urðunar á Sölvabakka.
Spurt er um í b) lið hvað skýri mismuninn í samanburði á hækkun samninganna frá 2015 og 2020, sem í meðförum hefur annarsvegar verið líst sem 50% eða 64%.
Eins og að ofan greinir er um 50% hækkun á andvirði nýliðins samnings Norðurþings við ÍGF frá 2015 og því kostnaðarmati sem EFLA lagði til grundvallar nýafstöðnu útboði. Sé hinsvegar horft til samanburðar andvirðis samningsins við ÍGF frá 2015 og tilboðsins sem barst frá sama fyrirtæki núna eftir útboðið 2020 er um að ræða 64% hækkun.
Hvað varðar lið c) má segja að miðað við forsendur sem nú liggja fyrir má gera ráð fyrir að stofn sorphirðugjalda í Norðurþingi þurfi að hækka sem nemur 44,7%. Því má áætla að ef sveitarstjórn tekur ákvörðun um að velta þeirri hækkun á íbúa, þyrftu sorphirðugjöld að vera kr. 68.418 pr. íbúðareiningu á árinu 2021 til þess að standa undir kostnaði vegna sorphirðu næsta árs.

Silja Jóhannesdóttir óskar bókað;
Ljóst er að þetta eru staðreyndir varðandi kostnað á sorphirðu. Hinsvegar er ekki búið að taka neina ákvörðun um hækkun á sorphirðugjöldum til íbúa og sveitarfélögum gert að horfa til lífskjarasamninga í allri ákvarðanatöku um gjaldhækkanir. Mín afstaða er sú að ekki er hægt að velta þessum hækkunum á íbúa að öllu leyti.

Bergur Elías Ágústsson óskar bókað;
Undirritaður vill benda á að þegar upp er staðið munu íbúar sem og fyrirtæki sveitarfélagsins þurfa að bera þann kostnað sem af sorphirðu hlýst.

Kolbrún Ada Gunnardóttir óskar bókað;
Ekki verður tekin ákvörðun um breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu fyrr en við umræðu um fjárhagsáætlun 2021. Helena Eydís Ingólfsdóttir tekur undir bókun Kolbrúnar Ödu."

Nú er það svo að kostnaður heimila var undir fimmtíuþúsund krónum (47.269) á þessu ári, verður samkvæmt fyrirliggjandi gögnum á ríflega sjötíu þúsund á árinu 2021. Afstaða formanns Skipulags- og framkvæmdanefndar var, að ekki sé hægt að velta þessum hækkunum á íbúa að öllu leyti, þrátt fyrir að íbúar sem og fyrirtæki sveitarfélagsins þurfi að bera þann kostnað sem af sorphirðu hlýst.

Í svari formanns Skipulags- og framkvæmdanefndar frá 7 maí er tilgreint að kostnaður á heimili verið 68.481 krónur. Nú er talað um að kostnaðurinn verði ríflega 71.000 krónur á heimili. Eða tæplega 4% hækkun frá svari, þrátt fyrir meintar mögulegar hagræðingaraðgerðir, sem virðast ekki koma fram.

Silja óskar bókað. Svör varðandi ofangreindum fyrirspurnum hafa komið fram. Um er að ræða gríðarlega hækkun á kostnaði og því mikilvægt að taka ekki ákvörðun nema að allir möguleikar séu grannskoðaðir. Verið er að kynna sér málið og það verður tekið aftur fyrir fljótlega.

Málinu er frestað til næsta fundar.

13.Ósk um samstarf - umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna byggingar selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup

Málsnúmer 201909082Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 26.09.2019 var mál nr. 201909082 tekið fyrir og því svarað með eftirfarandi hætti.
Inngangur - Fyrir liggur ósk frá Fuglastíg um samstarf vegna umsóknar um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna byggingar selaskoðunarskýlis við Bakkahlaup.
Niðurstaða - Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í frekara samtal varðandi verkefnið.

Nú, rúmu ári síðar liggja fyrir frekari gögn sem gefa tilefni til þess að vinna málið áfram. ´
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi framhald málsins og þá þætti þess sem snúa að Norðurðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð beinir málinu til gerðar framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021. Búið er að skuldbinda sveitarfélagið til 1.240.000 kr í samkomulagi við Fuglastíg.

14.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur

Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar, fundargerðir verkfunda vegna gatnaframkvæmda við Reykjaheiðarveg.
Lagt fram til kynningar.

15.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem teknar eru saman helstu tillögur til úrbóta ásamt stuttri lýsingu á þeim verkefnum sem fyrir liggja á svæðinu við Reyðarárhnjúk og ráðlegt er að fylgja eftir fyrr en síðar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu verkefna og framkvæmd þeirra.
Lagt fram til kynningar.

16.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir.

Málsnúmer 202010022Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2020. Búið er að senda umsóknirnar inn og gögnin liggja hér fyrir til kynningar. Umsóknirnar eru í samræmi við ákvörðun ráðsins frá fundi 76. um að skoðaðir verði möguleikar á styrkjum til framkvæmda eða annarra verkefna.
Lagt fram. Um er að ræða tvær umsóknir sem sendar voru inn. Annarsvegar varðandi framkvæmdir á sjö áfangastöðum austan Tjörness og hinsvegar umsókn um hönnun á þremur áfangastöðum og göngustígum í kringum Húsavík.

Fundi slitið - kl. 15:20.