Byggðarráð Norðurþings
1.Uppbygging golfskála á Katlavelli
Málsnúmer 202011007Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs komu Gunnlaugur Stefánsson, Ragnar Emilsson og Karl Hannes Sigurðsson úr stjórn Golfklúbbs Húsavíkur.
Byggðarráð óskaði eftir afstöðu klúbbsins til áframhaldandi vinnu samkvæmt uppleggi í samningi um að reisa klúbbhús norðan Þorvaldsstaðarár.
Nú liggur fyrir endurskoðuð skýr afstaða stjórnar Golfklúbbsins um að nýr golfskáli fái að rísa norðan Þorvaldsstaðarár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að uppleggi sem miði að þessari sýn og þeim kjarna sem finna má í uppbyggingarsamningi sem gerður var á sínum tíma, á næsta fundi ráðsins. Ljóst er að fara þarf ítarlegar yfir kostnaðargreiningu og taka afstöðu til hennar er varðar upphaflega hugmynd að nýrri byggingu.
2.Verkferlar við innkaup hjá Norðurþingi
Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer
Byggðarráð mun fjalla um innkaupastefnuna og innkaupareglur á næsta fundi sínum.
3.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar 2021
Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer
4.Frístund - Gjaldskrá 2021
Málsnúmer 202010107Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá Frístundar á Húsavík 2021 með áorðnum breytingum um systkinaafslátt og vísar henni til kynningar í byggðarráð og staðfestingar í sveitarstjórn.
5.Gjaldskrá sorphirðu 2021
Málsnúmer 202010013Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir 20% hækkun á sorphirðugjöldum þar sem komið verður til móts við gjaldaálagningu á íbúa með breytingum á öðrum gjöldum.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi bókun;
Samkvæmt gjaldskrá er sorphirðugjaldið nú um 47 þús. krónur á ári og raunkostnaður við sorphirðu verður um 72 þús. kr. á heimili miðað við nýtt fyrirkomulag sorphirðu. Það er miður að kostnaður hækki sem þessu nemur. Með einum eða öðrum hætti lendir kostnaður á íbúum sveitarfélagsins enda hyggst meirihlutinn lækka aðrar álögur til að mæta þessum kostnaðarauka.
6.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021
Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer
Áætlaður rekstarkostnaður málaflokks 06 árið 2021 er kr. 332.121.556.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að viðbótarframlag verði veitt uppá kr. 25.060.150 til þess að tryggja rekstur sviðsins.
Byggðarráð hafði áður samþykkt viðbót við málaflokkinn upp á 21.997.691 króna og er því mismunurinn sem óskað er eftir 3.062.459 krónur.
Lagt er til að heildarviðbótarframlag til reksturs íþrótta- og tómstundamála verði 30.060.150 kr. eða 5.000.000 kr. hærra en fjölskylduráð óskar eftir. Rekstrarkostnaður málaflokks 06 íþrótta- og tómstundamál verði 337.121.556 kr. Fjölskylduráð er hvatt til þess að ráðstafa fjármagninu í þágu barna og ungmenna.
Tillagan er samþykkt og vísað til fjölskylduráðs til útfærslu.
Undirrituð vilja ítreka bókun sína frá síðasta fundi Byggðarráðs þann 12. nóvember síðast liðinn þar sem kom fram vilji okkar um að lækka ekki starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021. Skoðun okkar er sú að það sé verulega íþyngjandi aðgerð fyrir íþróttafélögin og fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins lítill í stóru myndinni.
Við viljum hvetja fjölskylduráð til að falla frá þessari ákvörðun sinni.
Hafrún og Hjálmar Bogi
Byggðarráð vísar áætluninni með viðbótum til heildaráætlunar.
7.08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021
Málsnúmer 202010165Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar til byggðarráðs.
8.10-Umf.- og Samgöngumál - Rekstraráætlun 2021
Málsnúmer 202010166Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar áætluninni til frekari umræðu og afgreiðslu í byggðarráði á næstu vikum.
9.11-Umhverfismál - Rekstraráætlun 2021
Málsnúmer 202010167Vakta málsnúmer
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að dregið verði úr framlögum til umhverfisstefnu, sumarstarfsmanna í Skrúðgarði, uppbyggingu stíga og endurbætur á bæjargirðingu. Þannig næst áætlun niður um 7,5 milljónir.
