Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021
Málsnúmer 202101143Vakta málsnúmer
Fundargerð 438. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
2.Sigurgeir Pétursson óska eftir að hafnarstjórn mæli með honum sem hafnsögumanni í höfnum Norðurþings
Málsnúmer 202110161Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sigurgeiri Péturssyni þar sem hann óskar eftir meðmælum frá hafnastjórn varðandi hafnsögu við hafnir Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita Sigurgeiri meðmæli sem hafnsögumanni við hafnir Norðurþings og felur hafnastjóra að útbúa meðmælabréf.
3.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2022
Málsnúmer 202110099Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur gjalskrá hafnasjóðs Norðurþings til samþykktar.
Nefndir tók áður fyrir drög að gjaldskránni.
Nefndir tók áður fyrir drög að gjaldskránni.
Lagt fram til kynningar.
4.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022
Málsnúmer 202110100Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð fjárhágsáætlun Hafnajóðs fyrir árið 2022.
Lagt fram.
5.Útsýnispallur við Langavatnshöfða í Vatnajökulsþjóðgarði
Málsnúmer 202110119Vakta málsnúmer
Vatnajökulsþjóðgarður hefur í hyggju að byggja upp útsýnispall við Langavatnshöfða sumarið 2022 og hefur sent Norðurþingi gögn til að kynna framkvæmdina.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og fagnar uppbyggingu í Vatnajökulsþjóðgarði.
6.Ósk um sameiningu jarðanna Oddsstaða og Vatnsenda
Málsnúmer 202110089Vakta málsnúmer
Eigendur jarðanna Oddsstaða og Vatnsenda á Melrakkasléttu óska samþykkis sveitarfélagsins fyrir sameiningu jarðanna tveggja, enda séu þær báðar í óskiptu landi Oddsstaða. Sameinuð jörðin haldi heiti og landnúmeri Oddsstaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að framgangi málsins í samvinnu við jarðareigendur.
7.Framkvæmdaáætlun 2021
Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer
Til kynningar er uppfærð útgönguspá fyrir framkvæmdir 2021.
Skipulags- og framkvæmaráð vísar útgönguspá fyrir framkvæmdir ársins 2021 til byggðarráðs.
8.Erindi vegna Bala, Reykjaheiðarvegi 3, Húsavík
Málsnúmer 202110057Vakta málsnúmer
Arnar V. Arnarsson hjá AVA Legal, f.h. lóðarhafa, fer fram á að tvær alaskaaspir og nokkur birkitré í skrúðgarði við lóðarmörk Bala að Reykjaheiðarvegi 3 verði felld tafarlaust. Ennfremur er farið fram á að allur gróður annar en gras sem er nær lóðarmörkum við Bala en 50 cm verði fjarlægður tafarlaust. Farið er fram á að umhirða gróðurs við lóðarmörk Bala verði framvegis í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Loks er farið fram á að sveitarfélagið viðurkenni bótaskyldu vegna alls tjóns sem gróður skrúðgarðsins hefur valdið á lóð Bala og staðfesti að það muni greiða allan kostnað við að ráða úrbótum á því tjóni samkvæmt framlögðum reikningum. Umhverfisstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi kynntu sín sjónarmið vegna erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta fella umræddar tvær alaskaaspir og þær greinar birkitrjáa sem slúta yfir yfir lóðarmörk við Bala. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara öðrum þáttum erindisins til samræmis við umræður á fundinum.
9.Skrúðgarðurinn á Húsavík
Málsnúmer 202109149Vakta málsnúmer
Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur með umrætt svæði í huga og leggja fyrir ráðið að nýju.
framkvæmda- og þjónustufulltrúi í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa leggur fyrir ráðið tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur í samræmi við fyrri bókun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur með umrætt svæði í huga og leggja fyrir ráðið að nýju.
framkvæmda- og þjónustufulltrúi í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa leggur fyrir ráðið tillögu að afmörkun Skrúðgarðs Húsavíkur í samræmi við fyrri bókun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að afmörkun Skrúðgarðs.
10.Endurnýjun bifreiða Norðurþings
Málsnúmer 202108048Vakta málsnúmer
Óskað er eftir fjármagni á árinu til kaupa á tveimur nýjum bílum fyrir Stjórnsýsluhús á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í örútboð á tveimur tengiltvinnbílum. Fjármagn verði tekið af framkvæmdarfé ársins 2021. Niðurstaða útboðsins verði lögð fyrir ráðið.
11.Erindi frá Foreldrafélaginu Velvakanda á Raufarhöfn, varðandi ærslabelg
Málsnúmer 202110140Vakta málsnúmer
Erindi frá Foreldrafélaginu Velvakanda á Raufarhöfn, varðandi ærslabelg.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar foreldrafélaginu Velvakanda á Raufarhöfn fyrir erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2022 enda er einhugur um að setja upp ærslabelg á Raufarhöfn alfarið á kostnað sveitarfélagsins.
