Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Sundlaugin í Lundi 2021
Málsnúmer 202103099Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fékk kynningu frá rekstaraðilum á rekstri sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2021. Rekstraraðilarnir hafa þegar líst yfir áhuga á að taka að sér umsjón laugarinnar sumarið 2022.
Fjölskylduráð þakkar Bjarka fyrir kynninguna. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hefja viðræður við fráfarandi rekstraraðila um áframhaldandi umsjón sundlaugar sumarið 2022.
2.Húsnæði fyrir fimleikadeild Völsungs
Málsnúmer 202109058Vakta málsnúmer
Völsungur óskar eftir húsnæði fyrir starfsemi fimleikadeildar félagsins.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Ráðið telur að þörf sé á frekari greiningu á aðstöðuþörf fimleika og annarra tómstunda áður en farið er í kostnaðarsama uppbyggingu.
3.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Málsnúmer 202109004Vakta málsnúmer
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. ágúst 2021 var fjallað um innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þar sem sveitarfélög voru hvött til að hefja undirbúning laganna.
Lagt fram til kynningar.
4.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Málsnúmer 202109014Vakta málsnúmer
Borist hefur erindi frá félagsmálaráðuneytinu og Unicef á Íslandi þar sem óskað er eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga um þáttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
Á 371. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs.
Á 371. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að fá kynningu frá ráðuneytinu um þetta verkefni.
5.Gjaldskrá mötuneytis Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 202109038Vakta málsnúmer
Breytingar hafa verið gerðar varðandi rekstur mötuneytis Öxarfjarðarskóla til samræmis við mötuneyti Grunnskóla Raufarhafnar. Því þarf að taka gjaldskrá mötuneytis Öxarfjarðarskóla til umræðu þar sem síðdegishressingin er dottin út vegna styttingar á skóladeginum.
Fjölskylduráð samþykkir breytingu á gjaldskrá mötuneytis í Öxarfjarðarskóla til samræmis við Grunnskóla Raufarhafnar.
Stefnt er að samræma gjaldskrár mötuneyta í leik- og grunnskólum Norðurþings um áramótin 2021/2022.
Stefnt er að samræma gjaldskrár mötuneyta í leik- og grunnskólum Norðurþings um áramótin 2021/2022.
Fundi slitið - kl. 15:00.