Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

377. fundur 04. nóvember 2021 kl. 08:30 - 12:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur sat fundinn undir lið 1.

1.Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með lögfræðingi sveitarfélagsins.

Á fund byggðarráðs mætir Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.
Byggðarráð þakkar Hilmari fyrir komuna á fundinn. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu með áorðnum breytingum. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og birta auglýsinguna.

2.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að uppbyggingarsamningi Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur vegna nýrrar aðstöðu Golfklúbbsins við Katlavöll.
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Golfklúbbs Húsavíkur á fund ráðsins síðar í mánuðinum.

3.Útboð á slökkvibifreið

Málsnúmer 202110153Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Ríkiskaupum þar sem kallað er eftir því að að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga fyrir 10. nóvember nk.

Einnig liggja fyrir byggðarráði drög að kröfulýsingu vegna kaupa á slökkvibifreið frá slökkviliðsstjóra Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa Ríkiskaup um að Norðurþing vilji fara í samstarf um kaup á slökkvibifreið.

4.Erindi frá fötlunarráði vegna íbúðakjarna að Stóragarði

Málsnúmer 202110138Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fötlunarráði Norðurþings vegna kaupa á húsbúnaði og raftækjum fyrir nýjan íbúðakjarna fyrir fatlaða við Stóragarð 12.
Þar sem takmörkuð starfsemi er enn sem komið er í Vík hses. sem annast mun um rekstur íbúðakjarnans, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi félaginu tímabundið til fjármagn vegna þessara kaupa.
Byggðarráð samþykkir að fjármagna þann húsbúnað sem nauðsynlegur er til að hægt sé að taka húsnæðið í notkun.

5.Lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Húsavík

Málsnúmer 202110118Vakta málsnúmer

Borist hefur tilkynning frá forstjóra Húsasmiðjunnar um að verslunin muni hætta starfsemi á Húsavík um næstu áramót. Húsasmiðjan hefur því sagt upp leigusamningi vegna Vallholtsvegar 10.

Einnig liggur fyrir erindi frá Ásmundi Skeggjasyni varðandi notkunarmöguleika Vallholtsvegar 8.
Byggðarráð harmar að það sé niðurstaða eigenda Húsasmiðjunnar að hverfa frá Húsavík með tiheyrandi skerðingu á þjónustu við íbúa á svæðinu.
Byggðarráð vísar erindi Ásmundar til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

6.Ósk um aðkomu Norðurþings að bifreiðaskoðun austan Húsavíkur

Málsnúmer 202110107Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs vegna aðstöðu til bifreiðaskoðunar á Kópaskeri. Óskað er eftir því að sveitarfélagið Norðurþing komi að tveggja ára tilrauna-/samstarfsverkefni Aðalskoðunar, Norðurþings og Randarinnar á Kópaskeri með fjárframlagi upp á 200.000 á hvoru ári.
Einnig hefur borist erindi frá hverfisráði Raufarhafnar þar sem tekið er undir erindi atvinnu- og samfélagsfulltrúa Öxarfjarðarhéraðs og sveitarfélagið hvatt til að sækja fjárframlagið til ríkisins þar sem um lögbundna þjónustu sé að ræða.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en tekur undir áhyggjur íbúanna og felur sveitarstjóra að senda ábendingu á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um stöðu þjónustunnar á svæðinu.

7.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2022

Málsnúmer 202110129Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá verkefnastjóra Norðurhjara, Halldóru Gunnarsdóttur, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Norðurþings og Norðurhjara á árinu 2022.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og mun boða forsvarsmenn Norðurhjara á fund ráðsins síðar í mánuðinum.

8.Tilnefningar í hverfisráð 2021

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna í hverfisráð Kelduhverfis, Raufarhafnar og Öxarfjarðarhéraðs.
Byggðarráð samþykkir neðangreinda skipan í hverfisráð.

