Fara í efni

Ósk um kaup á eign á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Borist hefur ósk frá Rán ehf. um að kaupa svokallað Beinahús á verksmiðjulóð við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar vegna SR lóðarinnar.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Á 371. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar vegna SR lóðarinnar.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins vegna vinnu sem fyrirhuguð er um afdrif mjölskemmunnar á Raufarhöfn.

Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021

Borist hefur ósk frá Rán ehf. um að kaupa svokallað Beinahús á verksmiðjulóð við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.

Á 371. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar vegna SR lóðarinnar.

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins vegna vinnu sem fyrirhuguð er um afdrif mjölskemmunnar á
Raufarhöfn.

Borist hefur ítrekun frá tilboðsgjafa þar sem óskað er eftir skýrri afstöðu byggðarráðs til tilboðsins.
Byggðarráð hafnar erindinu.
Sveitarstjóra er falið að hafa samband við tilboðsgjafa og fara yfir stöðu málsins.