Bergur Elías og Guðmundur sitja hjá.
10.31-Eignasjóður - Rekstraráætlun 2021
Málsnúmer 202010168Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að rammi Eignasjóðs verði 56.288.000 að teknu tilliti til viðbótar afskrifta og fjármagnsliða og vísar áætluninni til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu.
11.Fundargerðir HNE 2020 og fjárhagsáætlun HNE 2021
Málsnúmer 202009158Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar handbókinni til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
12.Framlög til SSNE árið 2021
Málsnúmer 202011056Vakta málsnúmer
Framlag Norðurþings til sóknaráætlunar Norðurlands eystra hækkar úr 1.244.124 kr. árið 2020 í 1.274.717 kr. árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
13.Framkvæmdir, fjárfestingar og gjaldfært viðhald 2021
Málsnúmer 202011064Vakta málsnúmer
14.Framkvæmdaáætlun 2021
Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer
15.Heimildir Orkuveitu Húsavíkur ohf. til úthlutunar arðs
Málsnúmer 202011032Vakta málsnúmer
Meirihluti stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. telur möguleika til greiðslu arðs á árinu 2021, allt að 60 mkr.
Helena leggur til við sveitarstjórn að Orkuveita Húsavíkur ohf. greiði eiganda sínum arð á næstu árum og vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu og Kolbrúnar Ödu.
Hafrún situr hjá.
Hjálmar Bogi óskar bókað;
Undirritaður er ekki sammála afgreiðslu byggðarráðs.
16.Álagning gjalda 2021
Málsnúmer 202011045Vakta málsnúmer
17.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021
Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer
Jafnframt liggja fyrir byggðarráði drög að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til síðari umræðu.
Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi bókun;
Hvaða áherslur má finna í fjárhagsáætlun ársins 2021? Það er mikilvægt að virkja grasrótina og grunnstarfsemi sveitarfélagsins. "Það eru erfiðir tímar" eins og skáldið kvað um árið. Þá fyrst reynir á enda hafa tekjur Norðurþings verið miklar undanfarin ár eftir uppbyggingartíma. Þeim tíma er lokið og átti að vera sá tími sem hið opinbera setur fjármuni út í hagkerfið og samfélagið til að efla hagvöxt. Það ætti líka að gilda um sveitarfélagið Norðurþing. Um leið þarf að huga að rekstri þess, sem hefur ekki verið gert. Það væri eðlilegt að taka reksturinn til skoðunar enda minnkandi umsvif sveitarfélagsins og framkvæmdagetan lítil. Það er ekki hægt að kenna aðeins covid-19 um þá stöðu sem upp er komin.
Benóný, Helena og Kolbrún Ada óska bókað:
Áherslur í fjárhagsáætlunargerð hafa verið að viðhalda þjónustu eins og kostur er og standa vörð um æskulýðsstarf og skólastarf. Engar tillögur um hvar sé hægt að hagræða aðrar en þær sem hafa verið ræddar í haust hafa komið fram. Við teljum ekki unnt að hagræða meira í rekstri öðruvísi en að það komi niður á þjónustu og að því fylgi uppsagnir starfsmanna.
18.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta
Málsnúmer 202011051Vakta málsnúmer
19.Aukaþing SSNE 2020
Málsnúmer 202011054Vakta málsnúmer
20.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020
Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer
21.Fundargerðir stjórnar Vík hses. 2020
Málsnúmer 202011100Vakta málsnúmer
22.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer
23.Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020
Málsnúmer 202011075Vakta málsnúmer
24.Ársskýrsla Persónuverndar 2019.
Málsnúmer 202011088Vakta málsnúmer
25.Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna
Málsnúmer 202011063Vakta málsnúmer
26.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43.mál.
Málsnúmer 202011037Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. nóvember nk.
27.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.
Málsnúmer 202011059Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. desember nk.
28.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál.
Málsnúmer 202011066Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. desember nk.
29.Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.
Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
30.Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.
Málsnúmer 202011072Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
31.Atvinnuveganefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.
Málsnúmer 202011071Vakta málsnúmer
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
Fundi slitið - kl. 12:15.