Í hverfisráði Kelduhverfis verða;
Þórhallur Lárusson, formaður
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Jónas Þór Viðarsson

Til vara;
Sigurður Jón Kristmundsson

Í hverfisráði Öxarfjarðar verða;
Thomas Helming, formaður
Sigríður Þorvaldsdóttir
Brynjar Þór Vigfússon


Til vara;
Árdís Hrönn Jónsdóttir
Halldís Gríma Halldórsdóttir


Í hverfisráði Raufarhafnar verða;
Elva Björk Óskarsdóttir, Formaður
Guðný Hrund Karlsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir

Til vara;
Kristjana Bergsdóttir
Bergdís Jóhannsdóttir

9.Húsnæðismál í Öxarfjarðarhéraði

Málsnúmer 202111011Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu húsnæðismála á Kópaskeri og samstarfsins við Leigufélagið Bríeti.
Lagt fram til kynningar.

10.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki

Málsnúmer 202111012Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga þar sem sagt er frá námskeiði Landverndar, Loftslagsvernd í verki. Kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga er boðin þátttaka í námskeiðinu og er þátttakan gjaldfrjáls.
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar í fjölskyldu- og skipulags- og framkvæmdaráði.

11.Ályktun Framsýnar um gjaldskrármál o.fl.

Málsnúmer 202110163Vakta málsnúmer

Borist hefur ályktun af fundi stjórna og trúnaðarráðs Framsýnar þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að gæta aðhalds í gjaldskrárhækkunum til að ýta ekki undir frekari verðbólgu.
Byggðarráð þakkar erindið.
Þær tillögur að gjaldskrám sem þegar hafa litið dagsins ljós, gera í flestum tilfellum ráð fyrir hófstilltum hækkunum.

12.Kostnaðaráætlun samstarfsverkefna í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202110120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kostnaðaráætlun vegna samstarfsverkefna í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Áætluð hlutdeild Norðurþings í kostnaði við samstarfsverkefni í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga er 2.019.087 krónur á árinu 2022.

13.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnir um allt land eru hvattar til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfið sem taka gildi 1. janúar 2023.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

14.Skotstjóranámskeið á Húsavík

Málsnúmer 202010091Vakta málsnúmer

Sævar Logi Ólafsson, fyrir hönd Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna námskeiðs í uppsetningu og framkvæmd skoteldasýninga. Námskeiðið verður haldið laugardaginn 11. desember nk.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.

15.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til september 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur. Veittur verður systkinaafsláttur fyrir nemendur 20. ára og yngri. Ráðið vísar gjaldskránni til kynningar í byggðarráði og til staðfestingar í sveitarstjórn. Gjaldskráin verður birt á heimasíðu Tónlistarskóla Húsavíkur og Norðurþings.
Byggðarráð vísar gjaldskránni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði og óskar eftir að afsláttarkjör verði tekin til endurskoðunar.

17.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til umræðu í byggðarráði.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætlununum aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.

18.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað um stöðu á fjárhagsáætlunargerð 2022.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs.

19.Fjárhagsáætlun 2022 - Fræðslusvið

Málsnúmer 202110022Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 29.586.799 krónur til að mæta kostnaði við endurnýjun tölvubúnaðar, húsgagna, aukinnar sálfræðiþjónustu o.fl.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir viðbótarframlag til málaflokks 04-fræðslumál um 12 milljónir og vísar áætluninni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði.

20.Fjárhagsáætlun menningarmála 2022

Málsnúmer 202110079Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 1.262.203 krónur sem skýrist af færslu Mærudaga eingöngu yfir á menningarmál.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir viðbótarframlag til málaflokks 05-menningarmál um 1,3 milljónir og vísar áætluninni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði.

21.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi ramma og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Á 110. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmaráð vísar útgönguspá fyrir framkvæmdir ársins 2021 til byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja áætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Lagt fram til kynningar.

24.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2021

Málsnúmer 202110136Vakta málsnúmer

Borist hefur tilkynning frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands um ágóðahlutagreiðslu 2021 að fjárhæð 2.101.500 krónur.
Lagt fram til kynningar.

25.Skýrsla Flugklasans Air 66N 2021

Málsnúmer 202104054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla flugklasans fyrir tímabilið 9. apríl til 26. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir stjórnar Mennningarmiðstöðvar Þingeyinga 2021-2022

Málsnúmer 202111010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 27. október sl.
Lagt fram til kynningar.

27.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101148Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 221. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 6. október sl. ásamt fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

28.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 901. og 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september og 29. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:15.