Fara í efni

Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Málsnúmer 202109014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Borst hefur erindi frá félagsmálaráðuneytinu og Unicef á Íslandi þar sem óskað er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga um þáttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs.
Fylgiskjöl:

Fjölskylduráð - 98. fundur - 13.09.2021

Borist hefur erindi frá félagsmálaráðuneytinu og Unicef á Íslandi þar sem óskað er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga um þáttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.

Á 371. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að fá kynningu frá ráðuneytinu um þetta verkefni.

Fjölskylduráð - 112. fundur - 07.03.2022

Á 98. fundi fjölskylduráðs 13. september 2021, var óskað eftir að fá kynningu frá félagsmálaráðuneytinu á Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fyrir fjölskylduráði liggur umbeðin kynning.
Lagt fram til kynningar.