Erindi frá fötlunarráði vegna íbúðakjarna að Stóragarði
Málsnúmer 202110138
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021
Til kynningar eru minnisblað frá fötlunarráði um búnað sem vantar í nýjan íbúðarkjarna að Stóragarði.
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fötlunarráði Norðurþings vegna kaupa á húsbúnaði og raftækjum fyrir nýjan íbúðakjarna fyrir fatlaða við Stóragarð 12.
Þar sem takmörkuð starfsemi er enn sem komið er í Vík hses. sem annast mun um rekstur íbúðakjarnans, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi félaginu tímabundið til fjármagn vegna þessara kaupa.
Þar sem takmörkuð starfsemi er enn sem komið er í Vík hses. sem annast mun um rekstur íbúðakjarnans, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi félaginu tímabundið til fjármagn vegna þessara kaupa.
Byggðarráð samþykkir að fjármagna þann húsbúnað sem nauðsynlegur er til að hægt sé að taka húsnæðið í notkun.