12.Þjónustusamningur, Vöktun urðunarstaða
Málsnúmer 202110133Vakta málsnúmer
Fyrir fundi liggur Þjónustusamningur um Vöktun urðunnarstaða sveitarfélagsins.
í samningi kemur m.a. fram
EFLA verkfræðistofa sér um eftirlitsmælingar samkvæmt kröfum í starfsleyfi urðunarstaða Norðurþings í Laugadal við Húsavík og við Kópasker.
Innifalinn í verkinu er allur undirbúningur, akstur, flutningur og nauðsynlegur búnaður til að geta framkvæmt mælingar og sýnatöku og úrvinnslu sýna ásamt gerð niðurstöðuskýrslu.
EFLA mun sjá um efnagreiningu og rannsóknir sýna í samstarfi við erlenda rannsóknarstofu (ALS Global).
EFLA verkfræðistofa skilar niðurstöðum hvers árs til Norðurþings í formi minnisblaðs þegar niðurstöður úr greiningum sýna liggja fyrir."
í samningi kemur m.a. fram
EFLA verkfræðistofa sér um eftirlitsmælingar samkvæmt kröfum í starfsleyfi urðunarstaða Norðurþings í Laugadal við Húsavík og við Kópasker.
Innifalinn í verkinu er allur undirbúningur, akstur, flutningur og nauðsynlegur búnaður til að geta framkvæmt mælingar og sýnatöku og úrvinnslu sýna ásamt gerð niðurstöðuskýrslu.
EFLA mun sjá um efnagreiningu og rannsóknir sýna í samstarfi við erlenda rannsóknarstofu (ALS Global).
EFLA verkfræðistofa skilar niðurstöðum hvers árs til Norðurþings í formi minnisblaðs þegar niðurstöður úr greiningum sýna liggja fyrir."
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við Eflu.
13.Framtíðarsýn um opinberar byggingar á Raufarhöfn
Málsnúmer 202110160Vakta málsnúmer
Formaður framkvæmda-og skipulagsráðs leggur til eftirfarandi:
Framkvæmda og þjónustufulltrúa verði falið að láta hanna og kostnaðarmeta viðbyggingu við grunnskóla Raufarhafnar. Lagt er til að norðurveggur skólans verði stækkaður til norðurs með hallandi glervegg í því rými sem þar skapaðist mætti setja bókasafn Raufarhafnar gera þar huggulegt svæði þar sem hægt væri að fá sér kaffibolla glugga í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Einnig er lagt til að hannað verði inn í bygginguna aðstaða fyrir stjórnsýslueiningu Norðurþings ásamt móttöku fyrir póstinn og aðstöðu fyrir banka.
Þarna myndi skapast miðja þjónustu og afþreyingar fyrir bæinn þar sem að hægt væri að sjá fyrir sér að skapaðist skemmtileg stemming og notalegt andrúmsloft.
Framkvæmda og þjónustufulltrúa verði falið að láta hanna og kostnaðarmeta viðbyggingu við grunnskóla Raufarhafnar. Lagt er til að norðurveggur skólans verði stækkaður til norðurs með hallandi glervegg í því rými sem þar skapaðist mætti setja bókasafn Raufarhafnar gera þar huggulegt svæði þar sem hægt væri að fá sér kaffibolla glugga í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Einnig er lagt til að hannað verði inn í bygginguna aðstaða fyrir stjórnsýslueiningu Norðurþings ásamt móttöku fyrir póstinn og aðstöðu fyrir banka.
Þarna myndi skapast miðja þjónustu og afþreyingar fyrir bæinn þar sem að hægt væri að sjá fyrir sér að skapaðist skemmtileg stemming og notalegt andrúmsloft.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu um viku. Ráðið hyggst halda næsta fund sinn á Raufarhöfn þar sem málið verður rætt.
14.Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.
Málsnúmer 201911005Vakta málsnúmer
Erindi frá starfsmanni Norðurþings á Raufarhöfn varðandi ástand skrifstofunnar þar.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu um viku. Ráðið hyggst halda næsta fund sinn á Raufarhöfn þar sem málið verður rætt.
15.Erindi frá nemendum Borgarhólsskóla varðandi leiktæki á skólalóð
Málsnúmer 202110127Vakta málsnúmer
Erindi frá 6. bekk í Borgarhólsskóla, til kynningar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið.
16.Erindi frá fötlunarráði vegna íbúðakjarna að Stóragarði
Málsnúmer 202110138Vakta málsnúmer
Til kynningar eru minnisblað frá fötlunarráði um búnað sem vantar í nýjan íbúðarkjarna að Stóragarði.
Lagt fram til kynningar
17.Áætlun um refa- og minkaveiðar 2020-2022
Málsnúmer 202003019Vakta málsnúmer
Til kynningar er uppgjör um refa- og minkaveiði fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 5
Jónas Einarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 5-
Ketill G. Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum