Skíðasvæðið við Reyðarárhnjúk
Málsnúmer 202009034
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020
Vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk voru á framkvæmdaáætlun vegna ársins 2020, áætlaðir fjármunir til þeirra verkefna.
Í skipulags- og framkvæmdaráði þarf að fara fram umræða varðandi áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu.
Í skipulags- og framkvæmdaráði þarf að fara fram umræða varðandi áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma með tillögur að úrbótum á svæðinu og leggja fyrir ráðið að nýju eftir þrjár vikur.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 79. fundur - 06.10.2020
Fyrir liggur minnisblað þar sem teknar eru saman helstu tillögur til úrbóta ásamt stuttri lýsingu á þeim verkefnum sem fyrir liggja á svæðinu við Reyðarárhnjúk og ráðlegt er að fylgja eftir fyrr en síðar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu verkefna og framkvæmd þeirra.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 92. fundur - 23.03.2021
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti framgang verkefnis sem tengist uppbyggingu skíða- og útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Kjartani Páli fyrir kynninguna. Ráðið samþykkir að kaupa niðurfærslugír fyrir lyftumótor og að lyftuskúrinn verði málaður og skipt verði um þakrennur. Áætlaður kostnaður er 2,2 milljónir.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 94. fundur - 13.04.2021
Böðvar Bjarnason og Garðar Héðinsson komu á fund ráðsins til að ræða hönnun skíðasvæðis við Reyðaárhnjúk. Á síðasta fundi ráðsins var kynnt hönnunarvinna frá öðrum skíðasvæðum á Íslandi og þarf ráðið að taka ákvörðun um framhaldið.
Hér er komin drög að Master Plani frá SE group:
Hér er almennt Master Plan fyrir Ísafjörð:
https://www.dropbox.com/s/3921b239q7js7j6/Isafjordur Master Plan_100120.pdf?dl=0
Hér er specifications fyrir Ísafjörð:
https://www.dropbox.com/s/utghr9pj8jvfnnb/Isafjordour_Mtn Specifications.pdf?dl=0
Hér er komin drög að Master Plani frá SE group:
Hér er almennt Master Plan fyrir Ísafjörð:
https://www.dropbox.com/s/3921b239q7js7j6/Isafjordur Master Plan_100120.pdf?dl=0
Hér er specifications fyrir Ísafjörð:
https://www.dropbox.com/s/utghr9pj8jvfnnb/Isafjordour_Mtn Specifications.pdf?dl=0
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Böðvari og Garðari fyrir komuna. Ráðið frestar málinu til næsta fundar þar sem stefnt er að tekin verði afstaða til hönnunar svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021
Samtöl hafa átt sér stað við SE Group í tengslum við mögulega aðkomu þeirra að hönnun útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Að mati flestra er mikilvægt að unnið verði að uppbyggingu svæðisins í heild og til samræmis við fyrirfram ákveðna hönnun svo forðast megi sóun á því fjármagni sem til stendur að verja til verkefnisins á komandi árum og áratugum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til málsins og hvernig haga beri vinnu og skipulagi við uppbyggingu útivistarsvæðisins. Einnig er óskað afstöðu ráðsins til mögulegrar aðkomu SE Group til verkefnisins eins og henni er lýst og hvernig sú aðkoma spilar inn í þá skipulagsvinnu sem framundan er.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til málsins og hvernig haga beri vinnu og skipulagi við uppbyggingu útivistarsvæðisins. Einnig er óskað afstöðu ráðsins til mögulegrar aðkomu SE Group til verkefnisins eins og henni er lýst og hvernig sú aðkoma spilar inn í þá skipulagsvinnu sem framundan er.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í samstarf við SE group og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í vinnu við að hanna svæðið með tilliti til lyftustæða, veglagningu, húsnæðis, gönguskíðasvæðis og bílastæða. Það verði fyrsti fasi í hönnun og uppbyggingu svæðisins. Mikilvægt er að byrja á þessari hönnun svo að hægt sé að ákveða næstu framkvæmdir til samræmis við hana.
Sveitarstjórn Norðurþings - 114. fundur - 15.06.2021
Hjálmar Bogi óskar eftir að málið sé tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Hjálmar Bogi, Helena Eydís, Benóný, Kristján Þór og Hrund.
Undirrituð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kanna möguleika sem og kostnað við að fá lyftu sem ætlunin er að leggja af á skíðasvæði höfðuborgarsvæðisins í Bláfjöllum til uppsetningar á skíðasvæðinu á Reyðarárhnjúki.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Undirrituð leggur til að sveitarstjóra verði falið að kanna möguleika sem og kostnað við að fá lyftu sem ætlunin er að leggja af á skíðasvæði höfðuborgarsvæðisins í Bláfjöllum til uppsetningar á skíðasvæðinu á Reyðarárhnjúki.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021
Tilboð í skipulagsvinnu um framtíðarskipulag útivistarsvæðis Reyðarárhnjúk frá SE Group.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að hafa samráð við hagsmunaaðila vegna uppbyggingar útivistarsvæðis Reyðarárhnjúks. Ráðið vísar málinu til fjölskylduráðs til kynningar.
Fjölskylduráð - 97. fundur - 06.09.2021
Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var Uppbyggingu útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk vísað til fjölskylduráðs til kynningar.
Lagt fram til kynningar.