Samþykkt kjörskrár vegna alþingiskosninga 2021
Málsnúmer 202109025
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021
Þegar boðað hefur verið til almennra alþingiskosninga skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té.
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitastjórnar eða framkvæmdastjórna sveitarfélags, sbr. 2. mgr. 24. grein kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Á 115. fundi sveitarstjórnar var bókað;
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðarráði umboð til þess að staðfesta kjörskrá fyrir alþingiskoningar 2021.
Þegar sveitarstjórn hefur lokið yfirferð sinni um kjörskrárstofninn og samningu kjörskrár er þar með lokið, skal hún undirrituð af oddvita sveitastjórnar eða framkvæmdastjórna sveitarfélags, sbr. 2. mgr. 24. grein kosningalaga og lögð fram. Nægilegt er að staðfest endurrit sé lagt fram, sbr. 3. mgr. 26. gr. laganna.
Á 115. fundi sveitarstjórnar var bókað;
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðarráði umboð til þess að staðfesta kjörskrá fyrir alþingiskoningar 2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 25. september nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.