Áætlun um refa- og minkaveiðar 2020-2022
Málsnúmer 202003019
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 62. fundur - 24.03.2020
Refa- og minkaveiði hefur alla jafna verið sinnt af miklum metnaði í Norðurþingi og er sveitarfélagið mjög framarlega hvað þau mál varðar samanborið við önnur. Á árunum 2017-2019 voru t.a.m. afar fá sveitarfélög að verja viðlíka fjárhæðum og Norðurþing til refaveiða en samanburðargögn fyrir landið allt eru ekki fyrir hendi varðandi minkaveiðar.
Óskað er afstöðu fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs til mögulegs hámarksfjölda samningsbundinna veiðimanna hjá sveitarfélaginu innan þessa málaflokks og/eða hámarksupphæðar sem árlega skal varið til refa- og minkaeyðingar í Norðurþingi.
Óskað er afstöðu fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs til mögulegs hámarksfjölda samningsbundinna veiðimanna hjá sveitarfélaginu innan þessa málaflokks og/eða hámarksupphæðar sem árlega skal varið til refa- og minkaeyðingar í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021
Til kynningar er uppgjör um refa- og minkaveiði fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Silja óskar bókað: Umhverfisstofnun gefur út viðmiðunartaxta launa, aksturs og verðlauna og rétt væri að taka tillit til þeirra þegar núverandi samningum lýkur.