Björgunarsveitin Pólstjarnan - ósk um samstarfssamning
Málsnúmer 202008097
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá björgunarsveitinni Pólstjörnunni á Raufarhöfn þar sem óskað er eftir langtíma samstarfssamning við sveitarfélagið. Marmiðið með slíkum samning yrði að efla starf sveitarinnar, efla endurmenntun og stuðla að almannavörnum á svæðinu, íbúum og öðrum sem heimsækja svæði til heilla sem og að tryggja öryggi íbúa í sveitarfélaginu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við björgunarsveitina Pólstjörnuna og leggja fyrir byggðarráð.