Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

371. fundur 09. september 2021 kl. 08:30 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Óli Halldórsson, Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir og Stefán Pétur Sólveigarson frá Þekkkingarneti Þingeyinga sátu fundinn undir lið 1.

1.Heimsókn frá Þekkingarneti Þingeyinga í tengslum við Hraðið og Fab Lab

Málsnúmer 202108051Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma Óli Halldórsson, Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir og Stefán Pétur Sólveigarson frá Þekkkingarneti Þingeyinga og kynna framvindu verkefnanna Hraðið og Fab Lab Húsavík.
Byggðarráð þakkar þeim Óla, Lilju og Stefáni fyrir kynninguna.
Byggðarráð mun mæla með því að verkefnið verði tilnefnt sem sértækt verkefni á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun (aðgerð C-1)
https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=28adccd5-c2a3-4c37-975a-e15b4df363db

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að römmum vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Drögin byggja á samþykktri áætlun ársins 2022 í þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Umræða um VII kafla í samþykktum Norðurþings

Málsnúmer 202108080Vakta málsnúmer

Á 370. fundi byggðarráðs óskaði Bergur Elías Ágústsson eftir umræðu um VII kafla í samþykktum Norðurþings, sem og framkvæmd þeirra.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum.
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað fjármálastjóra um starfsmannamál á framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar.

4.Verbúð á Hafnarstétt - Stefnumótun

Málsnúmer 202106134Vakta málsnúmer

Vinnuskjal um mögulega sviðsmynd að uppbyggingu og afnotum Verbúða á Hafnarstétt á Húsavík liggur fyrir byggðarráði. Minnisblaðið er unnið af Arngrími Jóhannssyni f.h. Norðurslóðasetursins, fulltrúum Steinsteypis ehf og Reinar ehf.
Byggðarráð fór vandlega yfir málið og er enn áhugasamt um að hægt verði að koma upp safnarekstri í húseigninni og mun fjalla um málið aftur á næsta fundi þar sem endanleg afstaða verður tekin til erindisins.

5.Umræða um atvinnumál og stöðu mála við atvinnustefnu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202108081Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir að atvinnumál verði tekin til umræðu sem og staða mála við atvinnustefnu sveitarfélagsins.

Er þess óskað að farið verði yfir stöðum mála hjá Eim. Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkunar, Norðurorku og SSNE. Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Ætlunin með samstarfinu er meðal annars að byggja upp atvinnulíf og auka verðmætasköpun á svæðinu, með sérstakri áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni.


Jafnframt er þess óskað að gerð verði grein fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á iðnaðarsvæðinu á Bakka og hvar þeir aðilar eru staddir í sinni ákvörðunartöku.
Lagt fram til kynningar.

6.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Á 364. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa minnisblað um ástand húsnæðisins og kostnaðargreina viðhaldsþörf þess. Sömuleiðis að halda samtalinu áfram um framtíð Skjálftasetursins og uppfærslu þess í húsnæðinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram á þeim nótum sem fram kemur í vinnuskjali sem liggur fyrir ráðinu.
Málinu er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs vegna þeirra hugmynda sem verið er að vinna að.

7.Samþykkt kjörskrár vegna alþingiskosninga 2021

Málsnúmer 202109025Vakta málsnúmer

Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitastjórnar eða framkvæmdastjórna sveitarfélags, sbr. 2. mgr. 24. grein kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Á 115. fundi sveitarstjórnar var bókað;
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðarráði umboð til þess að staðfesta kjörskrá fyrir alþingiskoningar 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 25. september nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

8.Endurnýjun bifreiða Norðurþings

Málsnúmer 202108048Vakta málsnúmer

Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðauka vegna bílakaupa til byggðarráð að upphæð 10 milljónir króna.
Byggðarráð vísar málinu aftur til skipulags- og framkvæmdarráðs.

9.Kauptilboð í Garðarsbraut 83 - íbúð 0302

Málsnúmer 202104128Vakta málsnúmer

Borist hefur kauptilboð frá Rakel Heru Júlíusdóttur í fasteignina Garðarsbraut 83, íbúð 302 að fjárhæð 15.800.000 krónur.
Ásett verð eignarinnar er 17.500.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboðinu.

10.Ósk um kaup á eign á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109026Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk frá Rán ehf. um að kaupa svokallað Beinahús á verksmiðjulóð við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn.
Byggðarráð frestar erindinu og felur sveitarstjóra að leggja fram nánari upplýsingar vegna SR lóðarinnar.

11.Drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013

Málsnúmer 202109008Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu þar sem kynntar eru breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar nr 1140/2013.
Lagt fram til kynningar.

12.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Málsnúmer 202109014Vakta málsnúmer

Borst hefur erindi frá félagsmálaráðuneytinu og Unicef á Íslandi þar sem óskað er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga um þáttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs.
Fylgiskjöl:

13.Aukaþing SSNE 2021

Málsnúmer 202109024Vakta málsnúmer

Boðað er til rafræns aukaþings SSNE þann 1. október nk.
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúar Norðurþings á aukaþinginu eru Hjálmar Bogi Hafliðason, Kristján Friðrik Sigurðsson, Aldey Traustadóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir og Kristján Þór Magnússon.

14.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2021

Málsnúmer 202109003Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. þriðjudaginn 14. september nk. Fundurinn verður fjarfundur á Teams.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Friðrik Sigurðsson sem fulltrúa Norðurþings á aðalfundinn.

15.Fréttabréf Húsavíkurstofu 2021

Málsnúmer 202103052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fréttabréf Húsavíkurstofu í ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.